Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 3
----------------------- Ritstj ómargrein Ein af fmmforsendum þess að fólk vilji og geti sest að og búið á einhverjum stað er að þar sé vinnu að fá, hvort sem það er við eigin rekstur eða starfsemi annarra. Upp á síðkastið hefur verið næga vinnu að fá hér í sveit, og er það sérstaklega í byggðahverfunum. Opinberar stofn- anir, svo sem heilsugæslustöðin, hreppsskrifstofan og grunnskólinn, þurfa allmarga stafsmenn, í yleingaverksmiðjunnni er töluvert mörg störf, bygginga- og jarðvinnuverktakar hafa verkefni fyrir allstóran hóp manna, nokkrar garðyrkjustöðvar eru með það umfangsmikinn rekstur að þær þurfa töluvert af aðkeyptu vinnuafli og hjá fyrirtækjum í verslun og ferðamannaþjónustu starfa margir, svo það helsta sé nefnt. Þannig geta allar vinnufúsar og vinnufærar hendur fengið eitthvað að gera. Sumir þurfa að sækja þessa vinnu um alllangan veg frá heimili sínu en þó ekki marga tugi kílómetra. Slíkt virðist fólk nú ekki setja mikið fyrir sig, enda flestir vegir góðir og gert ráð fyrir að þeir séu færir nema í verstu vetrarbyljum. Flest þessi störf, sem eru til reiðu innan sveitar, krefjast ekki mikillar menntunar, en því fylgir að þau munu ekki hátt launuð. Því má ætla að meðallaun séu hér fremur lág og að margir, sem verða sér úti um góða menntun og sérhæfingu á einhverjum sviðum, velji sér búsetu annars staðar. Ur þessu er ekki auðvelt að bæta en þó rétt að gera sér gein fyrir þessu og bregðast við á jákvæðan hátt, ef einhver lýsti áhuga á að koma hér á fót starfsemi, sem byggðist á hálaunastörfum. Frá fyrstu tíð hefur lífsafkoma fólks hér byggst að lang mestu leyti á því sem landið gefur og þá fyrst og fremst sauðfjár- og nautgripa rækt. Sem stendur er sauðfjárbúskapurinn ekki mikill vegna útrýmingar riðuveikinnar. Væntanlega vex hann aftur að þeim aðgerðum loknum, en ekki er líklegt að hann nái aftur þeirri stöðu, sem hann hafði fyrrum. Mjólkur- og nauta- kjötsframleiðsla gæti hins vegar styrkst, einkum ef veðurfar verður svo hlýtt að unnt verði að rækta hér bygg til fóðurs. Kúabúin verða þó tæplega mörg á næstu áratugum en gætu stækkað verulega. Góður grunnur er stór tún og mikið ræktunarland. Garðyrkjan varð veigamikill atvinnuvegur hér á síðari hluta síðustu aldar og heldur enn sínum hlut. Eins og í öðrum greinum verða stöðvarnar færri og stærri. Aukin tæknivæðing kallar á stærri einingar. Mikið af heitu vatni og landrými býður upp á möguleika til aukningar, ef markaður er fyrir hendi. Nú er mikið horft til möguleikanna, sem eru í þjónustu við ferðamenn. Væntanlega má líta svo á að ekki þurfi hér sérstakar aðgerðir til að fjölga ferðamönnum, en markmiðið sé að fá þá til að staldra lengur við og sækjast eftir meiri þjónustu, hvort sem það er að iðka einhverja íþrótt, eins og golf, sem margir sækja í nú, njóta samvista við dýr, njóta náttúrunnar við veiðar í ám og vötnum eða á annan hátt. Hér eru miklir möguleikar á framleiðslu kjöts, mjólkur, matjurta, blóma og trjáplantna og unnt að fá gesti til að una sér við ýmiskonar afþreyingu. Mikils er um vert að umhverfi þessarar starfsemi sé aðlaðandi og sýni að hér sé hrein og óspillt náttúra. Hús í niðurníðslu, ónýtar girðingar, ófrágengnar malamámur og rusl á víðavangi spillir þeirri mynd. Astæða er til að minna á þetta hvað eftir annað í þeirri von að það veki einhverja til að líta á sitt umráðasvæði og athuga hvernig það mun líta út í gestaaugunum. A. K. V_______________________________________________________________________________________________J 3 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.