Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 8
Frá T-lista Nú eru liðin fjögur ár síðan ég ákvað að láta aftur til mín taka í sveitarstjóm, fór í framboð með T-listanum og við náðum tveimur mönnum í sveitarstjóm. T-listinn býður aftur fram og nú stefnum við á a.m.k. fjóra fulltrúa í sveitarstjóm Bláskógabyggðar. Fólk ræðir oft, sín á milli, hvers virði minnihlutar eru og hvort þeir séu nokkuð að gera nema e.t.v. nöldra. Stefna okkar T-lista- manna hefur verið að hvetja til góðra verka, skapa umræðu gefa nýja sýn á mál. Þó höfum við ekki hikað við að reyna að stöðva vitleysur, sett fram ýmsar ábendingar t.d. um röðun verkefna, og bent á stöðu fjármálastjómar meirihlutans, enda hafa áætlanir hans aldrei staðist. Þ-listinn fór alltaf langt frammúr kostnaðar- áætlunum, jafnvel þótt endurskoðun áætlana hafi farið fram í síðasta mánuð ársins. Arið 2004 sýndu ársreikningamir 40 milljóna króna mun, frá endurskoðaðri fjárhagsáætlun. (endurskoðunin fór fram í lok ársins 7. des. 2004) Heitt vatn til allra íbúa Bláskógabyggðar: Eitt af áhugamálum mínum og Kjartans í sveitarstjóm er að reyna að koma því til leiðar, að allir íbúar sveitarfélagsins fái að njóta ylsins sem býr hér allsstaðar í iðrum jarðar. í sveitarfélaginu er til mikil ónotuð orka, sem æskilegt væri að fleiri gætu notið. Einnig eru starfræktar einka hitaveitur sem e.t.v. gætu orðið fleimm að notum. I Þingvallasveit er hvergi heitt vatn á bæjum, þrátt fyrir að Nesjavellir em í nágrenninu og stutt í Mosfellsbæ. Eg gerði tilraun til að hreyfa við málinu, mgga bátnum, með tillögu minni í sveitarstjórn þann í 25. febrúar 2003. Eg vil benda fólki á að hægt er að skoða allar tillögur á heimasíðu Bláskógabyggðar, blaskogabyggd.is Tillaga: Drífa leggur til að unnið verði hratt og öragglega að því að ná saman öllum veitueigendum til að skoða möguleika á því að sameina allar hitaveitur í sveitarfélaginu, hvort sem um er að ræða einkahitaveitur eða hitaveitur í eigu Bláskógabyggðar. Markmiðið með því væri að gera eina öfluga hitaveitu í Bláskógabyggð, en öflugt veitufyrirtæki hlýtur að vera betur í stakk búið til að takast á við útvíkkun hitaveitu um alla Bláskógabyggð. Eins hlýtur sameinað stærra veitufyrirtæki að gefa aukna möguleika í samvinnu eða sarnmna við enn stærri orkufyrirtæki. Sveitarstjóm vísar tillögunni til veitustjómar til umsagnar. Eins og kemur þama fram í síðustu setningunni þá var málinu vísað til veitustjórnar. Erindinu var hafnað þar eins og kemur fram hér að neðan í bókun Þ-listans. frá 18. júní 2003. Umræður um veitumál. Drífa óskaði eftir eftirfarandi bókun: „I Ijósi þess að Veitunefnd ákvað á fundi sínum þann 30. apríl s.l. að sinna ekki erindi sem sveitarstjóm vísaði til hennar á fundi sínum þann 25. febrúar vill Drífa taka fram að hún er ósammála veitustjóm og vill að fmmkvæði og umræða um sameiningu veitna í sveitarfélaginu sé í höndum sveitarstjómar eða þeirra sem sveitarstjórn felur verkefnið". Eftirfarandi var bókað í mótbókun Þ-listans undir sama lið. „Veitustjóm tók erindi það sem vísað var til hennar fyrir á fúndi 30. apríl 2003 en hafnaði því. Þ-listinn tekur undir álit veitu- stjómar þar sem segir að hún líti með opnum huga á sameiningu veitna en líti svo á að fmmkvæðið þurfi að koma frá veitunum sjálfum. Tilraunir mínar til að hreyfa við bám engan árangur enda meiri- hlutinn ekki tilbúinn til að styðja við tillögur frá mér. I mótbókun Þ-listans á mig sagði einnig: „Þá vekur Þ-listinn athygli á að Drífa staðfesti hina sömu fundargerð." Þessi orð meirihlutans finnst mér mjög bamaleg því þótt ég staðfesti ein- hverja fundargerð þá er ég