Litli Bergþór - 01.03.2005, Page 7

Litli Bergþór - 01.03.2005, Page 7
Utskurður og uppgræðsla Viðtal við Jón og Ragnhildi í Gýgjarhólskoti Það eru febrúarlok og dag loks tekið að lengja eftir rysjótta tíð og mikla hálku á vegum í svart- asta skammdeginu. Kominn „vermisteinn í jörðina", eins og Bergþór Pálsson, veðurfræðingur, hafði eftir gömlu fólki um það þegar sól tekur að hækka á lofti og verma steina, sem þá bræða snjóinn frá sér. Og það er ekki að sökum að spyrja, blaðamaður Litla-Berþórs er kominn á stúfana, og í þetta sinn upp í Gýgjarhólskot til þeirra Ragnhildar Magnúsdóttur og Jóns Karlssonar, eða Rönku og Jóns í Kotinu, eins og þau eru oftast kölluð af sveitungum sínum. Þegar blaðamaður rennir í hlað glampar kvöldsólin á húsin og nýuppgert fjósið, sem Eiríkur sonur þeirra og Arnheiður kona hans tóku í notkun nú fyrir jólin. Ragnhildur stendur í dyrum og býður til stofu á efri hæðinni, þar sem þau Jón hafa íbúð sína. I gluggakistunni í eldhúsinu spóka sig lagðprúðir hrútar, hágengir tölthestar og annar útskurður úr tré, sem ber handbragði húsmóðurinnar fagurt vitni og á borðinu standa útskurðaráhöldin. Gýgjarhólskot í síðdegissól. Febrúar 2005 Þegar við höfum komið okkur vel fyrir í stofunni liggur fyrst fyrir að spyrja um ætt og uppruna viðmælenda, eins og vant er í viðtölum Litla-Bergþórs. Ragnhildur: Ég er fædd í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi 3. júní 1941, fjórða í röðinni af sex systkinum, og ólst þar upp til 18 ára aldurs, þegar ég flutti hingað í Kotið og giftist Jóni. Foreldrar mínir voru Magnús Eiríkur Sigurðsson, fæddur 1903 og Sigríður Guðmundsdóttir, fædd 1901, í Dalbæ í Hreppnum, en ættuð úr Eystrihrepp og lágsveitum Árnessýslu. Faðir minn var fæddur í Litla-Nýjabæ í Krísuvík, sonur Helgu Eiríksdóttur frá Eiriksstöðum, sem var kot hér í landi Gýgjarhóls- kots, og Sigurðar Magnússonar. Fluttust þau síðar í Stekk við Hafnarfjörð. Pabbi kom 8 ára gamall að Brú í Biskupstungum til afa síns og ömmu, Kristínar Guðmundsdóttur og Eiríks Jónssonar, sem þá voru Jón og Ragnhildur á jólum 1999. tímabundið hjá syni sínum á Brú. Árið sem þau voru á Brú bjuggu Tómas og Ósk frá Brattholti á Eiríksstöðum. Mér þótti svolítið sérstakt að fara að rækta kartöflur og rófur í garðinum hennar lang- ömmu, þegar ég flutti hingað í Kotið! Langafi, Eiríkur Jónsson á Eiríksstöðum, átti brennimark og þegar við eignuðumst okkar Eirík Jónsson, gaf yngsta systir ömmu honum brennimark föður síns, sem Eiríkur notar enn í dag! Frá Brú fór faðir minn í vist sem smali að Hlíð í Hrunamannahreppi og var fermdur þaðan að ég held. Hlíð er hér beint á móti, hinumegin við ána, og er nú í eyði. Það má geta þess að Fjalla- Eyvindur var fæddur þar. Til foreldra sinna fór faðir minn ekki aftur eftir 8 ára aldurinn. Síðar varð hann vinnumaður í Hörgsholti og bjó líka um tíma með bróður sínum að Kluftum, sem er eyðijörð núna, nokkru innan við Kaldbak. Eftir að hann giftist móður minni, bjuggu þau í eitt ár í Hörgsholti, þar sem elsta systir mín fæddist, síðan fluttu þau að Sólheimum, þar sem annað og þriðja barnið fæddust og 1938 fluttu þau svo að Bryðjuholti og bjuggu þar upp frá því. Systkini mín eru annars: Guðfinna, fædd 1934. Hún Litli Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.