Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 13
L-B: Þú ert vel hagmæltur Jón, liggur þetta í ættinni? Jón: Ja, Kristján móðurbróðir minn á Gýgjarhóli setti saman vísur, og Sigga okkar og Grímur hafa lfka ort. En ég var kominn þó nokkuð til aldurs þegar ég fór að hafa tök á þessu, hef samt haft áhuga fyrir vísum síðan ég var krakki. Páll á Hjálmsstöðum var nágranni minn í æsku og hann samdi mikið af tækifærisvísum. L-B: Hefurðu tekið það eitthvað saman sem þú hefur ort? Jón: Ranka hefur verið iðin við að halda því saman sem ég hef krotað niður. En það er ekki allt á merkilegum blöðum. Ég get svosum sýnt þér safnið. Sýnishom af tréskurði Ragnhildar. Tölthestur. námskonunni, sem helgar sér land með kú í eftirdragi. Allt mjög nosturslega gert og hlutföllin góð. Lítil listaverk hvert og eitt. - Satt að segja er þessi útskurðarsjóður Ragnhildar ekki alveg ókunnur blaðamanni, sem oft hefur gripið til þess að kaupa tálgugrip hjá henni þegar vantaði tæki- færisgjafir. - Jón: Þau eru öll listfeng þessi systkini. Ég var ein- hvemtíman í Bryðjuholti, var þama eitthvað að rolast í kringum þau systkinin, sem vom þar með tálgugripi sína. Helga var nýbúin að tálga út Evu í aldingarðinum og þá varð mér að orði: Flestum gerir lífið leitt lopann meir að teygja, af því hér er yfirleitt engu frá að segja. Ekki er nú blaðamaður alveg sammála því að engu sé frá að segja. En það er orðið áliðið og Ranka er farin fram að taka til kvöldmat. Og eftir að hafa notið þjóðlegs kvöldverðar hjá þeim heiðurshjónum þakkar blaðamaður fyrir sig og kveður þau Jón og Ragnhildi í Gýgjarhólskoti. Geirþrúður Sighvatsdóttir skráði. Kona sú er keik að sjá, kætir alla lýði. En fíkjublaðið framaná finnst mér engin prýði! Ranka með gripi sína og smíðaáhöld og að sjálfsögðu í einni af heimaprjónuðu jurtalituðu peysunum sínum. Jón skreppur fram og kemur til baka með bunka af blöðum. Þar í eru líka frásögur, ræður og fleira í handriti. En því miður verður sá sjóður að bíða næsta blaðs, þar sem plássið leyfir ekki meira í þetta sinn. L-B: Er eitthvað sem þið vilduð segja að lokum? Jón: Nei, ætli það sé ekki nóg komið. Litli Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.