Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 19
myrkfælinn úr hófi fram. Við urðum því að fá leiðsögumann úr hópi brúargerðarmanna. Nafn hans man ég ekki. Eftir að komið var á melana neðan við Múla var auðvelt að halda veginum og áfallalaust komumst við heim seint um kvöldið. Næstu daga voru veður góð. Sumarið og haustið höfðu reynst úrfellasöm og bændum erfið. Þótt komið væri fram í októberlok átti Sigurður enn hey úti. Svo hefur trúlega verið um fleiri bændur í nágrenninu þó ég viti ekki fyrir víst. Við hjálpuðum honum að koma heyinu heim í garð. Vetrarmaður hans, Gestur Sæmundsson (1903-), Sæmundssonar (1869-1958) skipstjóra (Virkir dagar) batt heyið, nafni fór með en ég hlóð fúlgu við hesthúsið. Ekki voru þetta nema 25-30 hestar. Ég vandaði mig sem best ég kunni, var reyndar ekki óvanur svona verki. Hafði Sigurður orð á að fúlgan færi vel með sig og hrósaði mér fyrir. Þótti mér lofið gott. Nýir nemendur drifu að. Flestir komu af Suður- landi og úr Borgarfirði. Var þetta orðinn allstór hópur, milli 20 og 30 strákar, margir vasklegir að sjá. Nokkur eftirvænting og tilhlökkun var í huga mínum og tel ég víst að svo hafi verið um fleiri. Ég var ekki vel undirbúinn, ósyndur með öllu og kunni ekkert í glímu. Það var aðeins í leikfiminni sem ég þóttist standa allvel að vígi og skólann átti að setja næsta dag. Skólinn settur, kennsla hefst Ekkert hljóðfæri var til heima í skólanum. Við sótt- um kirkjuorgelið upp í Haukadalskirkju og fluttum heim í skólann. Organleikari var fenginn frá Austur- hlíð, ungur maður. Atti hann að stjóma söngnum og leika á hljóðfærið. Ég held hann hafi spilað í kirkjunni við messur í Haukadal. Að loknum hádegismat fóru allir út í íþróttahús. Skólasetningin hófst með því að sungin voru nokkur lög. Þá ávarpaði Sigurður nemendur. Hann lýsti til- gangi sínum með rekstri skólans, hvatti nemendur til dáða; sýna áhuga svo að árangur yrði sem bestur. Hann benti á að margt væri enn á frumstigi og ýmis- legt vantaði til að skólinn gæti rækt það hlutverk sem honum væri ætlað í framtíðinni. Höfuðmark- miðið væri „mannrækt, heilbrigð sál í hraustum líkama. Gangið uppréttir. Trúið því að aukið þrek, sem kemur með þjálfun, eykur sjálfstraust en það er ungum mönnum, og raunar öllum, mikils virði.“ Að lokum bað hann nemendur að vera samtaka um að skólalífið yrði sem skemmtilegast og fjölbreyttast en ekki tómt strit og erfiði. Hann fól svo almættinu að varðveita skólann og alla sem þar störfuðu. Ávarp sitt flutti Sigurður blaðalaust. Hann var þrumumælskur, orðavalið rammíslenskt, rómurinn líkastur fossnið og áherslur svo eftir var tekið. Þá skýrði Sigurður frá skólareglum og tilhögun kennslunnar. Nemendur skyldu þrífa herbergi sín og íþróttahús. Notkun áfengis var bönnuð í skólanum en tóbaksnotkun hins vegar ekki. Þó var æskilegt að sem minnst væri notað af þeim óþarfa. Klukkan hálf átta átti að rísa úr rekkju og hófst dagurinn með því að taka Mullersæfingarnar, nokkurs konar morgun- leikfimi. Á eftir var árbítur, hafragrautur, mjólk og slátur. Bóklegir tímar til klukkan 12. Effir matarhlé íþróttir, leikfimi, sund, glíma og frjálsar íþróttir, ef veður leyfði. Að endingu voru sungin nokkur lög og kom þá í ljós að allmargir nemendur gátu vel sungið. Eftir skólasetningu var drukkið súkkulaði og kaffi eins og hver gat í sig látið en að þeirri stund liðinni fórum við aftur út í íþróttasal og höfðum þá með íþróttafötin. Þar tók Sigurður fyrsta tímann með okkur bæði í stökkum og gólfæfingum. Kom þá fram misjöfn geta nemenda. Sumir voru algerir byrj- endur, nokkrir gátu dálítið en fáir sýndu verulega getu. í þessari fyrstu æfingu setti Sigurður mig fremstan í göngunni. Hélt ég því sæti um veturinn og þótti nokkur virðing að, bæði persónulega og sem Norðlendingur. Ég taldi mig í hópi þeirra bestu en held þó að það hafi ekki ráðið frama mínum heldur hitt að ég kunni flestar æfingarnar sem við tókum í þessum fyrsta tíma og átti létt með stökkin. Tómas Jóhannsson leikfimikennarinn minn frá Hólum hafði eins og Sigurður lært í Ollerup. Báðir notuðu kerfi Nielsar Bukh. Er það byggt upp á snöggum hreyfingum, hraða og margsamsettum æfingum. 4) Eftir leikfimitímann var farið í sundlaugina. Þá snerist dæmið heldur betur við. Sumir voru vel syndir en vesalingur minn stóð á bakkanum, ásamt örfáum öðrum ósyndum, og hafðist ekkert að. Það var mér þó sálubót að fleiri voru á sama báti. Því má svo við bæta að mér gekk bölvanlega að komast á flot, var þungur í vatni og frámunalega klaufskur að ná mýkt og réttum tökum. Bóklegar greinar voru: heilsufræði og íþróttasaga sem Sigurður skólastjóri kenndi, íslenska, danska, stærðfræði og landafræði sem Sigurður Pálsson (1901-1987) guðfræðinemi frá Haukatungu á Snæfellsnesi kenndi. Jafnframt kennslunni las hann utan skóla þennan vetur. Ég hygg að hann hafi haft lítil auraráð til að kosta sig í Reykjavík. Sigurður var ekki ýkja mannborlegur að sjá, grannvaxinn en ágætur félagi og allsæmilegur kennari. Eins og gengur var áhuginn misjafn hjá okkur strákum, enda engin próf tekin. í trúmálum hélt Sigurður allfast við bókstafinn en sú kenning féll í misjafnan jarðveg, akurinn var víða grýttur. Sigurður átti talnaband og töldum við að guðstrú hans hneigðist í átt til kaþólsku. 5) Við fengum fimm herbergi til umráða: Valhöll byggðu fjórir Norðlendingar, þeirra er þegar getið. Konu byggðu átta Borgfirðingar. Á Sódómu voru 19 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.