ekki endilega sammála henni. Ég þurfti ekkert að bóka andmæli þar sem verið var að fjalla um tillögu Litli Bergþór 8 _________________________________________ mína sem var alveg skýr. En svona vill Þ-listinn láta fara frá sér og er það alfarið þeirra mál. Ef menn vilja vera aðhlátursefni þá þeir um það. Þegar tvö ár vom liðin frá kosningum þ.e. vorið 2004 sendi Þ- listinn frá sér afrekalista, vitnaði í stefnuskrá sína og merkti við afrekin. Tilvitnun úr stefnu- og afrekaskrá Þ-listans: „Veitur fyrir heitt og kalt vatn verði áfram með óbreyttu rekstrarformi en ein veitunefnd hafi yfimmsjón með veitum í eigum sveitarfélagsins." I stefnuskránni kemur fram að rekstrarform skuli haldast eins. Þann 4. október 2005 eða í sömu viku og sameiningakosningar 8. október voru, samþykkti Þ-listinn að gefa sér heimild til að selja hitaveitumar. Þeir vildu vera ömggir um að þeir gætu selt veitum- ar, þótt sameining yrði samþykkt fyrir allar Uppsveitir Ámessýslu. I stefnuskrá stóð óbreytt rekstrarform en nú vildu þeir selja veitumar. Svona standa menn við sitt. í afrekaskránni stóð einnig: „Kannaðir verði kostir þess að leggja heitavatnslagnir sem víðast“. Efndir þessa loforðs hafa ekki verið neinar. Ég er viss um að Þ- listinn vill enn selja veitumar og að þeir telji sig hafa umboð til þess ef þeir vinna kosningamar í vor. Áfram Laugarvatn. Við Kjartan höfum unnið að því hörðum höndum að staða Laugarvatns, og stofnana þar, Menntaskólans og KHI íþróttaskorar verði styrkt. Þetta er erfitt verk fyrir minnihluta sem aðeins á tvo fulltrúa. En við náðum því samt, á síðasta ári, að fá meirihlutann til að samþykkja að skipuð var nefnd um Laugarvatn. I henni sátu Halldór Páll, rektor og Sigmar aðstoðarskólastjóri og ég undirrituð. Ég lagði mikið uppúr því að sitja í þessari nefnd enda fékk hún tilurð að mínu fmmkvæði. Nefndin vann hratt og vel og skilaði tillögum sínum innan tveggja eða þriggja mánaða. I framhaldi af því var enn skipuð nefnd og enn að okkar fmmkvæði T-listans. Sú nefnd kom því til leiðar að sveitarfélagið og ríkið höfðu skipti á landi á Laugarvatni. Land sem ríkið átti og sveitarfélagið fékk í skiptum, skapar möguleika sem áður vom ekki fyrir hendi í skipulagsmálum. Nýtt skipulag sem býður uppá fjölda lóða mun styrkja Laugarvatn. Stækkun samfélagsins á Laugarvatni mun efla Menntaskólann. Efling og stækkun Menntaskólans mun efla samfélagið, víxlverkun fer af stað sem ekki verður séð fyrir endann á. Stærra og styrkara samfélag á Laugarvatni með öll skólastig frá leikskóla í háskóla. Þetta mun hafa áhrif sem em langt umfram björtustu vonir manna. Þama verður vaxtarbroddur Bláskóga- byggðar. En það veltur á styrkri stjóm í sveitarfélaginu, að efling Laugarvatns verði að vemleika. Sveitarstjóm verður að hugsa fram á veginn, undirbúa breytingarnar og vera fljót að bregðast við þeim. T-listinn kom þeirri vinnu af stað sem nú hefur leitt til þess að hægt er að skipuleggja nýtt og stórt landsvæði undir íbúðabyggð. Það gerði meirihlutinn ekki. Þ-listinn hvatti ekki til þeirrar vinnu sem unnin hefur verið á Laugarvatni. Hvemig væri staðan ef okkar hefði ekki notið við? En nú viljum við komast til meiri valda svo framþróun geti orðið öflugri og hraðari. Við lítum á samfélagið sem heild ekki hólf. Fjölgun íbúa á Laugarvatni eflir Bláskógabyggð og reyndar Upp-sveitimar allar. Ég hvet fólk til að hugsa stórt í næstu kosningum, sýna hug- rekki og gera breytingar. Þá verður gaman að búa í Bláskógabyggð. T-listinn, listi tækifæranna. Drífa Krístjánsdóttir, Torfastöðum, oddviti T-listans 2002-2006.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.