Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.06.2005, Blaðsíða 25
Gert er ráð fyrir að heildarframkvæmd þessa verkefnis getí orðið allt að kr. 350 milljónir sem koma til nýsköpunar í atvinnumálum í Bláskógabyggð. Skipun vinnuhóps vegna skipulags og forgangsröðunar á framkvæmdum í umhverfismálum í Laugarási. Samþykkt að hópinn skipi: Sigurlaug Angantýsdóttir formaður, Sveinn A. Sæland og Kjartan Lárusson. Samþykkt að hópurinn skili af sér á fyrsta fundi sveitarstjómar eftir sumarleyfi. Skipun vinnuhóps, vegna samgöngumála innan þéttbýhs í Reykholti. Samþykkt að hópinn skipi: Sveinn A. Sæland formaður, Knútur Armann og Kjartan Lámsson. Samþykkt að hópurinn skili af sér á fyrsta fundi sveitarstjómar eftir sumarleyfi. Kaldavatnsveita. Kynnt gögn vegna mögulegra ffamkvæmda við nýja stofnlögn frá Austurhlíð niður í Laugarás. Gert er ráð fyrir að hún verði samvinnuverkefni Bláskógabyggðar og Grímsnes - og Grafningshrepps og mun kostnaður skiptast í tvo jafna hluta. Framkvæmdastjóri veitna mun eiga viðræður við fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps og gera drög að samningi vegna þessa tíl umfjöllunar í sveitarstjóm á næstu vikum. Malarnám í sumarhúsalóð í landi Grafar. Fyrirspumir T- lista: a) Hvemig var það munnlega samko- mulag sem gert var við verktakann? Svar: Ekkert munnlegt samkomulag var gert við hann. Sennilega er átt við túlkun á 3. mg. l.gr samnings um lok námutöku, en það var sameiginlegur skilningur samn- ingsaðila að efnisflutningi að og frá námunni, í afmörkuð verkefni og í tengslum við lokun námunnar, verði lokið fyrir sumarið 2005. b) Má enn taka möl úr gryfjunni þrátt fyrir samkomulagið sem gert var í ágúst 2004, auk greiðslu sem innt var af hendi úr sveitarstjóði á síðasta ári? Svar: Efnistöku úr námunni á að vera lokið. c) Hversvegna var málið tekið úr höndum skipulagsfull- trúa í apríl s.l. þegar hann ætlaði að stoppa frekara malamám? Svar: Efnisflutningar að og frá námunni voru í samræmi við samninginn sem gerður var um lokun námunnar og því aldrei í höndum skipulagsfulltrúa. d) Hvað borgar sveitafélagið fyrir útjöfnun á mold í gryfjunni? Svar: Sveitarfélagið tók að sér að jafna út mold úr einum grunni eins og fordæmi er fyrir í sveitarfélaginu eftir aðstæðum hverju sinni. Áætlaður kostnaður er kr. 400.000. Ekki verður greitt fyrir frekari útjöfnun. Tjald og hjólhýsasvæðið á Laugarvatni. Fyrirspumir T- lista: a) Hvaða framkvæmdir em áætlaðar á hjólhýsasvæðinu í sumar? Svar: Viðbót og endurbætur á vegi við biðstæði og lagning á um 100 metra slóða/vegar til að mæta eftirspum eftir nýjum stæðum á hjólhýsasvæðinu. b) Hafa þær verið boðnar út? Svar: Verkefnið er lítið og því var farið í það að ræða við vélaverktaka á Laugarvatni (tvo aðila) þar sem þeim var boðið að gefa fast verð í verkið. Annar aðilinn gaf ákveðið verð í verkið, kr. 150.000, en hinn ekki. Sveitarstjóri heim- ilaði að ráðist yrði í verkið og mun ræða fjármögnun þess á næsta fundi byggðaráðs. c) Hver er staða tjaldsvæðisins? Svar: Samið hefur verið við rekstraraðila Tjaldmiðstöðvarinnar