Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 15
Landgræðsludagur í Oræfum Ég ætla að segja ykkur ferðasögu og greina frá landgræðsludegi, sem Landgræðslufélag Öræfinga og Landgræðsla ríkisins héldu fimmtudaginn 11. ágúst s.I. að Hofgarði í Öræfum. Þangað fórum við nokkrir félagar úr Land- græðslufélagi Biskupstungna. Stundvíslega kl. 16 miðvikudaginn 10. ágúst, voru Jón og Ragnhildur í Gýgjarhólskoti, Amór í Reykholti, Margeir á Brú, Þorfinnur og Aslaug á Spóastöðum, ferðafélagar mínir, mættir á hlaðinu heima hjá mér. Við héldum af stað í blíðskaparveðri með viðkomu á Hvolsvelli, þar sem við tókum Elinborgu konu mína með okkur, en hún hafði verið þar við vinnu. Þar sem Hvolsvöllur býr svo vel að eiga glervörubúð þótti tilheyrandi að líta þar við til að athuga vöruúrvalið. Þess má geta að sú saga hefur gengið um þessa búð, að hún væri svo lítil að þar fengist eingöngu vín á pelum. Við komumst hinsvegar að því, að enginn fótur er fyrir þessari sögusögn. Var nú haldið sem leið lá til austurs með við- komu í glervörubúðinni í Víkurskála og litið á peys- ur og sokka í Víkurprjóni. Þegar við ókum yfir Mýrdalssand veittum við athygli sauðfé, sem virtist standa við gjafagrindur, en þegar betur var að gáð reyndust þetta vera lúpínubrúskar sem sauðféð raðaði sér svona skipulega í kringum. Þegar austur fyrir Lómagnúp var komið, þ.e.a.s þegar við ókum yfir Gígjukvísl brast á niðaþoka, sem reyndist þegar betur var að gáð, aðeins vera yfir ánni vegna þess að hlaup hafði komið undan Skeiðarárjökli þá um daginn. Það má því segja að Öræfasveitin hafi tekið dulúðlega á móti okkur. I Hótel Freysnesi áttum við ferðafélagamir pant- aða gistingu í tvær nætur. Við fengum þar tvö her- bergi og lítið sumarhús til afnota. Sumarhúsið kom sér einkar vel bæði kvöldin þegar innihaldi A Skerjum. Frá vinstri: Jón Ragnar Björnsson, starfsmaður Landgrœðslunnar, Egill Jónsson á Seljavöllum, Sveinn Runólfsson, landgrœðslustjóri, og Örn Bergsson á Hofi. Birki á Skeiðarársandi. glervörunnar, sem keypt hafði verið á austurleiðinni vora gerð skil. Einnig gátum við sungið þar saman ýmis afréttarlög, s.s. um Hallgrím aumingja, Kristján í Stekkholti o.fl. góða menn, án þess að raska ró annarra hótelgesta. Snemma morguns fimmtudaginn 11. ágúst beið okkar morgunmatur á hótelinu, og þaðan var svo haldið að Hofgarði í Öræfum. Þar byrjaði dagskráin stundvíslega kl. 9 með ávarpi Sveins Runólfssonar, landgræðslustjóra. Síðan bauð Öm Bergsson, formaður Landgræðslufélags Öræfinga, gesti velkomna og kynnti starfsemi félagins. Þá var haldið í kynnisferð um uppgræðslusvæði félagsins í svo kölluðum Skerjum, sem eru gamlir jökulruðningar ofan við Fagurhólsmýri. Það er afgirt og friðað svæði um 5000 hektarar á milli Hofs og Hnappavalla, ofan þjóðvegar að jökulrót- um. I Skerjunum hafa félagar úr Landgræðslufélag- inu ásamt unglingum úr grannskólanum staðið myndarlega að uppgræðslu með lúpínu og nú í seinni tíð gert tilraunir með sáningu og plöntun á birki innan um lúpínuna. Sáning á birki í lúpínu- svæðin á heldur erfitt uppdráttar vegna þess hve lúpínan verður hávaxin og hamlar birtu að litlum plöntum. En 40-60 cm háar plöntur sem gróðursett- ar hafa verið, virðast njóta skjóls af lúpínunni og dafna vel. Þessi lúpínusáning nær í allt að 400 m hæð. Dálítið austar í Skerjunum, ofan við Fagur- hólsmýri, ókum við um svæði þar sem birki og víðir hafði verið gróðursett og virðast dafna þar vel. Að þessari skoðunarferð lokinni var haldið í Hofgarð á ný og þar beið okkar bragðgóð og ilm- andi íslensk kjötsúpa í boði Öræfinga. Eftir hádegisverðinn afhenti Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra landgræðsluverðlaun fyrir árið 2005. Þar á eftir fluttu Kristín Svavarsdóttir og Ellen Þórhallsdóttir fyrirlestur um gróðurrannsóknir á Skeiðarársandi. Þetta er samstarfsverkefni rannsóknarsviðs Landgræðslu ríkisins og Líffræði- 15 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.