Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.03.2005, Blaðsíða 25
var gert ráð fyrir kr. 130.000.000 í byggingu leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu. Nú hefur komið í ljós að kostnaðurinn verður kr. 140.000.000 og munar þar kr. 10.000.000 og færist það sem breyting á fjárhagsáætlun. Afrit af bréfí dags. 31. jan. 2005 til skipulagsfulltrúa uppsveita varðandi deiliskipulag Holtakots í Bláskógabyggð. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við það að umrædd landspilda verði samþykkt sem lögbýli. Bréf dags. 4. feb. 2005 frá Pétri Hjaltasyni og Bjarna Harðarsyni varðandi endurbyggingu brúsapalls í Laugarási. Byggðaráð tekur vel í erindið og vísar því til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins að staðsetja pallinn í samráði við bréfritara. Bréf dags. 2. feb. 2005 þar sem óskað er eftir styrk vegna Gullkistunnar. Byggðaráð fagnar þessu framtaki og mun sveitarfélagið aðstoða við framkvæmdina eins og hægt er en ekki verður um beinan fjárstuðning að ræða. Bréf dags 31. jan. 2005 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að framlög til Bláskógabyggðar vegna nýbúafræðslu 2005 verða kr. 279.000. Bréf dags. 16. feb. 2005 frá Ólafi Einarssyni varðandi vegagerð á Torfastöðum. Byggðaráð felur sveitarstjóra að þrýsta á að vegagerðinni verði lokið á komandi sumri. Bréf dags. 14. feb. 2005 frá Sigurveigu Björnsdóttur. í bréfinu kemur m.a. fram að Sigurveig hafi ákveðið að láta af starfi leikskólastjóra við leikskólann Lind á Laugarvatni. Byggðaráð þakkar Sigurveigu vel unnin störf og leggur til að staða leikskólastjóra verði auglýst sem fyrst. Bréf dags. 28. feb. 2005 frá Þór Þórssyni formanni Efstadalsfélagsins þar sem óskað er eftir því að Bláskógabyggð taki þátt á snjómokstri sem félagið hefur lagt í vegna ófærðar í vetur. Byggðaráð bendir á reglur sveitarfélagsins um snjómokstur en þar kemur m.a. fram að sveitarfélagið ásamt Vegagerðinni sér um snjómokstur á öllum meginleiðum en eigendur lögbýla og sumarhúsa verða að sjá um mokstur til sín sjálfir. Að tillögu oddvita Bláskógabyggðar samþykkir byggðaráð að Tómas Tryggvason verði ráðinn til að hafa eftirlit með nýbyggingum á vegum sveitarfélagsins. Bréf dags. 21. feb. 2005 frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem fram kemur að samþykkt fyrir hirðu og með- höndlun seyru í Bláskógabyggð hefur verið samþykkt. Bréf dags. 28. feb. 2005 frá Sigmari Ólafssyni og Ólafi Guðmundssyni þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á hljómflutningstækjum fyrir húsnæði Grunnskólans á Laugarvatni en tækin kosta kr. 170.000. Nemendur skólans hafa safnað kr. 100.000 og samþykkir byggðaráð styrk að upphæð kr. 70.000. Borist hefur erindi frá Lögmönnum Suðurlandi þar sem óskað er umsagnar sveitarstjómar vegna skiptingar jarðar- innar Kjaranstaða landnúmer 167126 í þrjá hluta þ.e. 27,1 ha, 19,1 ha og 194,3 ha. Byggðaráð leggur til við sveitar- stjóm að ekki verði gerð athugasemd við þessi landskipti. Lagður fram listi yfir útistandandi kröfur sveitarfélagsins. Um er að ræða kröfur sem ekki hefur tekist að innheimta að upphæð kr. 2.176.133. Byggðaráð leggur til að þessar kröfur verði afskrifaðar. 40. fundur sveitarstjórnar 9. mars 2005. Mættir vom allir sveitarstjórnarmenn og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Fundargerð byggðaráðs frá 1. mars 2005. Kjartan gerir eftirfarandi bókun við 16. lið byggðaráðs þar sem fjallað er um uppsögn Sigurveigar Bjömsdóttur leikskólastýru, Laugarvatni. Kjartan vitnar í bréf dags. 24. janúar 2005 frá sveitarstjóra um húsaleigukjör en þar kemur m.a. fram: „Hér með er þessi ákvörðun sveitarstjómar Bláskógabyggðar tilkynnt formlega með 6 mánaða fyrirvara um leið og eldri samning um leigukjör og ráðninga- samningi vegna þessa, er sagt upp“. Bókun Þ - lista: Eins og fram kemur í umræddu bréfi er einungis verið að segja upp húsaleiguþætti ráðninga- samnings eins og hjá öðm starfsfólki í leiguhúsnæði hjá sveitarfélaginu. Þessu hefur verið komið skýrt til skila til viðkomandi starfsfólks. Fundargerðin að öðru leyti kynnt og staðfest. Aðalskipulag afgreiðsla. a) Rimi úr landi Torfastaða í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012. Tillagan gerir ráð fyrir að um 5 ha sem tilheyra lögbýlinu Rima breytast úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði. Aðkoma verður frá Reykjavöllum. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi lögbýlisins. Tillagan var í kynningu frá 24. desember 2004 til 21. janúar 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 4. febrúar Athugasemd barst frá Hannesi S. Sigurðssyni og Sigurði Guðmundssyni dags. 24.1.2005. Þeir mótmæla því að aðkoma verði frá Reykjavöllum eins og tillagan geri ráð fyrir, þar sem að ekkert samkomulag liggi fyrir um þá aðkomu. Sveitarstjórn vísar málinu frá þar til að samkomulag liggur fyrir um aðkomu á milli eigenda Rima, Reykjavalla og Vegagerðar um aðkomu að Rima. b) Helludalur í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012. Tillagan gerir ráð fyrir að um 60 ha lands í fjallshlíð ofan bæjarins og um 40 ha á flatlendi vestan heimreiðar breytist úr svæði fyrir landbúnað í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var í kynningu frá 24. desember 2004 til 21. janúar 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 4. febrúar. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjóm samþykkir aðalskipulagsbreytinguna í sam- ræmi við 18. grein Skipulags-og byggingalaga og vísar málinu til skipulagsfulltrúa til afgreiðslu. c) Galtalækur í Biskupstungum, Bláskógabyggð. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012. Tillagan gerir ráð fyrir að um 2 ha austan Litli Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.