Litli Bergþór - 01.12.2005, Qupperneq 13

Litli Bergþór - 01.12.2005, Qupperneq 13
Noregsferð 2005 Við, Samúel Birkir, Gísli Þór og Pálmi Eiríkur, vorum valdir af stjórn Glímusambands Islands til að fara til Stavanger í Noregi til að sýna og æfa glímu. Þeir glímumenn, sem eru í Úrvalshópi GLÍ, áttu þess kost að fara í þessa ferð. Þegar við komum í Leifsstöð hittum við hina ferðafélaga okkar. Við vorum sjö glímumenn og fararstjórarnir tveir, þau Lárus Kjartansson og Sabína Halldórsdóttir. Flogið var af stað snemma morguns þriðjudaginn 31. maí og millilent í Kastrup áður en flogið var til Stavanger. A Kastrup hittum við Lars Enoksen. Lars, sem er Svíi er mjög áhugasamur um glímuna, og er mikið að koma fram á víkingasýningum víðsvegar um heiminn. Lars var með okkur allan tímann í Noregi kenndi okkur lausatök og „back- hold.“ Þegar við komum til Noregs fórum við í hermannabúðir, sem við gistum í. Þar var aðstaðan alveg bærileg. Strax fyrsta daginn hófum við æfingar í glímu, lausatökum og backhold. Við tókum þátt í mikilli víkingasýningu, þar sem leikin var Hafursfjarðarorrusta á sama stað og Haraldur Hárfagri lagði undir sig Noreg árið 873, en nokkur þúsund áhorfendur fylgdust með sýningunni. Þá tókum við þátt í einni stórri leiksýningu og síðan í nokkrum minni. Heppnuðust allar sýningamar vel. Á norskri grund. Frá vinstri: Samúel Birkir í Hjarðarlandi, Pálmi Eiríkur á Þórisstöðum í Grímsnesi, Gísli Þór á Heiði. / Samúel Birkir sýnir Norðmönnum glímu. Þess á milli fórum við í miðbæinn að versla, í bíó og fleira. Marartímamir í herbúðunum vom fhafa svolítið skrítnir, morgunmatur frá 6 — 9 og kvöldmaturinn frá 16 — 18. Voru því margir orðnir svangir seinna um kvöldið og var þá oftast skroppið í miðbæinn og keypt í matinn. Við fórum á víkingaskip og sigldum um fjörðinn og tókum meira að segja þátt í ópera í eitt skiptið. Alla vikuna voru víkingabúðir með fólki af mörgum þjóðemum við fjörðinn. Var fólkið annað hvort að sýna skylmingar eða selja alls kyns hluti, s.s. silfur- og bronsskartgripi, sverð og fleira svoleiðið. Síðasta kvöldið bauð svo Lars öllum í pizzu, sódavatn og í keilu. Daginn eftir fórum við svo heim. Við millilentum í Kastrup og fengum okkur í svanginn. Svo lentum við á Islandi um sjö leytið 6. júní og komum heim til okkar um kl. 22. Vorum við þá frekar þreyttir, en þrátt fyrir það vorum við mjög ánægðir með gengi ferðarinnar. Við viljum þakka sérstaklega fyrir þá styrki, sem við fengum til ferðarinnar. Með glímukveðju, Samúel Birkir Egilsson, Gísli Þór Brynjarsson, Pálmi Eiríkur Gíslason. Heimasímar: Loftur: 486 8812 8531289 VÉLAVERKSTÆDL ________Heimasímar: Guðmundur: 486 8817 Helgi: 482 3182 IÐU • BISKUPSTUNGUM SlMI 486-8840 • FAX 486-8778 KT. 490179-0549 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir - Smurþjónusta - Olíusíur í bíla og dráttarvélar 13 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.