Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 16
Nú var allt tilbúið, farangur á sínum stað og farþegar í sæti. Ég kaus mér aftasta bekk. Málarinn sat við hlið mér. Bjöm setti í gang og fór hægt í fyrstu en jók hraðann þegar kom í Safamýrina. Þessi mýri hafði verið hið mesta ótræði en var nú sundur skorin af skurðum, bæði langs og þvers. Sléttar tún- flatir voru á milli. Mörg nýleg og reisuleg hús stóðu ofan við mýrina. í bílnum varð fljótt glatt á hjalla. Einhver byrjaði að syngja. Hinir tóku undir, hver með sínu nefi. Sælgæti og vindlinga bauð málarinn hverjum sem hafa vildi og var ónískur á, enda birgðir allnokkrar. í því ástandi sem hann var í er veitandinn kóngur og samferðamenn þegnar hans og vinir sem sjálfsagt er að gleðja. Þegar kom í Svínahraunið skipti heldur betur um gróður og landslag; úlfgrátt hraun með hólum og lautarbollum á báðar hliðar. Þar sprakk hjólbarði og varð nokkur töf að. Á Kolviðarhóli varð stuttur stans meðan Björn bætti bensíni á bílinn. Þar er gistihús og þar hefur margur þreyttur ferðalangur hlotið góða hressingu og hvfld fyrir sig og fararskjóta sinn. Válynd vetrarveður eru tíð á Hellisheiði og margur hrósað happi að ná húsum á Kolviðarhóli. Sunnan í Hellisheiði eru Hveradalir. Þar er jarðhiti en gróður næsta lítill. Fyrir nokkrum árum reistu útlend hjón lítið býli þarna. Þau heita Andreas og Erika Höyer en um uppruna þeirra vissi ég ekki. Sumir töldu að Erika væri rússnesk greifaynja en fortíð þeirra virtist hulin þokuhjúp og gefur slíkt oft tilefni í ýmsar sögur og sagnir án þess þær eigi sér nokkum stað í raunveruleikanum. Þama rækta þau hjón blóm og selja vegfarendum, einnig kaffi og öldrykki. Var mér sagt að allt væri þetta við sann- gjömu verði. Snyrtimennska væri þarna til fyrirmyndar og þau hjón ljúfmannleg í framkomu. Margur ferðalangur á því erindi heim í litla bæinn. Félagi okkar, málarinn, fékk leyfi hjá Birni bílstjóra til að skreppa heim og kom til baka með stærðar blómvönd sem hann sagðist ætla að gefa kærustunni sinni í Reykholti. Engin töf varð á leiðinni yfir Hellisheiði en stansað var á Kambabrún. Ég hafði heyrt að víðsýni væri á þeim stað og eru það síst ýkjur. Víðfeðmi mikið er til suðurs og einnig til austurs enda birtist þama mesta samfellda undirlendi á íslandi. Mér hafði fundist allgott rými milli fjalla í Skagafirði og um Húnaþing en þessi óravídd tók þar öllu fram. En hvar voru fjöllin?, „þar sem tign býr í tindum og traust í björgum.“ Þau vantaði í myndina og urðu vart greind nema í móðu. Þó var bjart yfir, enda veður eins og best verður á kosið á haustdegi. Satt best að segja leist mér hreint ekki á leiðina fram- undan. Við blasti há og brött brekka og eftir henni lá vegurinn í mörgum krókum, víða snarbrattur og sums staðar svo mjór að bíllinn straukst við klettana. Neðarlega í brekkunni var hópur vegavinnumanna að vinnu með haka og skóflur. Þegar brekkunni sleppir tekur Ölfusið við. Þar er bærinn Reykir með miklum jarðhita og kom til tals að reisa þar hæli fyrir berklasjúklinga. Miklir gufubólstrar benda til að þama sé feikna orka óbeisluð sem bíður síns tíma. Austan Ingólfsfjalls kvöddu bændumir úr Grafningi og lögðu land undir fót til síns heima. Ég vona þeim hafi gefist vel baðlyfið sem þeir keyptu hjá Guðjóni kaupmanni og sauðir þeirra og annar fénaður losast við öll óþrif. Stansað var við Ölfusá. Nokkur hús eru austan árinnar, þar á meðal Tryggvaskóli. Mun hann heitinn eftir Tryggva Gunnarssyni (1835-1917) fyrrverandi bankastjóra og alþingismanni. Hann átti eins og kunnugt er mikinn þátt í að Ölfusárbrú var byggð og var þar yfirsmiður. Brúin þótti á sinni tíð, og raunar enn, hið mesta mannvirki og samgöngubót. Greiða- sala er í Tryggvaskála. Vildi Björn að við fengjum okkur kaffi. Inni var allmargt manna að fá sér hressingu, þar á meðal nokkrar ungar stúlkur sem virtust halda hóp. Það þykja engin tíðindi þó ungir menn skotri augum svona á ská til ungra stúlkna og athugi þær í laumi. Annað væri næsta óeðlilegt. Þær voru líka glettilega snotrar þessar hnátur og var okkur sagt að þær væm austan úr Hreppum, þ.e. Hrunamanna- og Gnúpverjahreppi. Okkur nafna kom saman um að þær hefðu aldrei svo mikið sem litið í átt til okkar. Nú, jæja, við vorum á leið austur í Biskupstungur. Vonandi voru ungu stúlkurnar þar ekki óálitlegri; best að sjá til. Kaffið var þó alltént vel úti látið og kostaði eina krónu fyrir manninn. Mjög var nú mnnið af málaranum enda lá nú flaskan á sínuin stað og ekki við henni hróflað. Hann var hinn skemmtilegasti í viðræðum, virtist vel lesinn og víða heima um menn og málefni. Fátt var orðið eftir af farþegum í bílnum þegar ekið var frá Tryggvaskála og var nú haldið um Grímsnesið „góða“. Leiðin lá um Þrastaskóg. Hann er eign Ungmennafélags íslands og er gjöf frá Tryggva Gunnarssyni. Mér sýndist skógurinn lágvaxinn og heldur óræktarlegur en þama er gistihús og heimili skógarvarðar. Heldur virtist mér Grímsnesið hrjóstrugt með köflum. Þar eru þó jarðir góðar, veðursæld og landgæði, enda stórbændur margir að því er mér var tjáð. Á leiðinni austur eftir mættum við mörgum vörubílum sem allir voru á leið til Reykjavíkur með fólk, sauðfé eða nautgripi. Byrjað var að rökkva þegar við fórum yfir Brúará og inn í Biskupstungur. Ungu piltamir úr Tungunum fóru úr bílnum og málarinn einnig. I kvöldhúminu grilltum við í hinn nýja bamaskóla. Hann stendur vestan í ás, skammt austan vegar. Þama er hverahiti Litli Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.