um að reka tjaldsvæðið eitt sumar enn. Lóðamál. Fyrirspumir frá T-lista. Hvaða reglur gilda um úthlutanir lóða í sveitarfélaginu? Svar: Stefna sveitarstjómar hefur verið að hafa ávallt nægt framboð af lóðum í Bláskógabyggð. Því hefur sú regla gilt um úthlutanir lóða að ef umsækjandi uppfyllir öll almenn skilyrði, þá er honum úthlutað lóð í þeirri röð sem sótt er um að því tilskildu að lóðin sé á deiliskipulögðu svæði. Á Laugarvatni vantar lóðir tímabundið vegna skorts á hep- pilegu byggingarlandi. Nú er verið að semja við men- ntamálaráðuneytið um framtíðarsvæði fyrir íbúðabyggð. I ljósi þess að í nokkmm tilfellum eru umsóknir umfram lóðaframboð, þykir rétt að skoða setningu reglna um úthlu- tun lóða í Bláskógabyggð. Oddvita falið að leggja fram tillögu að úthlutanarreglum sem fyrst. Heitt vatn handa nyrstu byggð í Biskupstungum. Tillaga frá T- lista: Sveitarstjórn samþykkir að fara fram á það við Orkuveitu Reykjavíkur að hún leggi sem fyrst hitaveitu á efstu (nyrstu) bæi í Biskupstungum. Atvinnustarfsemi þar er orðin umtalsverð og því mikil þörf á heitu vatni, auk þess sem íbúar og sumarhúsaeigendur á svæðinu nytu góðs af hitaveitunni. Feld með þrem atkvæðum gegn tveimur og tveir sátu hjá. Bókun Þ-listans: Þ- listinn tekur undir að mikil þörf er á að dreifa heitu vatni sem víðast í sveitarfélaginu en þar sem Orkuveita Reykjavíkur hefur þegar hafið undirbúning að lagningu hitaveitu á nefndu svæði, þá sér Þ-listinn ekki ástæðu til að samþykkja tillöguna. Umhverfisráðuneytið hefur falið Orkuveitu Reykjavíkur að rannsaka hvort jarðhitavinnsla í Neðri-Dal og Kjamholtum hafi áhrif á hverasvæðið á Geysi. Hafi sú vinnsla engin áhrif þá stefnir Orkuveitan á að kanna hagkvæmni og tæknilegar forsendur þess að leggja hitaveitu á svæðinu. T- listinn fagnar framkomnum upplýsingum. 43. fundur sveitarstjórnar 24. maí 2005. Mættir voru allir aðamenn í sveitarstjóm nema Snæbjöm Sigurðsson, en fyrir hann var Sigríður Jónsdóttir, og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2004. Ársreikningur aðalsjóðs Bláskógabyggðar fyrir árið 2004 ásamt ársreikningi B-hluta fyrirtækja, Biskupstungnaveitu, Hitaveitu Laugarvatns, leiguíbúða, félagslegra íbúða, vatnsveitu og fráveitu, þ.e. heildarsamstæðu sveitar- félagsins, fyrri umræða. Einar Sveinbjömsson KPMG, kynnti reikninginn ásamt sveitarstjóra. Samkvæmt niðurstöðu reikningsins vom heildar rekstrartekjur sveitar- félagsins á árinu 2004 kr. 461, 2 millj. þar af námu rek- strartekjur A- hluta kr. 419,1 niillj. Rekstrargjöld vom kr. 443 millj. á A - hluta eða kr. 23,9 millj. umfram tekjur. Rekstrargjöld samstæðunar í heild vom kr. 502,6 millj. eða 40,8 millj. umfram tekjur. Niðurstöðutölur veitna em jákvæðar fyrir Biskupstungnaveitu kr. 671.000 og niðurstaða Hitaveitu Laugarvatns neikvæð um kr. 3.437.838. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi skýringar á verri afko- mu en áætlað var: Sé litið til þeirra skýringa sem taldar eru upp þ.e. lægri tekna (útsvars) kr. 10 millj., niðurfærslu á 25 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.