Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 12
Frá íþróttadeild Umf. Bisk. Sumarstarfið var með hefðbundnu sniði eins og svo oft áður. Æfingar byrjuðu 14. júní og þeim lauk seinni- partinn í ágúst. Ekkert íþrótta- og leikjanámskeið var haldið þetta sumarið, vegna frekar lítillar þátttöku undanfarin ár. Sundnámskeið fyrir börn fædd 2001 og eldri var haldið í Reykholtslaug 27. júní — 12. júlí. Kennari var Magnús Tryggvason, sundþjálfari. Agætis aðsókn var að námskeiðinu í ár og var böm- unum skipt í hópa eftir aldri. Almenn ánægja var með námskeiðið og töluvert var um miklar fram- farir. Knattspymuæfingarnar voru vinsælar nú sem áður. Æfingar voru einu sinni í viku, á þriðjudögum, fyrir yngsta hópinn; 1. — 4. bekk. 5. - 10. bekkur æfði tvisvar sinnum í viku, á þriðju- dögum og fimmtudögum, og var hópnum skipt í tvennt þ.e. mið- og eldri hóp. Þjálfari var Jóhann Pétur Jensson. Þjálfari rœðir við knattspyrnumenn. Frá vinstri: Hlynur Brynjófsson, Guðbjörn Brynjólfsson, Finnur Jóhannesson, Guðmundur Sveinbjörnsson, Stefán Geir Snorrason, Jóhann Pétur Jensson, Jón Oskar Jóhannesson. Lið frá Flúðum komu og spiluðu æfingaleiki við okkar lið um miðjan ágúst. Liðin okkar stóðu sig með sóma, mikið kapp var í leikmönnum og lögðu allir sig fram. Boðið var upp á æfingar í frjálsum íþróttum, í samstarfi við Hrunamenn, og áttu þær að vera á Flúðum. Ekki hefur verið mikil aðsókn af okkar börnum í frjálsar undanfarið, en þó kepptu nokkrir efnilegir íþróttamenn á mótum í sumar, t.d. á landsmótinu í Vík. Ungir knattspyrnumenn. Efri röðfrá vinstri: Hákon Karlsson, Oðinn Svavarsson, Finnur Jóhannsson, Gabríel Hilmarsson. Neðri röð frá vinstri: Kristinn Sölvi Sigurgeirsson, Aron Margeirsson, Bernharður Magnússon, Einir Orri Biynjólfsson. Að lokum má geta þess að við tókum þátt í Þriggja-félagamótinu utanhúss í byrjun september. Það voru frískir krakkar sem kepptu fyrir hönd félagsins og stóðu sig með sóma, og munaði mjóu að við hrepptum bikarinn, en það voru Laugvetn- ingar sem náðu honum í þetta skipti. Við stefnum bara á að vinna hann næsta haust. Áfram Umf. Bisk. Fyrir hönd stjómar íþr.d. Umf. Bisk. Kristín Bj. Guðbjörnsd. Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI HEIMASIMI 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.