Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 21
Hreppsnefndarfréttir Úr fundargerðum sveitarstjórnar og byggðaráðs Bláskógabyggðar 42. fundur byggðaráðs 12. apríl 2005. Mætt voru Margeir Ingólfsson, formaður byggðaráðs, Snæbjöm Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags 8. mars 2005 þar sem staðfest er lánsumsókn Bláskógabyggdar til sjóðsins í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2005. Einnig lagt fram bréf sveitarstjóra og oddvita um að farið verði í skuld- breytingu allra óhagstæðra lána sveitarfélagsins og félaga í eigu Bláskógabyggðar í kjölfar breyttra aðkomu Lánasjóðs sveitarfélaga að lánafyrirgreiðslu. Bréf frá Kristni Kárasyni og Ingibjörgu Leósdóttur dags 4. mars 2005 með ósk um að Kjaranstaðir II verði gert að lögbýli. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við það að Kjaranstaðir II verði gert að lögbýli en bendir bréfritu- ram á að snúa sér með erindið til landbúnaðarráðuneytisins því þessi mál falli undir ráðuneytið. Bréf frá Lögmönnum Suðurlands, dags. 10. mars 2005 og Ragnari Aðalsteinssyni, dags. 9 mars 2005, vegna mögulegrar kæru vegna þjóðlendumála um afrétt Biskupstungna til Mannréttindadómstóls Evrópu (ME). Sameiginleg niðustaða lögmannanna er að slík kæra til ME teldist ekki meðferðarhæf og yrði vísað frá. Astæða þessa er sú að ME hefur vísað frá kærum sveitarfélaga á þeirri forsendu að sveitarfélög gegni opinberu hlutverki og fari með opinbert vald. ME hefur ekki talið það sitt hlutverk að skera úr um ágreining tveggja opinbera aðila þ.e. rikis og sveitarfélaga. I ljósi þess að kostnaður við kæru til ME yrði verulegur og ekki líklegt að kæran yrði tekin til meðferðar þá leggur byggðaráð til að ekki verði farið út í frekari málaferli. Byggðaráð bendir á að sveitarfélagið verði að aðlaga sig að breyttu eignarhaldi á afréttinum en bendir jafnframt á að sveitarfélagið hefur ákveðin réttindi og skyl- dur á svæðinu sem huga þarf að hér eftir sem hingað til. Lokatillögur sameiningarnefndar félagsmála- ráðuneytisins frá 31. mars 2005, um að eigi síðar en 8. október 2005 verði kosið um sameiningu sveitarfélaganna í uppsveitum Amessýslu. Erindið er kynnt og vísað til næsta fundar sveitarstjómar. Bréf sveitarstjóra frá 4. aprfl 2005, til Vegagerðarinnar, þar sem óskað er eftir fé úr styrkvegasjóði vegna nýrrar aðkomu að Fremstaveri, fjallaskála á afrétti Biskupstungna. Lagt fram til kynningar. Bréf frá Tónlistaskóla Árnesinga, dags. 31. mars 2005, og kostnaðarskipting sveitarfélaga vegna launakostnaðar. Samkvæmt því hækkar framlag Bláskógabyggðar úr kr. 5.156.503 í kr. 5.912.669. Færist þessi hækkun sem breyt- ing á fjárhagsáætlun ársins 2005. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við kirkjugarðinn í Skálholti og beiðni sóknamefndar um þátttöku sveitarfélagsins í hluta af þeim framkvæmdum. Bréf dags. 12. mars 2005. Byggðaráð leggur til að Bláskógbyggð styrki verkefnið um kr. 300.000 og verði sú upphæð tekin inn á fjárhagsáætlun ársins 2006. Bréf frá aðalfundi félags eldriborgara í Biskupstungum frá 17. mars 2005, þar sem óskað er eftir því að lögð verði gangbraut milli Kistuholts og Aratungu. Byggðaráð tekur vel í erindið og leggur til að umsjónarmanni fasteigna verði falið að gera kostnaðaráætlun fyrir sltka framkvæmd og leggja fyrir næsta fund byggðaráðs. Fundargerð lögð fram til staðfestingar: Fundargerð 18. fundar veitustjómar, sem haldinn var 9. mars 2005.1 3. lið fundargerðarinnar er fjallað um kalda- vatnsmál og nýframkvæmdir í þeim málaflokki. Byggðaráð tekur undir með veitustjóm þar sem lagt er til að farið verði í framkvæmdir í samræmi við áætlun Benedikts Skúlasonar og Hannibals Kjartanssonar. 41. fundur sveitarstjórnar 19. aprfl 2005. Mættir voru allir sveitarstjómarmenn og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Athugasemd við dagskrá. T-listinn gerir eftirfarandi athugasemd við dagskrá fundarins. Kjartan Lárusson full- trúi T-listans sendi oddvita Bláskógabyggðar laugardaginn 16. apríl kl. 15:42 beiðni um að malamám í landi Grafar yrði tekið á dagskrá í tölvupósti. Svar oddvita: Þessi dagskrártillaga og tímasetning er ekki í samræmi við samþykktir sveitarstjómar Bláskógabyggðar og var því hafnað. Bókun T-lista. T-listinn lýsir yfir furðu sinni á vinnu- brögðum oddvitans og fordæmir höfnun hans á að fá umfjöllun um málið á fundinum. T-listinn hefur aldrei neitað Sveini A. Sæland að leggja fram mál á fundinum, þótt þau hafi ekki verið á dagskrá fundarins. Fundargerð byggðaráðs frá 12. aprfl 2005. Viðbótar gögn við 3. tölulið. Lögð fram samþykkt Búnaðarþings frá 21. mars 2005 vegna stuðnings við hugsanlega áfrýjun Hæstaréttardóms um þjóðlendumál til Mannréttindadómsstóls Evrópu. Að öðm leyti kynnt og staðfest. Greinargerð vinnuhóps um skipulag þéttbýlis á Laugarvatni. Gestir fundarins vegna þessa máls voru Sigmar Ólafsson og Halldór Páll Halldórsson. Sigmar Ólafsson formaður vinnuhópsins kynnti tillögur hópsins ásamt Halldóri Páli og Drífu sem einnig vom í vinnuhóp- num. Nefndarmenn sögðu frá því hugarflugi sem hópurinn leyfði sér að fara í. Farið yfir byggingarvalkosti á Laugarvatni og þörf á rannsóknum vegna þessa. Sagt frá að hópurinn hefði haldið fund með fulltrúum Vegagerðarinnar m.a. vegna aðkomu Gjábakkavegar. Lögð fram greinargerð sem hópurinn hefur tekið saman auk fun- dargerða hópsins. Sveitarstjóm samþykkir að fylgja eftir tillögum vinnuhóps um skipulagsmál á Laugarvatni með því að kjósa þriggja manna vinnuhóp. Aðalhlutverk vinnuhópsins verði: a). Að ná samningi við ríkið um að það gefi sveitarfélaginu heim- ild til að vinna skipulagstillögumar. b) fylgja eftir breytingum á aðalskipulagi Laugarvatns. c) tillögur að nýju deiliskipulagi Laugarvatns. Eftirtaldir aðilar voru kosnir í vinnuhópinn: aðalmenn Sveinn A Sæland, Snæbjöm 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.