Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 23
Bréf frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands dags. 22. des. 2004 þar sem fram koma framlög sveitarfélaga á Suður- landi til sjóðsins árið 2005. Samkvæmt bréfinu þá er hlutur Bláskógabyggðar kr. 1.823.330. Bréf frá Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Islands dags. 20. des. 2004 þar sem óskað er eftir heimild til spurningalistakönnunar í skólum vegna rannsóknar á menntun nemenda með þroskahömlun. Erindinu er vísað til fræðslunefndar. Bókun sveitarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2005 á fundi sveitarstjórnar 7. des. 2004 var ekki í samræmi við framlögð gögn. Réttur texti í samræmi við framlögð gögn á að vera: „ Fjármagnsgjöld áætluð kr. 22.167.000. Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður jákvæð að upphæð kr. 14.247.000.“ Þetta leiðréttist hér með. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar: Fundargerð 121. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, sem haldinn var 20. des. 2004, en þar kemur m.a. fram að gjaldskrá Sorpstöðvarinnar hækkar 1. jan. 2005 um 3,5%. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. des. 2004, þar sem fjallað er um hækkun á framlagi í fjölskyldu- og styrktarsjóð. 38. fundur sveitarstjórnar 10. janúar 2005. Mættir voru aðalmenn í sveitarstjórn nema Sigurlaug Angantýsdóttir og Margrét Baldursdóttir, og voru Sigríður Jónsdóttir og Aðalheiður Helgadóttir í þeirra stað, og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Skipulagsmál. a) Úthlíð í Biskupstungum. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012. Svæðið sem breytingin nær til afmarkast af Kóngsvegi til norðurs, Andalæk til suðurs, landamörkum við Hrauntún til austurs og landamörkum við Miðhús til vesturs. Samkvæmt núgildandi skipulagi er svæðið ætlað til landbúnaðar, undir frístundabyggð og sem opið svæði til sérstakra nota. Vegna áforma um aukna ferðaþjónustu á svæðinu gerir tillagan ráð fyrir að breyta umræddu svæði í svæði með blandaða land- notkun, þ.e. frístundabyggð, opin svæði til sérstakra nota (golfvöll), verslun og þjónustu og íbúðarsvæði. íbúðarsvæðið er eingöngu á svæðinu norðan Laugarvatnsvegar og vestan vegar að sumarbústaðasvæði. Tillagan var auglýst samhliða endurskoðuðu heildar deiliskipulagi Uthlíðar. Tillagan var í auglýsingu frá 29. september til 27. október 2004. Athugasemdafrestur var til lO.nóvember. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjóm samþykkir breytinguna skv. 18. grein skipulags og byggingarlaga 73/1997 og vísar málinu til skipulagsfulltrúa til formlegrar lokaafgreiðslu. b) Reykjavellir í Biskupstungum. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012. Tillagan gerir ráð fyrir að 13 ha svæði beggja vegna aðkomuvegar að frístundabyggð í Víkurholti breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar. Tillagan var í auglýsingu frá 29. september til 27. október 2004. Athugasemdafrestur var til 10. nóvember. Engar athugasemdir bámst. Sveitarstjórn samþykkir breytinguna skv. 18. grein skipulags og byggingarlaga 73/1997 og vísar málinu til skipulagsfulltrúa til formlegrar lokaafgreiðslu. c) Brúarhvammur í Biskupstungum. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012. Lögð fram tillaga sem unnin er af Verkfr.stofu Suðurlands fyrir landeiganda skráðrar sumarbústaðalóðar að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps í landi Brúarhvamms. 1,66 ha svæði milli bæjarhúss og Tungufljóts breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Landið er að mestu áreyrar og uppgrónir móar. Deiliskipulagstillaga að þessu svæði hefur verið tekin fyrir í skipulagsnefnd uppsveita þann 16. september síðastliðinn og samþykkt að auglýsa hana ef sveitarstjóm heimilar aðalskipulagsbreytin- gu. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir einum frístunda- bústað. Sveitarstjóm samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 18. grein skipulags og byggingarlaga 73/1997 og vísar málinu til skipulagsfulltrúa. d) Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps í Iandi lögbýlisins Goðatúns úr landi Reykjavalla. Tillagan gerir ráð fyrir því að ca. 1,5 ha svæði vestast á Víkurholti breytist úr frístundasvæði í land- búnaðarsvæði. Ástæðan er sú að landeigandi hyggst reisa íbúðarhús lögbýlisins vestast á holtinu og er sveitarstjóm jákvæð gagnvart því ef öllum skipulagsþáttum er fullnægt. Samþykkt að heimila auglýsingu breytingartillögunnar skv. 18. grein skipulags-og byggingarlaga 73/1997. Fréttir af störfum byggingarnefndar skóla. Sveinn A. Sæland kynnti útboðsferil sem nú eru í gangi. Vegna leik- skóla og Grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni (alút- boð) verða tilboð opnuð þann 12. janúar 2005 og vegna Grunnskóla Bláskógabyggðar, Reykholti þann 8. febrúar 2005. Vegna bygginga á Laugarvatni verður sérstök mats- nefnd sem fer yfir teikningar sem berast. Þann 28. janúar 2005 verða síðan opnuð formlega tilboð vegna kostnaðar- þáttar í byggingu á Laugarvatni, eða þegar matsnefnd hefur yfirfarið teikningar þar. Samþykkt að byggingarnefnd skóla ásamt hönnuði verði í matsnefnd. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar skóla frá 4. janúar 2005. Sýndar myndir og sagt frá viðkomandi framkvæmdum. Úteyjar - og Austureyjarvegur. Vinna við bundið slitlag í samræmi við áætlun Vegagerðarinnar. Á vegaáætlun eru gert ráð fyrir endurgreiðslu kr. 5 millj. til Úteyjarvegar. Lagt til að kanna kostnað við áframhaldandi framkvæmdir og að funda síðan með þeim aðilum sem lögðu til fjármuni á sínum tíma, ásamt öðrum lóðarhöfum á svæðinu, með það í huga að halda áfram vegaframkvæmdum á svæðinu. Kjartani Lárussyni og Ragnari S. Ragnarssyni falið að fylgja málinu eftir. Kosning þriggja manna vinnuhóps til að móta framtíðarhugmyndir um aðalskipulag fyrir þéttbýlið á Laugarvatni. í samræmi við tillögu oddvita Litli Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.