Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 7
Frá Leikdeild Umf. Bisk Komið þið sæl. Ég ætla í örfáum orðum að segja frá nýafstöðnu leikstarfi á liðnum vetri. Það hófst með smá fundahöldum og höfuðverkjum í sambandi við leikritaval. Ákveðið var að ráða sama leikstjóra og síðast, Gunnar Björn Guðmundsson, sem hefur reynst okkur afskaplega vel. Eftir mikla leit tókst okkur að finna leikrit eftir tvo fræga ónefnda menn, sem okkur leist vel á. Leikrit með söngvum. Við æfðum í tvær vikur, en þá vorum við orðin svo leið á verkinu að ákveðið var í samráði við leik- stjóra að hætta við það og finna nýtt. Leikstjóri fór til Reykjavíkur, las sig saddan á einni nóttu og tókst að finna frábært leikverk, „Blessað barnalán“ eftir Kjartan Ragnarsson (ekki með söngvum). Æft var stíft í fjórar vikur og tókst að koma þessu öllu saman og frumsýna á fyrirfram ákveðnum degi, m.a. vegna frábærrar liðsheildar og mikils áhuga hópsins, ásamt okkar frábæra leikstjóra, sem veit svo sannarlega hvað hann er að gera. Sem sagt, þessi uppfærsla er svo sannar- lega búin að slá í gegn, alltaf frábærar undirtektir og aðsóknarmet slegið nánast á hveiri sýningu. Okkur telst til að rúmlega 1000 manns sé búið að sjá þessa uppfærslu á þrettán sýningum. Þegar þetta er skrifað á eftir að halda eina aukasýningu vegna fjölda áskorana. Hef svo ekkert meira um þetta að segja, vil bara þakka öllum þeim sem komu að þessu með einum eða öðrum hætti og hjálpuðu okkur að gera þetta Hrafnhildur, Egill, Olafur og Eyrún. svona vel, og ekki var óveður eða ófærð að tefja fyrir. Læt svo fylgja með nöfn leikara og heimilisföng, ef einhverjir sem lesa þessa grein en hafa ekki séð uppfærsluna vilja vita hverjir það eru sem halda uppi líflegu leikstarfi í sveit- inni. Takk fyrir og gleðilegt sumar, kæru Blá- skæklingar. Egill Jóncisson. Leikarar : Iris Blandon, Ekru Laugarási. Camilla G. Ólafsdóttir, Ásakoti. Eyrún Ó. Egilsdóttir, Hjarðarlandi. Hrafnhildur Ó. Magnúsdóttir, Kjóastöðum. Sigurjón Sæland, Bjarkarbraut. Ólafur Ásbjörnsson, Víðigerði. Egill Jónasson, Hjarðarlandi. Loftur S. Magnússon, Helgastöðum. Guðný R. Magnúsdótti,r Tjörn. Bjarni Kristinsson, Brautarhóli. Jóhanna Guðjónsdóttir, Víðigerði. Aðstoð við leikmynd og búninga: Gréta Gísladóttir, Kistuholti. Guðfinna Jóhannsdóttir, Litla-Kletti. Ljósamaður: Steinunn Bjarnadóttir, Brautarhóli. Hvíslari: Ragnheiður Kjartansdóttir, Brautarhóli. Ólafur, lris, Sigurjón, Camilla, Bjarni, Eyrún og Hrafnhildur. 7 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.