Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 11
Ragnhildur og Jón með börnum sínum. Efri röð: Eiríkur, Karl og Grímur. Neðri röð: Sigríður, Jón og Ragnhildur. Ragnhildur: Það var handmjólkað þegar ég kom hingað og ég man að þegar ég átti Kalla 1960 mjólkaði ég um morguninn áður en ég átti. Mjaltavélin kom svo 1961. Ég reyndi það líka að mjólka á stöðli fyrir utan tún, þegar ég var að alast upp. Mér finnst þetta miklar breytingar á stuttri ævi. Nú er mjólkað í fullkomnum mjaltabás hér í Gýgjarhólskoti og allt meira og minna tölvustýrt. Jón: Eftir að móðir mín dó 1967, bjó faðir minn áfram á móti okkur nokkur ár, en síðustu árin hans vorum við ein með búið, eða þar til hann dó 1979. Eftir það bjó Karl sonur okkar á móti okkur í nokkur ár, þar til hann giftist og flutti að Bjargi. Arið 1989 tóku Eiríkur sonur okkar og Arnheiður kona hans við búi á móti okkur og Sigríður og Sævar, bjuggu hér með þeim líka í nokkur ár. Nú hafa þau Eiríkur og Adda tekið við öllu búinu. í bili er fjárlaust vegna riðuniðurskurðarins í haust, en ég tel einsýnt að við tökum fé aftur eftir 2 ár. Jón Hjalti, sonarsonur okkar hefur mjög mikinn áhuga á kindum, þekkti þær allar með númerum, og hans vegna held ég að það sé rétt að taka fé aftur. Ragnhildur: Okkur er það hulin ráðgáta hverning þessi riða barst hingað, en líklega er helst til ráða að koma sér upp stofni úr spýtum eins og ég hef gert! - segir Ranka kankvís, - og vísar þar til hrútanna lagðprúðu í gluggakistunni. L-B: Þið hafið verið mikið fyrir fé og það hljóta að vera viðbrigði að vera fjárlaus. Jón: Já, fjallnytjamar voru mikilvægar á þessu melkoti og fjallferðir vor og haust helsta tilbreyting- in. Ég hafði alltaf gaman af því að smala fé og lenti í eftirleitum. Ætli ég sé ekki búinn að fara í rúm- lega 40 eftirleitir samfleytt, að undanskildu einu ári sem féll úr 1985, þegar ég þurfti á spítala. Ragnhildur: Ég hef farið í 12 eftirleitir sem elda- buska, en á hesti hef ég ekki farið nema sem svarar einni eftirleit samanlagt! Hef samt fundið fé ekki síður en aðrir, einar 24 kindur samtals! Eitt sinn fór ég dagpart á hesti og fann sjö kindur og í annað sinn reið Jón hratt með öðrum leitarmönnum en ég dróst afturúr og fann í leiðinni tvær, sem hinir sáu ekki! Ég tel mig því hafa skilað mínu í eftirleitum! Jón: Það hefur verið mjög góður og stöðugur hópur í eftirleitinni. Við vorum yfirleitt fjórir og stundum einhverjir aukamenn. Lengst af vorum við Steini í Helludal og Ingi frá Hvítárbakka saman í eftirleitum og fjórði maður var í mörg ár Gísli í Kjarnholtum. Meðal annarra, sem voru með okkur sem 4. maður í fleiri eða færri leitir, voru Indriði í Arnarholti, Guðjón á Tjörn, Hárlaugur í Hlíðartúni, Sighvatur á Miðhúsum, Einar Páll á Norðurbrún að ógleymdri Eyju á Geysi, sem farið hefur með okkur í margar leitir og svo Loftur á Kjóastöðum, sem líka er búinn Fullur mun égflakka enn umfjallalöndin meðan blaktir í mér öndin. J.K. að fara mjög lengi. Og margir fleiri. Loftur tók við fyrirliðahlutverkinu af mér þegar ég var sjötugur, árið 1999. Það hafa ekki verið nema fjórir fyrirliðar í eftirleitum síðan ég fór að fara 1958, Steinar fyrst, síðan Ingvar, svo ég og nú Loftur! Annars hefur Ranka það uppskrifað hverjir hafa farið í þessar leitir. Ragnhildur: Jú, ég held ég hafi nöfn flestra, en mig vantar samt enn einhver nöfn held ég. Jón: Ég man líka eftir aukaeftirleit, sem farin var til að hreinsa afréttinn eftir stóra mæðiveikiniðurskurðinn 1951. Þá fór ég með þeim Ingvari eldri á Hvítárbakka, Guðmundi á Kervatnsstöðum og Jónasi á Kjóastöðum. Síðasta alvöruferðin mín var þessi 1999. Svo fór ég ekki fyrr en í haust (2004) og þá sem bílstjóri og Litli Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.