Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 12
Ranka sem eldabuska. Við fundum samt helminginn af þeim kindum sem fundust, 3 af 6! Aðrir í þessari leit voru Loftur fyrirliði, Kjartan í Tungu, Helgi í Hrosshaga og Helgi Jóhannesson í Garði í Hrunamannahrepp. Einnig Jón Magnús Jónsson hænsnabóndi, Reykjum í Mosfellssveit, en hann var í verknámi hjá okkur í Kotinu á sínum tíma. Þetta var góð ferð og þá varð til þessi vísa: Enn ég fór í afrétt þó annar hreppti völdin. Milli staða dótið dró, drakk og söng á kvöldin! L-B: Félagsmálin, þið hafið væntanlega eitthvað tekið þátt í þeim? Jón: Þau hef ég nú forðast eftir mætti! Ég var samt nokkur ár í stjórn Búnaðarfélagsins og forðagæslu- maður í nokkur ár. Síðan sá ég um að innheimta hlutdeild fjáreigenda í uppgræðsluverkefninu við Sandá. Þetta var samvinnuverkefni Landgræðslunn- ar, hreppsins og fjárbænda sem notuðu afréttinn, og fór hlutur þeirra eftir því hve margt fé þeir höfðu á fjalli. Síðar tók Landgræðslufélagið þetta verkefni upp á sína arma. Ég tel okkur Kotsmenn upphafsmenn að því að græða upp börð með heyi. Kveikjan að því var sá árangur sem við náðum við Árbúðir. Rúllum var áður raðað í garða, því landgræðslustsjóri sagði það ekki þýða að dreifa úr þeim, heyið fyki bara út í veður og vind. Við afsönnuðum það. Síðan fékk Landgræðlufélagið sér tæki til að dreifa úr rúllunum. Landgræðslan heiðraði mig fyrir landgræðslustörf nýlega með platta úr steini, og það varð til þess að mér datt þessi vísa í hug: Betur má ég bera á, breiða vel úr taðinu. Ekki kemur ýlustrá upp úr hellublaðinu. Nú, svo var ég einu sinni kosinn safnaðarfulltrúi, en sinnti því lítt. Hafði ekki brennandi áhuga og hefði gengið úr þjóðkirkjunni ef ég hefði nennt að vasast í því! Ragnhildur: Sem betur fer slapp Jón við að fara í hreppsnefndina, ég barðist alfarið á móti því! Arnór bróðir hans og Karl pabbi þeirra voru báðir í hrepps- nefnd og það var nóg! Jón: Ég var samt í fjallskilanefnd í þó nokkur ár. Svo þróaðist það þannig að Eiríkur gat gert þetta í tölvu og einhvernveginn erfði hann starfið! Það var „fært á milli rúma“ sagði Sveinn í Tungu. L-B: Ég veit að þið eigið ykkur fleiri áhugamál, segið mér aðeins af þeim. Ragnhildur: Mér dettur nú í hug í sambandi við landgræðsluumræðuna áðan, að ég hef ræktað skóg af fræi í brekkunni hér fyrir ofan bæinn. Tengdamamma átti eldri reit þar og ég sáði í kringum hann. Byrjaði 1982. Ég er svolítið montin af því að geta dregið fram tálgumuni úr heimarækt- uðum trjám! L-B: Hvenær byrjaðir þú að tálga í tré? Ragnhildur: Það eru 6 ár síðan ég slæddist inn á námskeið hjá Guðmundi bróður, að læra að halda á hníf. Námskeiðið hét „Lesið í skóginn, tálgað í tré“ og hann þurfti nemendur á fyrsta námskeiðið. En ég steinféll bara fyrir þessu og fann hjá mér hæfileika, sem ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði. Ég fiktaði við þetta áfram og nú geri ég helst ekki annað flesta daga. Gríp alla vega í það á hverjum degi. Þetta er svona ein af dellunum mínum. Einu sinni fékk ég dellu fyrir að lita úr jurtum, fannst ég verða ógurlega göldrótt við að sjá hvaða litir komu úr hverri jurt. L-B: Hafðir þú lært eitthvað um litun? Ragnhildur: Einhversstaðar á ég afgamla bæklinga um jurtalitun, en svo prófar maður sig áfram. Þessa peysu prjónaði ég úr heimalituðu garni - segir Ranka og dregur fram peysu með marglitum munsturbekkjum. Ragnhildur sýnir nú blaðamanni inn í lítið herbergi, þar sem allar hillur eru fullar af útskornum munum, aðallega dýrum. Tölthestar, folaldsmerar, kindur, hrútar, fuglar, mýs, kýr og naut, að ógleymdri land- Peysa úr jurtalituðu garni, hönnuð og prjónuð af Ragnhildi. Kýr á leið í haga, nautið fremst! Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.