Litli Bergþór - 01.03.2005, Side 26

Litli Bergþór - 01.03.2005, Side 26
núverandi Bræðratunguvegar breytast úr svæði fyrir land- búnað í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi tveggja frístundalóða. Tillagan var í kynningu frá 24. desember 2004 til 21. janúar 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 4. febrúar 2005. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við 18. grein Skipulags-og byggingalaga og vísar málinu til skipu- lagsfulltrúa til afgreiðslu. Gerð grein fyrir kynnisferð til Norðurlanda. Sveinn A. Sæland oddviti og Asborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi sögðu frá því helsta sem fulltrúar sveitarfélagsins kynntu sér í ferðinni. Markmið ferðarinnar var að skoða sveitarfélög þar sem skipulag frístundabyggða og ferðaþjónusta vegur þungt í atvinnulífinu. Ferðin tók sex daga og var flogið til Noregs, ekið yfir til Svíðþjóðar og síðar Danmerkur og farið um „uppsveitir“ viðkomandi landa. Verið er að vinna greinargerð um ferðina og verður hún lögð fram á fundi byggðaráðs og úrdráttur úr henni kynntur í Bláskógafréttum. Erindi frá Sölva Arnarsyni. Umsókn um framkvæmda- leyfi fyrir efnistöku í landi Lækjarhvamms. Einnig að sami efnistökustaður í landi Lækjarhvamms verði færður inná aðalskipulag sveitarfélagsins. Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að auglýsa aðalskipulagsbreytingu vegna námu í landi Lækjarhvamms og að efnistaka geti hafist um leið og aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra í samræmi við skipulagslög. Skipulagsfulltrúa verði í samvinnu við um- sækjendur og formann byggðaráðs falið að semja reglur um efnistökuna þannig að hún verði í sem mestri sátt við umhverfið. (Snæbjöm vék af fundi við umræðu um þennan dagskrárlið) Frá vígslu Gíslaskála í Svartárbotnum Margrét í Brekkuskógi, Camilla í Asakoti, Guðrún Björk Ketilsdóttir og Guðrún Einarsdóttir frá Kjarnholtum. Oddviti Bláskógabyggðar flytur rœðu áður en nafii hússins er afhjúpað. SELÁS-BYGGINGAR ehf. Tilboðsgerð, viðhald, hurðir, gluggar, timbur-, íbúðar-, sumar og stálgrindarhús Hákon Páll Gunnlaugsson löggiltur húsasmíðameistari + byggingastj. Sími 486-8862/894-4142 netfang: hakon@eyjar.is fax: 486-8620 Litli Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.