Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 19
Ferð að Gullfossi og Gýgjarhóli í desember 1929 Þá tvo vetur sem skólinn hafði starfað fór Sigurður með stráka sína austur að Gullfossi og um leið í heimboð til Guðna bónda á Gýgjarhóli. Guðni var talinn fjárríkasti bóndi í Biskupstungum og heimilið rómað fyrir þrifnað og reglusemi. Allir vissu um Gullfoss en margir okkar höfðu aldrei séð hann. Það var því síst úr því dregið að viðhalda þessari venju og enn átti Sigurður heimboð að Gýgjarhóli með sveina sína. Um 30 manns voru í hópnum, dagurinn tekinn snemma í bjartviðri og stillu, en frost allmikið. Við vorum selfluttir yfir Tungufljót á hestum og tók það drjúga stund. Gangfæri var hið besta, jörð frosin og snjólaust að mestu. Rösklega var gengið og oft hlaupið við fót. Eftir ca. tvo tíma komum við að Hvítá, æðispöl neðan við fossinn og birtist hann von bráðar. Áin rennur þama í hrikalegum gljúfrum. Auðvelt var að komast niður í gljúfrið eftir ruddum vegi. Fossinn var klæddur klakabrynju. Aðeins í miðjunni lék laus strengur, líkt og gleymst hefði að loka brynjunni. Það var reyndar furðulegt að Frosta karli skyldi takast að fjötra þennan jötunn í viðjar sínar svo snemma vetrar. Við dvöldum alllanga stund við fossinn og gripum í nesti okkar sem var smurt brauð. Fossgyðjan lék undir sterklega þó margir strengir hennar væru í fjötmma. Máttum við hafa okkar alla við að heyra hver til annars. Sagan segir að Gull-Þórir (d. 10. öld) hafi steypt sér í fossinn með gullkistur sínar og dragi hann nafn þar af. Hitt mun þó sennilegra að nafnið sé til komið af úða þeim sem liggur yfir fossinum en í hreinviðri á sumardögum má sjá í honum alla regnbogans liti. Skammt fyrir neðan fossinn er hvammurinn Pjaxi. Niður í hann er torsótt leið þegar jörð er frosin. Nokkrir freistuðu þó niðurgöngu, helst þeir sem vanir voru bratta í heimabyggðum, þar á meðal við nafni. Pjaxi er allur vaxinn þéttum og furðuhávöxnum skógi. Allhár klettadrangur stendur í hvamminum, að mestu hulinn skógi. Pjaxi er í eign Brattholts, efsta bæjar í Biskupstungum, og stendur á vesturbakka Hvítár. I hvamminum var nytjaskógur jarðarinnar og í hann sótt árlega. Var að sögn oft nærri gengið. Fyrir nokkrum árum 2) var hætt að sækja þangað skógvið og hvammurinn friðaður. Má fullyrða, að friðunin hafi borið blessunarríkan árangur, og allaufgaður hlýtur hann að vera hrein „Eden” í þessu annars hrjóstruga umhverfi sem er að mestu örfoka melar. Auk skógarins er í hvamminum fjölbreyttur grasa- og blómagróður, enda skjól í öllum áttum og oftast logn þar niðri þó stormur æði allt um kring. Frá Gullfossi lá leiðin niður að Brattholti. Einn félagi okkar var þaðan, Einar Guðmundsson (1904- 1985), alinn þar upp og nýtekinn við búi af fóstur- foreldrum sínum ásamt Sigríði Tómasdóttur (1871- 1957) uppeldissystur sinni, þeirri sem harðast barðist fyrir því að bjarga Gullfossi úr klóm þeirra sem vildu virkja hann og hlaut frægð af. Við drukkum kaffi í Bratt(autar)holti og hvíldum góða stund. Nokkuð var liðið á dag þegar við héldum þaðan og alldrjúg leið að Gýgjarhóli. Ferðin sóttist þó greiðlega og var vel tekið á móti okkur af Guðna bónda Diðrikssyni (1864-1940) og hans fólki. Guðni var nokkuð roskinn en sýndist vel em. Vorum við leiddir í baðstofu, þá stærstu sem ég hef séð, enda trúlega allmargt í heimili. Okkur var strax borið kaffi og fljótlega matur, heit svið, brauð og rófustapa; á eftir rúsínu- grautur með rjóma út á. Það var tekið hraustlega til matar og diskar hroðnir en alltaf bætt á jafnharðan. Eftir matinn var nokkur gleðskapur, spilað á hljóðfæri, sungið og dansað. Við tókum fullan þátt í glaðværðinni, sungum og dönsuðum hver við annan því dömur voru ekki tiltækar. Kristján Guðnason (1894-1971) spilaði á fiðlu og ung stúlka lék á orgel. Ekki man ég nafn hennar. Guðni bóndi var búinn að raflýsa bæinn. Slflct var harla fátítt í sveitum á þeim tíma. Heimilisbragur allur staðfesti það sem okkur hafði verið sagt, góð efni og rammíslenskur húsbúnaður. Yfir rúmunum voru ofnar ábreiður en þær vom þá óðum að hverfa af heimilum. Eftir að hafa drukkið kaffi í annað sinn kvöddum við Gýgjarhólsbóndann og heimili hans með ferföldu húrrahrópi. Nokkuð var liðið á kvöld en bjart af tungli er við héldum úr hlaði. Rösklega var gengið enda allir vel á sig komnir. Nú urðum við að vaða austur yfir Tungufljót. Það er allbreitt en grunnt, tæplega í hné. Gmnnstingull var í botni og kuldinn tilfinnanlegur. Mér fannst ég vera hreinlega fótalaus þegar yfir kom, svo var ég dofinn. Líkt var ástatt um hina. Um 20 mínútna gangur var heim að skólanum og hlaupið alla leið. Þegar heim kom bjuggust flestir að fara beint í rúmið. Svo varð þó ekki. Sigurður lét okkur glíma stundarkom, sennilega til að fá úr okkur hrollinn. Nóttinn varð mörgum ónæðissöm, trúlega eftirköst af græðgi í góðan mat á Gýgjarhóli og kul- danum í Tungufljóti. En ekki skyggja þessi eftirköst á minningu um skemmtilegan dag. Framhald síðar. Bœrinn á Gýgjarhóli, sem notaður var til 1936. 19 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.