Litli Bergþór - 01.12.2005, Qupperneq 16

Litli Bergþór - 01.12.2005, Qupperneq 16
Helgi Björnsson, jöklafrœðingur, skýrir breytingar á jöklum á Skeiðarársandi. Hjónin á löu og í Gýgjarhólskoti syngja afréttarsöngva í Hofgaröi. stofnunar Háskóla íslands. Markmið þessara rann- sókna er að kanna hvað takmarkar gróðurframvindu og hvemig gróðurmynstur verða til. Meðal annars er kannað hvort og þá hversu mikið fræframboð, ýmsir umhverfisþættir og sauðfjárbeit hafa áhrif á gróðurframvindu. Síðan var haldið í skoðunarferð um þessi svæði á Skeiðarársandi. Þar sem við ókum um, blasti allur Skeiðarárjökull við okkur allt frá Skaftafelli að Lómagnúp í einkar góðu skyggni. Eftirtektarvert var að sjá hvað birki er víða að skjóta rótum á sandinum. Einn tilraunareitur hafði verið hólfaður niður í nokkra reiti og borið á suma og aðra ekki og sáust þar greinileg merki áburðar- gjafarinnar. Þess má geta, að þar hafði reyndur bóndi orð á því, að ekki þyrfti að segja sér það af fræðimönnum, að þar sem áburður væri borinn á færi gróður að dafna! Eftir skoðunarferð um sandinn var haldið heim á hótel til að skipta um föt fyrir kvöldvöku í Hofgarði. Kvöldvakan hófst með fordrykk í boði landbúnaðarráðuneytisins. Síðan var hátíðarkvöld- verður í boði Landgræðslunnar undir styrkri veislu- stjóm Níelsar Ama Lund. Þá hófst fjölbreytt dagskrá, svo sem sveitarlýsing, einsöngur, hagyrð- ingakeppni og einkar fróðlegt erindi Helga Björns- sonar jöklafræðings. Þar sagði hann frá og fléttaði saman samspili minnkandi jökla og landgræðslu á því gríðarlega landi sem þá verður til. Þess má geta að í skoðunarferðinni fyrr um daginn var Helgi einni með fróðleik um minnkandi skriðjökla sem við sáum greinilega af jökulruðningi við eitt tilraunasvæðið. Eftir vel heppnaða kvöldvöku var aftur haldið í Freysnes og setið í sumarhúsinu góða við spjall, og sungnir nokkrir afréttarsöngvar áður en gengið var til náða. Eftir morgunverð á föstudeginum var komið að heimferð. Okkur þótti tilhlýðilegt að aka heim að Skaftafelli og upp að Bölta til að líta yfir víðáttu- mikinn Skeiðarársandinn og hvemig jökulámar liðast eftir honum til sjávar. Þaðan var svo haldið heimleiðis og stansað í Skaftárskála. Þar komumst við að því, að þar höfðum við misst af þriðju glervörubúðinni á austur- ^ leiðinni en hún var lokuð. íhtf aldrei komið í Hádegisverður var snæddur í \glervörubúð. Víkurskála og síðan kvöddum við .........." hjónin ferðafélaga okkar á Hvolsvelli, því þar beið vinnubíll konunnar, sem við tókum með okkur heim. Þessi ferð var einkar ánægjuleg, gott veður, skemmtilegir ferðafélagar og fróðlegur og skemmtilegur land- græðsludagur. Takk fyrir samfylgdina. Guðmundur Ingólfsson, Iðu. Eftir flutning þessarar ferðasögu á aðalfundi Landgræðslufélags Biskupstungna í Aratungu 31. okt. s.l. varð Jóni Karlssyni í Gýgjarhólskoti að orði: Fáum þótti ferðin þurr fínar veigar drukku. Glerílát kvað Guðmundur gera mikla lukku. Litli Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.