Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 21
Hreppsnefndarfréttir Ur fundargerðum sveitarstjórnar og byggðaráðs Bláskógabyggðar 38. fundur byggðaráðs 23. nóvember 2004. Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sigurlaug Angantýsdóttir, Drífa Kristjánsdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson sem ritaði fundargerð. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2005. Farið yfir upplýsingar og tölur sem liggja fyrir vegna fjárhags- áætlunarinnar. 39. fundur byggðaráðs 30. nóvember 2004. Mættir voru fulltrúar í byggðaráði auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð. Samþykkt og gjaldskrá vegna losunar, vinnslu og hreinsunar á seyru. Ákveðið að árgjald vegna losunar seyru verði kr. 4.900 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrir- tæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró. Bréf frá Reyni Bergsveinssyni dags. 21. október 2004 varðandi minkasíur. Byggðaráð tekur jákvætt í erindi Reynis og hvetur ríkið til þátttöku í verkefninu. Forsenda þess að árangur náist er að samstaða sé um verkefnið á öllu svæðinu. Bréf frá Rut Guðmundsdóttur varðandi íþrótta- miðstöðina Reykholti. Umsjónarmanni fasteigna verður falið að fara yfir bréfið og gefa umsögn um þau atriði sem þar koma fram og hún síðan höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2005. Bréf frá Brunavörnum Árnessýslu dags. 27. október 2004 varðandi Leikskólann Álfaborg Reykholti. Byggðaráð felur umsjónamanni fasteigna að gera áætlun um endurbætur í samræmi við þær athugasemdir sem fram komu í bréfinu og verður sú áætlun höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2005. Bréf frá FI dags. 6. okt. 2004 þar sem óskað er eftir leyfi til stikunar leiðar frá Víðikerjum á Kvígindisfell. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við þessa framkvæmd en bendir FÍ að hafa samráð við Vegagerð ríkisins þegar að kemur að gerð bílaplans og merkinga. Bréf frá rannsóknastofu Umhverfísstofnunar þar sem fram kemur að rannsókn á neysluvatnssýni sem tekið var í Laugarási leiddi í ljós að vatnið stenst gæðakröfur skv. reglugerð nr. 536/01. Nefndarlaun Bláskógabyggðar. Nefndarlaun hafa verið óbreytt frá árinu 2002. Byggðaráð leggur til hækkun nefndarlauna um 5% fyrir árið 2004. Samþykkt að greiða almennum nefndarmönnum í byggingamefnd gmnn- og leikskóla sömu þóknun og fræðslunefndarmönnum. Formaður nefndarinnar er á launum hjá sveitarfélaginu. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 24. nóv. 2004 þar sem fram kemur að Sambandið mun styðja Bláskógbyggð í málrekstri vegna lögheimilisskráningar í frístundabyggð. Bréf frá Björgunarsveit Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk vegna bflakaupa. Erindið verður haft til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2005. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 25. nóvember 2004 varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, í landi Helludals I og II, Bláskógabyggð. Skipulagsstofnun gerir ákveðnar athugasemdir við breytinguna og verða landeigendur að bregðast við þeim athugsemdum svo hægt verði að auglýsa breytt skipulag. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 25. nóvember 2004 varðandi tillögu að aðalskipulagi Bláskógabyggðar, Þing- vallasveit 2004-2016. Afrit af bréfinu var sent til skipu- lagsráðgjafa sveitarfélagsins ásamt skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins og verður þeim falið að svara erindinu. Sameining sveitarfélaga. I framhaldi af sameiginlegum fundi sveitarstjóma uppsveita Árnessýslu sem haldinn var í Skálholti 11. nóvember 2004 vill byggðaráð árétta eftir- farandi: a. Forsenda sameiningar á svæðinu er að gerður verði samningur milli ríkis og sveitarfélaganna á svæðinu um samgöngubætur í sameinuðu sveitarfélagi. b. Að til komi uppgjör milli ríkisvaldsins og sveitarfélag- anna varðandi þau verkefni sem þegar em komin yfir til sveitarfélaganna Sveitarstjómimar voru sammála um að gera samgöngumál sveitarfélaganna að grundvallarforsendu viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna. Fundurinn krafðist þess að unnið sé að úrbótum á tengivegum sveitarfélaganna og að til þess komi aukið fé og um verði að ræða markvissari og varanlegri aðgerðir m.a. með lagningu bundins slitlags. Lagning Gjábakkavegar og brú yfir Hvítá er forsenda þess að hægt sé að mynda heilsteypt þjónustu og atvinnusvæði í uppsveitum Árnessýslu. Við sameiningu Þingvallahrepps, Laugardalshrepps og Biskupstungnahrepps var gengið út frá því að lagning Gjábakkavegar hæfist árið 2005 enda var það ein af gmnd- vallarforsendum þeirrar sameiningar. Það verður að ganga eftir. Sveitarstjómirnar telja að fram þurfi að fara fjárhagsleg uppgjör vegna þeirra verkefna sem þegar eru hjá sveitar- félögunum. Þá hafa loforð um framlög stjómvalda ekki staðist. Verkefni hafa verið flutt yfir til sveitarfélaganna formlega eða óformlega og hefur ekki fylgt nægjanlegt fjármagn. Dæmi um það má nefna húsaleigubætur, refa og minkaveiðar, aukin heimilisþjónusta við aldraða, liðveisla fatlaðra, hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 í 18 ára, auknar kröfur til reksturs grunn- og leikskóla, íþyngjandi áherslur og kröfur varðandi umhverfis- og skipulagsmál. Erindi Iagt fram til kynningar: Litli Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.