Litli Bergþór - 01.03.2005, Qupperneq 18

Litli Bergþór - 01.03.2005, Qupperneq 18
verkefni stjórnar er að leggja línur um starf deildar- innar, og er þar greint frá því að hún eigi 200 kg af ýsu, sem enn er í sjó. Síðar er greint frá því að ágóði af fisksölu var 17 þúsund krónur. Þetta mun ekki hafa verið varanlegur kvóti, og eru tekjur af fisksölu ekki þáttur í fjáröflun sveitarinnar síðan. Aðalfundur Slysavarnadeildar og -sveitar var haldinn í byrjun apríl árið eftir stofnun. Þá höfðu innheimst árgjöld af 84 félögum, en tekjur voru alls rúmlega 125 þúsundir króna. Keyptur hafði verið nokkur búnaður, svo sem leitarljós, sjúkrabörur, snjóleitarstangir, teppi og sjúkrataska. Námskeið voru haldin í fyrstu hjálp og notkun áttavita. Formaður var endurkjörinn með meira en þrefalt fleiri akvæðum en í upphafi, en meðstjórnedur gáfu ekki kost á endurkjöri og í þeirra stað voru kjörin þau Gunnar Guðjónsson á Tjörn og Helga Karlsdóttir á Gýgjarhóli. Formaður lætur í ljós það álit sitt að næsta stórverkefni sé að kaupa vélsleða. I fundargerð aðalfundar Slysavarnasveitarinnar er sagt frá að 13 félagar höfðu farið á samæfingu í Ölfusi, tekið hafði verið þátt í leit með Þingvallavatni og smalað bæði Hagafell og Haukdalsheiði. Guðni Lýðsson var endurkjörinn formaður, en varaformaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Haraldur Kristjánsson í Einholti kjörinn í hans stað. A næsta aðalfundi Slysavarnadeildarinnar, 3. maí 1987, er greint frá tækjakaupum. Þá er búið að kaupa vélsleða, öryggishjálma og tvær talstöðvar og að auki fengið eina frá Slysavamafélagi íslands. Formaður er endurkjörinn, en meðstjómendur skorast undan endurkjöri og em þeir Svavar Sveinsson á Dramboddsstöum og Karl Jónsson í Gýgjarhólskoti kjörnir í þeirra stað. Hjá Slysavarnasveitinni hafði það helst borið til tíðinda á starfsárinu 1986 - 1987 að þeir leituðu að rjúpnaskyttu í október og vélsleðamanni í mars. Fjórar áttavita- og leitaræfingar voru haldnar og gerður var „óformlegur samanburður á vélsleðum, fjórhjóladrifnu fjórhjóli og fjórhjóladrifnum dráttar- vélum.“ Ekki kemur fram í fundargerð hvert þessara tækja reyndist best. Aðalfundur 1988 er haldinn snemma í apríl, og þar er frá því greint að keypt hafði verið efni í vélsleða- kerru, sem tjórir félagar smíðuð. Stjórnin var endurkjörin og einr.ig endurskoðendur, fulltrúi á aðalfund Slysavarnafélags Islands og fjáröflunar- nefnd eins og árin á undan. A þessum fundi er farið að ræða um húsbyggingu og kosin húsbygginga- nefnd, „sem er falið að athuga með væntanlega hús- byggingu“, eins og segir í fundargerð. Á aðalfundi Slysavarnasveitarinnar 1989 er upplýst að einn félagi hafði fengið kennsluréttindi í fjarskipt- um og annar í leit og rötun. Engin bylting varð í kosningum á þessum fundi og nú var kosið í æfinga- og námskeiðsnefnd. Næsta ár var það helst til tíðinda á aðalfundi Slysavarnadeildarnnar að húsbyggingarnefnd hafði gert kostnaðaráætlun um efni í 120 fermetra skemmu upp á 700 þúsund krónur og árgjöld voru tvöfölduð. Hjá Slysavarnasveitinni höfðu verið námskeið, æfingar og útköll. Allt er þetta með svipuðum hætti árið 1990, en á aðlfundi Slysavarna- sveitarinnar það ár gefur formaður ekki kost á endurkjöri, og er Guðjón Rúnar Guðjónsson í Miðholti kjörinn í hans stað. í ársbyrjun 1991 ber það við á stjómarfundi að formaður deildarinnar, sem gegnt hafði því starfi í nær 6 ár, skýrir frá því að hann segi af sér. Á aðalfundi, sem haldinn er 19. febrúar, er lagt fram bréf frá honum. Greinir hann þar frá ástæðum þess, og eru þær: 1. Ekki tekið mark á vilja formanns, svo sem í innheimtu árgjalda og fleiru. 2. Nefndir hafa ekki samráð við stjórn. 3. Formaður rekinn út af fundi vegna raunsærrar afstöðu varðandi áramótagleði. 4. Það virðist svo sem formenn séu orðnir of margir í félagsskapnum og því nauðsyn að ég víki. Jafnframt segir hann sig úr félaginu frá og með 15. janúar 1991. Þetta undirritar Sigurjón Kristinsson 13. janúar 1991. Annar meðstjómenda, Svavar Sveinsson, hafði gegnt störfum formanns síðasta mánuðinn, og gengu störf aðalfundar fyrir sig með eðlilegum hætti. Arnór Karlsson var kosinn formaður, en hann hafði komið inn í stjórnina sem varamaður við brotthvarf for- manns. Á jólaföstu 1991 er haldinn svonefndur haustfundur. Þar er skýrt frá starfi fjáröflunarnefndar, og sýnir að þá er farið að vinna árangursríkt starf, sem síðan hefur haldist. Bókað er að fjáröflunin hafi falist í „blómasölu, rifin hlaða í Kjarnholtum, söfnun dósa, gæsla fyrir varnarliðið við heræfingar og gæsla á Geysissvæðinu, þegar gos var.“ Alls höfðu safnast næstum 400 þúsund ki'ónur. Skýrt er frá því að þá Litli Bergþórl8

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.