Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.2005, Blaðsíða 24
Byggðaráð leggur til að keyptar verði 200 eintök af bókinni Iceland Today frá Prentleikni ehf., en í henni er sér kafli um Laugarvatn auk þess sem bókin verður með merki (lógó) Bláskógabyggðar og upplýsingum um sveitarfélagið. Verð bókanna er kr. 200.000 og færist það sem breyting á fjárhagsáætlun. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 30. júní 2005, þar sem fram kemur að endanlegt framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í Grunnskóla Bláskógabyggðar á árinu 2005 er kr. 900.000. Bréf frá Guðrúnu K. Magnúsdóttur, dags. 27. júlí 2005, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjómar um fyrirhugaða stofnun nýbýlis úr landi Einiholts í Biskups- tungum. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við það að umrætt landsvæði verði gert að lögbýli. Bréf frá Fríðu B. Eðvarðsdóttur f.h. Valgeirs Harða- sonar, dags. 30. júní 2005, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjómar um fyrirhugaða stofnun lögbýlis úr landi Holtakota í Biskupstungum. Byggðaráð gerir ekki athuga- semd við það að umrætt landsvæði verði gert að lögbýli. Bréf frá Birni Bjamasyni, dags. 21. júlí 2005, þar sem hann fjallar um greinargerð sveitarstjómar Bláskóga- byggðar sem kom í kjölfar úrskurðar umhverfisráðherra um umhverfismat Gjábakkavegar. Byggðaráð vill ítreka það að sveitarfélagið og Þingvallanefnd höfðu komist að samkomulagi um nýja veglínu fyrir utan þjóðgarðinn. Þegar að Þingvallanefnd skilar síðan umsögn sinni til umhverfisráðherra vegna athugasemda sem komu við þá veglínu, þá fellir ráðherra umhverfismatið úr gildi og setur málið á byrjunarreit. Þetta gerir ráðherra m.a. vegna þess, eins og fram kemur í úskurðinum „Þá hefur mikla þýðingu að Þingvallanefnd telur að endurbygging núverandi vegar (leið 1) sé besti kosturinn," Að lokum vill byggðaráð taka fram að sveitarstjóm er tilbúin til viðræðna um samskipti sveitarfélagsins og Þingvalla- nefndar, en sveitarstjóm gat ekki á fundi sínum 12. júlí 2005 fallist á hugmyndir í framkomnum drögum Þing- vallanefndar um samskipti sveitarfélagsins og nefndar- innar. Gmndvallarástæða þess er sú að sveitarstjóm sér ekki ástæðu til þess að gera samninga um skipulags- og byggingamál við einstaka aðila í sveitarfélaginu, en um meðferð skipulags- og byggingamála gilda skýr lög og reglugerðir. A 16. fundi skipulagsnefndar uppsveita Amessýslu, sem haldinn var 23. júní 2005, var lagt fram til auglýs- ingar deiliskipulag frístundabyggðar í landi Brekku, Biskupstungum. Skipulagsnefnd setti ýmsa fyrirvara og var með tilmæli til landeigenda um breytingu á skipulag- inu áður en það færi í auglýsingu. Eftir að landeigendur höfðu haft samband við skrifstofu sveitarfélagsins leggur byggðaráð til að svæðið fari í auglýsingu án þess að lóð- um verði fækkað, og án þess að svæði fyrir spennustöð Rarik verði sýnd á uppdrætti, en gert er ráð fyrir henni á milli lóða 20 og 116. Einnig kom fram hjá landeigendum að aðkomuvegur að Vallárvegi liggi um þeirra land og þurfi því ekki samþykki annarra landeigenda á svæðinu. Aðra fyrirvara sem skipulagsnefndin setti verða landeig- endur að uppfylla. 47. fundur byggðaráðs 30. ágúst 2005. Mættir voru byggðaráðsmenn og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Leikskólar Bláskógabyggðar, gjaldskrárbreyting. Byggðaráð leggur til að gjaldskráin hækki um 4% frá 1. sept. 2005. Samþykkt samhljóða. Mötuneyti, gjaldskrárbreyting. Byggðaráð leggur til að gjaldskráin hækki um 4% frá 1. sept. 2005. Samþykkt samhljóða. Skýrsla um hraðalækkandi aðgerðir á þjóðveginum um Laugarvatn frá Gjábakkavegi austur fyrir tjaldmiðstöð, sem unnin hefur verið að Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. í júní 2005. Byggðaráð fagnar þessu framtaki Vegagerðarinnar. Lagt til að sveitarstjóra verði falið að ræða við Vegagerðina um þá verkþætti sem snúa að henni, en að öðru leyti vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2006 og 2007 — 2009. Samþykkt samhljóða. Skýrsla Almennu verkfræðistofunnar um rof í Hagavatni. I skýrslunni kemur fram að Almenna verkfræðistofan telur litla hættu á að móbergsklöppin við útfall Hagavatns rjúfist í sundur á næstu árum þannig að til flóðs komi sem ógnað gæti stíflum við Sandvatn eða öðrum mannvirkjum við Hvítá eða Tunguljót. Skýrslan lögð fram til kynningar. 46. fundur sveitarstjórnar 5. september 2005. Mættir voru allir sveitarstjómarmenn og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Sveinn Sæland setti fund og bauð Valtý Valtýsson, nýráðinn sveitarstjóra, velkominn til starfa. Gjábakkavegur — tillaga að matsáætlun. a. Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 12. ágúst 2005, ásamt matsáætlun. Fyrirliggjandi matsáætlun rædd. Bent hefur verið á ýmsa aðra kosti, en þá sem fram koma í matsáætlun, s.s. tvískipt leið þar sem innkoma í þjóðgarðinn er nokkru framan við Tintron. I ljósi þess að aðrir möguleikar um innkomu í þjóðgarðinn hafa ekki hlotið hljómgmnn, samþykkir sveitarstjóm samhljóða framkomna mats- áætlun. b. Bréf SASS, dags. 25. ágúst, 2005. í bréfi SASS kemur fram samþykkt stjómar og samgöngunefndar SASS vegna úrskurðar um umhverfis- mat Gjábakkavegar. Til kynningar. Erindi frá starfsfólki í Leikskólanum Lind, Laugarvatni. Lögð er fram tillaga, frá starfsfólki í Leikskólanum Lind á Laugarvatni, um nafn á nýja leikskólann á Laugarvatni. Starfsfólkið gerir þá tillögu, að leikskólinn fái nafnið “Gullkistan”. Samþykkt samhljóða. Kosning í yfirkjörstjórn Bláskógabyggðar. Lagt er til að eftirtaldir einstaklingar verði kosnir í yfirkjörstjóm, sem aðalmenn: Pétur Skarphéðinsson, Launrétt 1, Laugarási. Hilmar Einarsson, Torfholti, Laugarvatni. Þóra Einarsdóttir, Kárastöðum, Þingvallasveit. Til vara: Guðrún Sveinsdóttir, Hábrún, Reykholti. Böðvar Ingi Ingimundarson, Lyngholti, Laugarvatni. Sveinbjöm Einarsson, Heiðarbæ, Þingvallasveit. Samþykkt samhljóða. 48. fundur byggðaráðs 27. september 2005. Mættir voru byggðaráðsmenn og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Húsaleiga aldraðra sem búa í húsnæði á vegum Litli Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.