Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 20
niður. Með þessum breytingum var ætlað að einfalda félagsstarfið. I byrjun mars 1999 er á félagsfundi farið að ræða um kaup á nýjum bíl og samþykkt að selja þann gamla. Síðar í mánuðinum er samþykkt á aðalfundi að fela stjóm félagsins að kaupa Toyota Landcmiser 90 björgunarbifreið, og er áætlað verð hennar 3 milljónir króna, og ári síðar kemur fram að endanlegt verð var um 5 % umfram þá áætlun. Snorri Geir Guðjónsson á Tjörn er kosinn formaður á þessum fundi. Árið eftir er tækjakostur Björgunarsveitarinna styrktur nteð því að kaupa tvo snjósleða en selja þann gamla. Kostnaður við það var rúmlega 1,1 milljón króna. Mestum hluta fjárins til þessa er aflað með sjálfboðavinnu og höfðu tekjur af „dósasölu“, þ. e. það sem fæst fyrir öldósir og flöskur úr söf- nunarkössum félagsins. í krafti tekna af slíku starfi var samþykkt á aðalfundi fyrir tæpu ári að heimila stjórninni að endunýja bíl sveitarinnar, „ef hún telur fjárhagslegan gmndvöll fyrir því“, og mælti fundurinn með 7 manna Patrol á 44 tomma dekkjum. Niðurstöðu þessa verður kynnt hér á eftir. Á þessum sama fundi er Helgi Guðmundsson í Hrosshaga kosinn formaður, og er hann sá 7., sem því starfi gegnir í þessi 20 ár auk þeirra fjögurra, sem voru formenn Björgunarsveitarinnar. Jafnan hafa formennimir verið valdir í skriflegri, leynilegri kosn- ingu. Tugir fólks hafa gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið svo sem ritari, gjaldkeri, meðstjórnend- ur, skoðunarmenn, tækjaverðir, fulltrúar í Svæðissjóm, fjáröflunarnefnd, húsbyggingamefnd, þjóðhátíðarnefnd og ýmsu öðru. Segja má að grunn- inn að starfi félagsins leggi þeir sem afla fjár til starf- seminnar með ýmiskonar sjálfboðavinnu. Hún hefur verið mjög umfangsmikil síðustu ár. Ber þar hæst, ef miðað er við afrakstur, söfnun og flokkun drykkjar- umbúða, sem skilaði rúmri milljón í félagssjóð á síðasta ári. En þetta er ekki það eina. Unnið hefur verið við að rífa aflögð hús, taka upp girðingar, sem ekki þjónuðu tilgangi, þökur hafa verið lagðar á moldarfleti, vísun í bílastæði bæði við kirkjur og réttir, bílar dregnir á fast, kindum komið til byggða og ýmislegt fleira. Flest af þessu greiða þiggjendur þjónustu nokkuð fyrir en félagar fá aldrei sjálfir neitt fyrir sína vinnu, en laun þeirra em að leggja þörfu málefni lið og sjá Björgunarsveitina eignast gott húsnæði og gagnleg björgunartæki. Einnig var öll vinna ólaunuð við byggingu Björgunarsveitarhússins og frágang þess, svo og við smíði ýmissa tækja og búnaðar, svo sem snjósleðakerrunnar og flokkunarbúnað drykkjarumbúða. En starf Björgunarsveitarinnar felst í fleira. Á hverju ári er farið með æskufólk til fjalla, því gefinn áttaviti og kennt að nota hann, námskeið eru haldin í rötun, fyrstu hjálp og ýmsu fleiru, komið er saman eitt kvöld í hverri viku nema á hásumri hér í húsinu til að vinna verk sem kalla að og ræða um félags- og björgunarstarfið. í byrjun hvers vetrar er haldin árshátíð þar sem félögum gefst færi á að sletta aðeins úr klaufunum, og var það síðast í samvinnu við björgunarsveitirnar í nágrenninu hér fyrir vestan, í Laugardal, Grímsnesi og Grafningi. Er það einn liður í vaxandi samstarfi þessara félaga. Allt á þetta að leiða til öflugs slysavama- og björgunarstarfs hér í sveit og hvar sem félagar í Björgunarsveit Biskupstungna fá tækifæri til að leggja þeim málum lið. Arnór Karlsson. Þakkir Björgunarsveit Biskupstungna hélt hátíð 12. mars í tilefni af 20 ára afmæli sínu. Þar var meðal annars formlega afhentur nýr bfll, Nissan Patrol á 44 tommu dekkjum. Félaginu bárust af því tilefni margar góðar gjafir, m. a. gjafabréf frá Landsbankanum til tækjakaupa að upphæð kr. 50.000, gjöf frá Hótel Geysi til kaupa á sjúkrabörum kr. 50.000, myndavél frá stjórn og starfsfólki Landsbjargar, gestabók frá Björgunarsveitinni Ingunni og leitarljós frá Björgunarsveitinni Sigurgeir, veggklukka frá Brynjari á Heiði og kaffiveitingar í tilefni dagsins frá Kvenfélagi Biskupstungna. Björgunarsveitar- menn þakka gefendum af heilum hug og öllum öðrum, sem áttu þátt í að gera þennan dag ánægjulegan með einum og öðrum hætti. F. h. Björgunarsveitarinnar, Helgi Guðmundsson, formaður. Formaður Björgunarsveitarinnar þakkar formanni Kvenfélagsins, Sigríði Egilsdóttur, fyrir veitingar á afmœlishátíð. Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.