Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 9
dagur, 15. júlí. Það var farið snemma á fætur og kl. 6.30 vorum við komin af stað í rútu á leið á Expo til að æfa fyrir opnunarhátíðina. A leiðinni í rútunni fengum við enn skrítnari morgunverð en áður, nú var það nesti, McDonald’s hamborgari og mjólk, skemmtileg blanda það. 7:30 byrjaði æfingin í Expo Dome risastórri sýningarhöll sem tekur 3000 manns í sæti og á slaginu 11 var opnunarhátíðin sett. Þetta var mjög formleg dagskrá með þjóð- söngvum landanna Japan og Islands, fánahylling- um, ræðum framámanna og að lokum fjölbreyttum söng- og tónlistaratriðum. Það var einstök upplifun að sjá og hlusta á okkar fólk á þessari stundu og stað. Þegar opnunarhátíðinni lauk hófust æfingar fyrir Bergmálið, sem var flutt í heild sinni seinna um daginn á sama stað og tókst mjög vel. En um kvöldið lá leiðin á Marriot Hótelið, þar sem Kammerkórinn kom fram og söng í móttöku sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra bauð til. Að loknum söngnum, sem vakti verðskuldaða athygli og jákvæð viðbrögð, var boðið í mat. Og það voru þreyttar hetjur sem komu á svefnstað seint, seint þetta kvöld eftir langan og strangan dag, 15 tíma vinnudagur, með bros á vör, geri aðrir betur. Við langa daga bættist svo að við þurftum að ganga frá og pakka kvölds og morgna vegna þess að skóla- stofan okkar var notuð fyrir annað á daginn. Norðurlandaskálinn á Expo. Japönsk heimili Hápunktur ferðarinnar var án efa það að fá tæki- færi til þess að gista heima hjá japönskum fjöl- skyldum og kynnast þeirra menningu og heimilis- lífi. Krakkarnir fóru tvö og þrjú saman inn á heim- ili og gistu þar tvær nætur. Þau upplifðu heilmargt skemmtilegt og mismunandi eftir heimilum, sem væri í raun efni í heila grein og væri góð hugmynd að fá krakkana sjálfa til að segja frá sinni upplifun. Dagurinn hafði byrjað með kóræfingu, en eftir það fóru krakkamir til fósturfjölskyldna sinna. Það var mikil spenna í loftinu, við kvöddum litlu skóla- stofuna sem hafði verið heimili okkar og japönsku mömmumar mættu hver á fætur annarri til að sækja krakkana. Daginn eftir komu krakkamir svo ásamt fjölskyldunum aftur í menningarhúsið til að syngja á tónleikum með japönskum bamakór. En fjöl- breytt íslandskynning var í gangi víðs vegar um borgina í tilefni íslandsdaga í Chiryu. Skrítnir siðir í Japan er til siðs að fara úr skónum þegar komið er inn á heimili og sama gildir um opinberar stofn- anir og hof. Á heimilunum eru inniskór í forstof- unni fyrir heimilisfólkið og gesti líka. Það allra furðulegasta fannst okkur þó að á sumum stöðum voru meira að segja sérstakir klósettskór, þá ferðu úr inniskónum í klósettskóna þegar þú ferð þar inn. Klósettin voru líka kafli út af fyrir sig mjög ólík því sem við eigum að venjast. Stór og mikil með mörgum tökkum á og alls kyns stillingum, hita og þvotti og meira að segja spiluðu sum þeirra tónlist. Nokkrir lentu í skemmtilegum uppákomum þegar þeir voru að fikta og reyna að finna út úr þessum tæknilegu klósettum. Fyrir utan eitt af hofunum. Haldið til Kyoto Aftur var komið að kaflaskilum í Japansferðinni og við lögðum af stað á vit nýrra ævintýra. Við kvöddum fóstur- foreldrana með söng og gjöfum og ég hefði aldrei trúað að annað eins táraflóð rynni eftir aðeins tveggja daga kynni, en svona snertu bömin hjörtu allra og þeim var svo vel tekið á heimilunum. Hraðlestin flutti okkur til Kyoto þar sem við eyddum nokkrum dögum, og okkur var áfram tekið eins og stórstjörnum. Kyoto er fornfræg borg, nátengd sögu lands og þjóðar, og var lengi vel höfuðborg Japan. Við bjuggum á Hótel Nishiyama, hefðbundnu japönsku hóteli. Þar sváfum við á gólfinu og sátum líka á gólfinu við morgunverðaborðið og drukkum grænt te. Á kvöldin nutum við þess að fara í ekta japanskt baðhús í kjallaranum, enda var ennþá mjög heitt. Baðhúsin Baðmenningin í Japan er alveg sérstök og ekki lrk því sem við eigum að venjast. í staðinn fyrir að ____________________________ 9 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.