Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 17
og uppstreymi af gufu sem bar allmikið á í kvöld- kyrrðinni. Jarðhitann á að nota til upphitunar, lýs- ingar og suðu, og að sjálfsögðu í sundlaug. Skól- anum var gefin þama landspilda. Verður hluti henn- ar græddur og ræktaður, einnig á að koma þama íþróttavöllur. Vegur liggur heim að skólanum, en Bjöm sleppti málaranum út við vegamótin enda enginn flutningur þangað. Vinur okkar var nú hinn hressasti. Heima beið elskan hans og átti að fá blómvönd. Vonandi hefur honum tekist að skila skólanum fullmáluðum í tæka tíð. Síðasti viðkomustaður var við Vatnsleysu. Vildi Bjöm láta okkur nafna taka þar gistingu. Um tveggja tíma gangur væri upp að Haukadal og haust- myrkur skollið á sem orðið getur dökkt á auðri jörð ef birtu frá tungli gætir ekki og lítið um vegvfsa sem ókunnugir gætu farið eftir. Ekki vildum við nafni hlusta á þessa ábendingu Bjöms. Til Hauka- dals vildum við komast um kvöldið. Seinna fannst mér heldur lítil fyrirhyggja í þessari þrákelkni og satt best að segja held ég að við hefðum aldrei til Haukadals komist þetta kvöld fyrir eigin ágæti. tír þessu rættist þó betur en efni stóðu til. Bjöm var rétt stansaður þegar að bar vörubifreið sem ætlaði lengra áleiðis, eða að brúnni sem verið var að byggja yfír Tungufljót. Við greiddum Bimi fargjaldið, 7 krónur fyrir manninn og héldum áfram með hinni bifreiðinni. Eftir stutta stund sáum við ljós og von bráðar birtust vinnuskúrar brúargerðarmanna. Varð þá ekki lengra komist á bílum. Allmargt manna var þarna á stjái. Við spurðum til vegar að Haukadal en var þá sagt að Sigurður Greipsson væri staddur á staðnum með hesta og flutning. Þetta vom góðar fréttir. Einhver viðstaddra mun hafa bent Sigurði á okkur og sem við emm að snúast þama leggur einhver hramminn á öxlina á mér. Var Sigurður þar kominn. Sýndist mér hann ail- stórvaxinn í haustmyrkrinu. Við kynntum okkur en hann bauð okkur velkomna og sagðist ekki fara heim í kvöld en senda menn með hestana til baka og skyldum við verða þeim samferða. Sjálfur væri hann á leið til Eyrarbakka og kæmi heim eftir tvo daga. Á meðan skyldum við vera eins og heima hjá okkur; mættum við nota bókasafn sitt að vild. Þegar hann kæmi heim væri nægilegt verkefni handa okkur þar til skólinn byrjaði. Áður en lagt var á stað drukkum við kaffi og þurftum ekkert að borga. Má vera að þar höfum við notið Sigurðar. Ein stúlka gekk þama um beina. Var okkur sagt að hún matreiddi handa 20 manns og þjónaði þeim að einhverju leyti. Það hafa verið töggur í henni. Sigurður hafði klyfjar á fjóra hesta undir reiðingi og einn kermhest. Ferðakistur urðum við að skilja eftir, komum þeim til geymslu í skúr en héldum á bakpokunum, enda vora þeir ekki þungir. Þeir sem fóru með hesta Sigurðar til baka hétu Guðmundur Guðmundsson frá Brú, næsta bæ við Haukadal, ungur maður að sjá, og 13 ára drengur, Greipur Ketilsson (1916-), bróður{systur}sonur Sigurðar og á hans vegum. Fyrst lá leiðin upp með Tungufljóti, framhjá fjár- rétt þeirra Tungnamanna. Þar var snarbeygt en í hvaða átt vissi ég ekki. Um stund lá leiðin um flóa sem var vel frosinn og góður yfirferðar. Þá tóku við melar með raddum vegi og greiðfæram. í myrkri fer allt tímaskyn úr skorðum, einkum á ferð um ókunna vegu. Mér fannst óratími liðinn frá því að ferð okkar hófst frá dvalarstað brúargerðarmanna. Við komum loks að lítilli á. Yfir hana lá borð sem við gengum eftir en hestamir óðu á grannu vaði. Nú leyndi sér ekki að stutt var á áfangastað. Við sáum ljós fram- undan og áður óþekkt lykt barst til okkar þó logn væri. Þetta var hverafýla og í haustmyrkrinu sáust hvítir gufuhnyklar stíga og hnfga sitt á hvað. í hljómbæru húminu heyrðist firnaundirgangur í jörðu niðri, hreint eins og gamli vítishöfðinginn kynti þar elda sína af miklum móði; hefur ef til vill verið að bjóða okkur nafna velkomna á áhrifasvæði sitt. Loks greindum við byggingar framundan og von bráðar stóðum við á hlaði Haukadalsskóla. Athugun á húsakosti og umhverfi varð að bíða næsta dags. Hressileg og ekki smáfríð kona bauð okkur strax í bæinn og vísaði inn í allstórt herbergi sem sjáanlega var verustaður Sigurðar skólastjóra. Inni var legubekkur, borð, stólar og allmikið af bókum, myndum og kortum. Matur var okkur borinn. Gerðum við honum góð skil, enda svangir eftir lang- an dag. Að máltíð lokinni var okkur vísað í svefn- stað. Herbergið var allstórt með fimm rúmum og hvert þeirra sjáanlega ætlað tveimur. Fjögur rúmin voru mannlaus. Fimmta rúmið höfðu tveir náungar lagt hald á og hreiðrað um sig. Piltar þessir höfðu komið fyrr um daginn frá Reykjavík eins og við en með bíl sem var fyrr á ferð og laus við smátafir sem verða á leiðum áætlunarbíla. Það kom einnig í ljós að þeir höfðu verið okkur samskipa frá Siglufirði til Reykjavíkur. Þetta voru reyndar Norðlendingar, Tryggvi Þorsteinsson (1911-1975) frá Akureyri og Adolf Friðfinnsson (1911-) frá Skriðu í Hörgárdal. Báðum þótti vænt um liðsaukann, bjuggumst við að verða fáliðaðir í skólanum móts við Sunnlendinga sem hlytu að verða allfjölmennir. Engin hemaðar- áætlun var þó gerð þetta kvöld, né rætt um vamir ef til kæmi áreitni á orðstí Norðlendinga. Við sofn- uðum fljótt. Um drauma man ég ekki og get því ekki tekið mark á þeim. Skólinn og umhverfí Fyrsta morguninn í Haukadal var veður hið feg- ursta. Eftir að hafa drukkið morgunkaffi, sem mér fannst hreint ekki gott á bragðið, ákváðum við 17 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.