Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 24
Bláskógabyggðar frá 7. desember 2004. Lagt til að Sigmar Ólafsson, Halldór Páll Halldórsson og Drífa Kristjánsdóttir verði í vinnuhópnum. Lagt er til að sveitarstjóri og skipu- lagsfræðingur vinni með hópnum. Sigmar Ólafsson verði formaður vinnuhópsins. Lagt til að hópurinn skili af sér fyrir 1. apríl 2005. Lokun KB banka. Upplýst um samtöl oddvita og sveitarstjóra Bláskógabyggðar við KB - banka og aðrar bankastofnanir um möguleika á áframhaldandi bankaþjónustu á Laugarvatni. Viðræður í framhaldi af bókun sveitarstjórnar frá 7. október og 16. nóvember 2004. Kærur á úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfísáhrif Gjábakkavegar (365) Laugarvatn - Þing- vallasveit, Bláskógabyggð í kjölfar úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 11. nóvember 2004, þar sem fallist er á lagningu Gjábakkavegar samkvæmt tillögum Vegagerðarinnar. Óskað er álits sveitarstjórnar á þeim athugasemdum sem þar koma fram sem eru frá þrem aðilum, þ.e. Pétri Jónassyni, Danmörku, Náttúruverndarsamtökum íslands og Landvernd. Sveini A. Sæland og Drífu Kristjánsdóttur í samvinnu við sérfræðinga verði falið að gefa umsögn um þær kærur sem hafa borist. Fyrirspurn T-listans um sölu á Lindinni og frágangi á samningi vegna sölunnar. Sveitarstjóri upplýsti um þá erfiðleika sem komið hafa upp vegna sölunnar og sagði frá þeim fyrirvörum sem voru í kauptilboði sem ekki hafa gengið eftir. Lagt fram bréf til menntamálaráðuneytisins frá desember 2004. 39. fundur sveitarstjórnar 1. febrúar 2005. Mættir voru allir sveitarstjórnarmenn og Ragnar Sær Ragnarsson sem ritaði fundargerð. Þriggja ára fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006 - 2008, síðari umræða. Aætlunin var kynnt og staðfest. Atvinnuuppbygging í Bláskógabyggð. Sveitarstjóm samþykkir að koma til móts uppbyggingu atvinnurekstrar á árinu 2005. Samþykkt að gatnagerðargjöld verði lækkuð (tímabundin afsláttur) til þeirra sem byggja nýtt húsnæði á iðnaðar - eða hesthúsasvæðum sveitarfélagsins. Átakið verði kynnt útávið sem vænlegur kostur til atvinnuuppbyg- gingar. Ljóst er að fjölmargir hafa flutt/eða búa í sveitar- félaginu vegna samspils byggðar við ósnortna náttúru. Til að koma til móts við þá aðila og aðra sem sýna uppbygg- ingu í sveitarfélaginu áhuga er samþykkt að lækka nú- verandi gjaldskrá um 50% til þeirra sem hefja framkvæmdir á árinu 2005 og ljúka þeim eigi síðar en 1. desember 2006. Gjábakkavegur. Lagt fram svar sveitarstjórnar vegna kæm þriggja aðila á úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar (365) Laugarvatn - Þing- vallasveit, Bláskógabyggð. Kynnt. Lánasjóður sveitarfélaga. í samræmi við fjárhagsáætlun 2005 hefur verið leitað eftir tilboðum í lán fyrir sveitar- félagið á árinu 2005. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 40.000.000 með allt að 4.15% föstum vöxtum og verðtryggt til 15 ára. Lánið mun hafa tryggingu í tekjum sveitarfélagsins vegna lán- tökunnar sbr. 3. mgr. 73. gr. sveitarstjómarlaga nr. 45/1998. Lántakan er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarstjórnar 2005 og er vegna nýbyggingar skóla. Samþykkt. Útboð vegna skólabygginga á Laugarvatni. Bjóðendur og verðtilboð kynnt. Samþykkt að byggingarnefnd gangi til samninga við lægstbjóðendur á grundvelli útboðsgagna. Lindin Laugarvatni. Rætt um sölu eignarinnar og stöðu þess máls. Bókun T -lista: Þann 1. júní samþykkti sveitarstjóm kaup- tilboð Ríkarðs Oddssonar í Lindina á Laugarvatni. Baldur Öxdal átti forkaupsrétt að eigninni og ákvað að nýta sér hann. Ekki hefur verið gengið frá kaupsamningi við Baldur þrátt fyrir samþykki sveitarstjórnar frá 1. júní 2004. T- listinn skorar á meirihlutann að standa við eigin samþykktir svo komist verði hjá hugsanlegum skaðabótakröfum forkaupsréttarhafa. Bókun Þ-listans: Vegna fyrirvara í kauptilboði er málið til meðferðar hjá Ólafi Björnssyni, lögmanni sveitarfélagsins. Beðið er eftir áliti hans. Kaup á húsnæði KB-banka, Laugarvatni. Sveitarfélagið hefur komist að samkomulagi við eigendur húsnæðis KB- banka á Laugarvatni um kaup á húsnæði bankans. Ljóst er að vemleg þörf er á auknu húsrými fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa á Laugarvatni en þar hafa skapast þrjú ný störf, öll á síðustu ámm. Þá er nauðsynlegt að tryggja áfram gott aðgengi að heilsugæsluþjónustu á Laugarvatni og em kaupin m.a. gerð með þetta í huga. Kaupverð er kr. 4.000.000, og er það fjármagnað með hagstæðu láni frá KB- banka til 12 ára. Lántakan bókast sem breyting á fjárhagsáætlun ársins 2005. 41. fundur byggðaráðs 1. mars 2005. Mættir voru fulltrúar í byggðaráði og ritaði formaður þess fundargerð. Vegagerð í hesthúsahverfi í Reykholti. í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 1. febrúar 2005, um atvinnuuppbyggingu, hefur reynst nauðsynlegt að fara í vegagerð í hesthúsahverfinu í Reykholti. Vegagerðin kostaði kr. 400.000 og færist sem breyting á fjárhagsáætlun ársins 2005. Viðbótarkennsla fyrir nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Bláskógabyggðar. Að ósk skólastjóra Grunnskólans samþykkir byggðaráð 36 tíma viðbótarkennslu fyrir 10. bekk á yfirstandandi skólaári. Þessi viðbót er til að koma til móts við þann kennslutíma sem glataðist í verkfalli kennara fyrr á skólaárinu. Formaður byggðaráðs kynnti stöðu mála með Lyngdalsheiðarveg (Gjábakkaveg) en þar kom m.a. fram að ekki er að vænta úrskurðar frá umhverfisráðherra fyrr en að 6 viknum liðnum. Byggðaráð leggur mikla áherslu á að ráðherra hraði sinni vinnu sem mest þannig að úrskurður falli sem fyrst enda er mikill einhugur um þessa vegagerð í sveitarfélaginu. Við gerð fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar fyrir árið 2005 Litli Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.