Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 7
Hvítá og ekki þurfti að smala nema Framafréttinn. Kristján, frændi minn á Gýgjarhóli, sagði mér litla sögu sem er nú bráðum 100 ára gömul, því hann var að fara á fjall í eitthvað fyrsta eða annað skipti. Þeir hittust nokkrir strákar á Kjóastöðum, komu þar inn í baðstofu og hinkruðu eftir góðgerðum. Þar var gömul kerling sem fór eitthvað að reyna að tala við þá, en hún var orðin tannlítil og hálf blest í máli. Strákamir upptendraðir af tilhlökkun að fara á fjallið og vom að æsa hver annan upp með augnagotum og hnippingum en þó að reyna að hafa hemil á sér að hlægja ekki upphátt að kerlingunni, því það þótti dónaskapur á ókunnugum bæ. En svo brast stíflan alveg þegar kerlingin sagði: „Hvumin er það piltar, er kvenfólk alveg hætt að ríða, ég reið ellefu þinnum“! Fyrir nokkrum árum þegar við vorum að leggja af stað í eftirleitina vom tveir leitarmennimir í spánýjum úlpum. Þeir voru stoltir af úlpunum sínum eins og krakkar sem hafa eignast nýja flfk. Vom að renna þeim frá sér og sýna okkur þær bæði að utan og innan. Þá komu í ljós hvítir leppar innan á boðungunum, svona merkimiðar, og þótti auðséð að þar ætti að merkja þær, svo hægt væri að bera kennsl á líkin, ef þeir yrðu úti á fjöllunum. Það getur verið heilmikið mál eins og dæmin sanna að bera kennsl á líkin. Miðamir voru mátulega stórir og réttir í lögun til að skrifa á þá vísur og var því talið sjálfsagt að haga því þannig. Við hittum trúss- bílinn við Grjótá. Þar var ágætur skrifari með í ferð, og var því skrifað á annan miðann: Vegur lífs er víða háll, vill hann slá og myrða. Aldauður er Einar Páll, úlpuna mætti hirða. Gíslaskáli og hesthús í Svartárbotnum. A hina úlpuna var skrifað: Drykkjumönnum fækka fer, fer það eftir vonum. Loftur flatur liggur hér, líkið er af honum. Einu sinni sem oftar vom þau með trússbílinn og matinn Gísli og Eyja. Þau voru með hesta í kerr- unni og fóm í leit inn í Þrætusporð og inn með Blánýpu úr Svartárbotnum. Við hinir leitarmenn- irnir leituðum fyrir utan Fúlukvísl. Við vorum nokkuð snemma komnir í náttstað því veður og færð var með besta móti. Við fómm bara að drekka og syngja inn í húsi en Eyja og Gísli voru lengi og eitt- hvað varð mér hugsað til þeirra þegar leið á kvöldið. Það var á þessa leið: Held ég fátt, en hugsa þó hvað þau séu að rísla. Osköp væri Eyja mjó undir honum Gísla. Innra-Sandfell, Leiðarjökull og Fagrahlíð til hægri. Langjökull í baksýn. Svo komu þau seint og síðar meir, höfðu fundið fjögur lömb, tvö og tvö saman og voru aldrei sam- rekstra, svo saurugar hugsanir voru alveg óþarfar. Það getur brugðið til beggja vona með veður inn á fjöllum þegar komið er haust. Haustið langt á heiðinni herjar vindur napur. Nú er frost og fárviðri og fyrirliðinn dapur. Þannig var kveðið einn morgun í Svartárbotnum. Þegar svo ber við er ekkert annað að gera en bíða þangað til veðrið batnar og gera eitthvað sér til dægrastyttingar. Ingvar Ingvarsson á Hvítárbakka fór í eftirleitir marga áratugi og var fyrir liði í mörg ár. Hann var ötull og áhugasamur leitarmaður. Honum var alltaf hálf lítið um þegar við vorum að syngja. Sofðu lengi sofðu rótt, seint er best að vakna. „Ég hef meiri trú á að hafa mig snemma upp á morgnanna“ , sagði Ingi. En þó að söngurinn væri hans yndi og aðalsmerki, þá var hann líka ágætur sögumaður. Hann sagði helst frá kímilegum smáatvikum, sem hent höfðu í fyrri ferðum. Eins og til dæmis þegar þeir voru að fara í eftirleit og ætluðu að gista í gamla kofanum í Fremstaverinu. Þeir lentu í myrkri inn yfir Verið, fóru eitthvað skakkt og trússahestur lá í bleytuskurði og sprengdi af sér klyfjarnar. „Það er léleg ferð ef aldrei dreifist“ sagði Ingi, og þeir bjuggu upp á hestinn aftur og gerðu að því sem 7 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.