Litli Bergþór - 01.12.2005, Qupperneq 11

Litli Bergþór - 01.12.2005, Qupperneq 11
Hofin eru hvert með sínu sniði og í einu þeirra Sanju-Sangen-Do hofinu eru þúsund og ein stytta af guðum sem gerðar voru á upphafsárum hofsins á 12. og 13. öld. Þrumuguðinn og vindguðinn eru þar tilkomumiklir og endurspegla óttablandna virðingu fyrir náttúruöflunum. Menn báðu þá gjarnan um gott verður og góða uppskeru. Við heimsóttum líka 1200 ára gamalt hof hins tæra vatns á Higashiyama fjalli og fleiri sem ekki verður getið hér. Tokyo Síðustu tvær nætumar gistum við í Tokyo á hefð- bundu hóteli eins og við þekkjum þau og sváfum í rúmi, flestir í fyrsta sinn í Japansferðinni. Stórborgin var mjög frábrugðin þeim stöðum sem við höfðum dvalið á til þessa. Það var ýmislegt brallað, farið í sjávardýrasafn og keilu og haldið létt kveðjupartý með gítarspili og söng. Hugurinn var orðinn blendinn annars vegar tregi yfir því að ævintýrið væri senn á enda og á hinn bóginn til- hlökkun að koma heim Að lokum Söngfuglunum frá Islandi var hvarvetna vel tekið í Japan, þeir sem hlustuðu á sönginn voru mjög snortnir svo þau eiga þar stóran aðdáendahóp. Enda settu þau svip á bæinn, gengu um götur syngjandi og brosandi og buðu vegfarendum góðan dag á lýtalausri japönsku. Kammerkór Biskups- tungna var íslandi til sóma í Japan, eða eins og menntamálaráðherra sagði þau sungu sig inn í hjörtu fólks. Það er gaman að ferðast um heiminn og kynnast framandi menningu, en það er alltaf best að koma heim reynslunni ríkari. Það var ómetanlegt að eiga þess kost að slást með í þessa för, þetta var upp- lifun sem breytir lífssýn. Eða eins og ein stúlkan sagði réttilega: „Við verðum aldrei aftur eins og við vorum“. Ásborg Arnþórsdóttir. Fyrir utan japanska skólann. Lengst til vinstri er skólastjórinn, Tokuji Suzuki, og japanskir kennarar. A myndinni má einnig sjáfullorðnu Japansfarana: Asborgu Arnþórsdóttur, Hilmar Orn Agnarsson og Ragnar Sæ Ragnarsson. 11 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.