Litli Bergþór - 01.06.2005, Page 15

Litli Bergþór - 01.06.2005, Page 15
Páll Sigurðsson Minningar frá Haukadal Veturinn 1929 - 1930 var meðal nemenda í íþróttaskólanum í Haukdal Páll Sigurðsson úr Fljótum í Skagafirði. Hann var fæddur í Ytra-Garðshorni í Svarvaðardal 3. júní 1904 en ólst upp í Hákoti og Lundi í Fljótum en dó á Sauðárkróki 25. desember 1992. Hann varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum vorið 1927 eftir tveggja ára nám og fer að Haukadal haustið 1929. Hann var íþróttakennari við Bændaskólann á Hólum 1934 - 1936 en fór eftir það í íþróttaskólann á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan vorið 1937. Eftir það fór hann aftur að kenna leikfimi á Hólum og gerði það allt til 1963, er hann flutti til Akureyrar. Frá 1945 bjó hann á Hofi í Hjaltadal. I tilefni af 100 ára fæðingarafmæli hans var gefin út bók með minningum, þáttum og þjóðlegum fróðleik eftir hann, og nefnist hún Ur fórum Fljótamanns. Sonur Páls, Hjalti Pálsson, fræðimaður á Sauðarkróki, hefur heimilað að frásögn hans af skólavistinni í Haukadal sé birt í Litla-Bergþór. Páll lagði af stað frá Lundi í Stíflu 14. október 1929 og fór með skipi frá Haganesvík til Reykjavíkur. Hann greinir nokkuð frá þeirri ferð og dvölinni í Reykjavík, en hér verður byrjað á næsta kafla. A. K. Ferðin austur til Haukadals Klukkan 9:30 að morgni hins 24. október mættum við á afgreiðsluna að Hverfisgötu 50. Strjálingur var þar af fólki og þóttist ég vita að sumt af því, eða jafnvel allt, ætlaði austur fyrir fjall. Áætlunarbíllinn var ekki kominn. Ég notaði tímann til að virða fyrir mér væntanlega ferðafélaga. Fáir vöktu athygli, en þó. Þama vom tveir bændur að versla við Guðjón kaupmann. Mér virtist hann hressilegur karl og létt- ur í tali. Meðal annars keyptu þeir baðlyf - Coopersduft; töldu það langtum betra og sterkara en sápubaðlyf kaupfélaganna. Mun það ekki fjarri sanni, en duftið var til muna varasamara í notkun. Af orðum þeirra dró ég þó ályktun að þeir væm ekki beint samvinnuþenkjandi. Þessir bændur vom austan úr Grafningi. Um nöfn þeirra og bújarðir veit ég ekki en þeir virtust mjög svo ólíkir. Annar var hávær og bar með sér tilburði þeirra manna sem eiga nokkuð undir sér og draga þar enga dul á. Hvort hann var stórbóndi veit ég ekki. Sumir dylja fátækt sína með yfirborðshjali og mannalátum en allur búnaður hans benti þó til sæmilegrar afkomu. Hinn bóndinn var ósköp hægur, búnaður hans fremur fátæklegur en hreinlegur og minnti á þann sem gerir sér ljósa takmörkun sína. Þá nefni ég tvo unga menn er ég veitti athygli; báðir allmyndarlegir. Annar var eins og fólk er flest en hinn sló um sig og sveiflaði montpriki með fáránlegum tilburðum. Mér fannst hann upp- skafningur. Seinna sá ég hann og heyrði um hann talað og drjúglyndi hans sem átti sér lítil takmörk. Þessir piltar voru úr Biskupstungum. Fleiri nefni ég ekki úr hópnum, enda lítt til fyrirmyndar að dæma fólk sem maður þekkir ekki. Á mínútunni kl. 10 kom bíllinn. Út úr honum snaraðist bílstjórinn, fremur lágur vexti, allþrekinn og snaggaralegur. Mér leist vel á manninn, þótti hann traustvekjandi og kveið engu um ferðalagið. Þessi karl var Björn Blöndal (1881-1950), krati í pólitík, þefari og refsivöndur þeirra sem í laumi stunduðu hinn bannfærða heimilisiðnað - bruggið. Farangur farþega, svo og annar flutningur, var settur inn í bílinn. Bjöm sótti ferðakistur okkar niður á afgreiðslu. Um klukkan 10:30 var allt tilbúið utan einn væntanlegan farþega vantaði. Sagði Björn það vera málara úr Reykjavík sem væri að mála nýjan barnaskóla að Reykholti í Biskupstungum. Hann hafði stolist suður til að ná sér í áfengi og sígarettur en án þess munaðar leið honum víst ekki vel. Verkinu þurfti að hraða og ljúka áður en kennsla hæfist. Hafði Bjöm lofað að flytja hann austur aftur og hljóp nú af stað til leitar. Að stundu liðinni kom hann til baka og rak á undan sér hinn týnda sauð. Þetta var ungur maður, grannvaxinn og rindilslegur, heldur óstöðugur í gangi og bar augljós merki hins ljúfa lífs. Vasar hans voru úttroðnir af sælgæti og sígarettum og flöskustútur gægðist upp úr rass- vasanum. 15 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.