Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 12
Kvenfélag sfréttir Árið 2004 varð Kvenfélagið 75 ára og nóg að gera eins og vant er. Á aðalfundi var Sigrún á Engi með kynningu á ullarþæfingu. Alveg ótrúlegt hvað hægt er að búa til mikla skrautmuni með þessari aðferð. I mars var haldið fróðlegt og skemmtilegt grænmetisnámskeið. Leiðbeinendur voru Herdís og Kalla á Akri. Þær sem sátu það voru vaktar til umhugsunar um hvað grænmeti og krydd er nauðsynlegt fyrir líkamann. Á skólaslitum Tónlistaskólans var tveimum nemendum hans færð hvatningargjöf. Vorfundur var haldinn í Slakka, og eftir fundinn reyndu konur fyrir sé í míní-golfi. í tilefni afmælisins færðum við Grunnskóla Blá- skógabyggðar, Reykholtsdeild, 150 þús. kr., sem renna á til kennslu í heimilisfræði, handmennt og eðlisfræði. Hlaðborð í Gíslaskála. 19. júní fóru nokkrar konur í fallegu veðri í göngu- ferð í Haukadalsskóg. Svo vorum við eins og prins- essur í bleikum hádegisverði á Hótel Geysi á eftir. Tjaldsala á sl. sumri var vel sótt eins og vant er. Kvenfélagið gaf og sá um kaffiveitingar við vígslu Gíslaskála. Tjaldsala á réttardaginn er orðin fastur puntkur, sem þykir ómissandi. Ferð eldriborgara var farin 17. september á Sögusafnið í Perlunni, hand- verksýningu í Laugardalshöll, snædd súpa í Hafnafirði, keyrt um Krísuvík, Strandarkirkja í Sel- vogi heimsótt og endað á kvöldverði í Þrastalundi. Komu allir ánægðir heim eftir annasaman dag. Haustfundur var haldinn á Brautarhóli í boði Oddnýjar. Eftir fund var kynning á snyrtivörum. í nóvember fóru konur í afmælisferð, byrjuðum á Gljúfrasteini, síðan var snætt jólahlaðborð á Hótel Sögu, þá var farið í Þjóðminjasafnið og Smára- lindin og Garðheimar heimsótt. Góður dagur á enda. Jólastund í desember. Þema kvöldsins var dönsk jólamenning. Alice P. sagði okkur af sínum jóla siðum og gaf okkur að smakka ýmsar danskar kræsingar. Jólakort SSK voru seld á fundi og í Bjamabúð. Vil ég hér þakka öllum sem veittu félaginu stuðning á árinu. Við Gljúfrastein í afmœlisferð. Nýjar fréttir: Á aðalfundi 2005 var skipað þannig í stjóm félagsins: Sigríður Egilsdóttir Sigrún Reynisdóttir Margrét S.Baldursdóttir Sigríður J. Sigurfinnsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Alice Petersen Lára Ágústsdóttir formaður gjaldkeri ritari meðstjórnandi meðstjómandi varastjórn varastjóm Kveðja, formaður. Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.