Litli Bergþór - 01.04.2006, Qupperneq 17

Litli Bergþór - 01.04.2006, Qupperneq 17
Minningar frá Haukadal Framhald úr tveimur síðustu blöðum Páll Sigurðsson. Fólk og búhættir Það gefur auga leið að kynni mín af Biskups- tungnamönnum og háttum þeirra gátu ekki orðið náin á þeim stutta tíma sem ég dvaldi í skólanum. Ég lagði mig heldur ekki fram um að svo yrði og aldrei hvarflaði að mér að setjast þar að. Þess vegna mun ég ekki hafa langt mál þar um en vil þó ekki sleppa með öllu að fara um þessi atriðið nokkrum orðum. Sveitin getur ekki talist þéttbýl og jarðir yfirleitt landrúmar þótt allnokkur munur sé þar á, líkt og í öðrum sveitum landsins. Bændur búa aðallega við sauðfé og eru allfjármargir. Sauðaeign mun vera að hverfa en var áður mikil eins og víða í snjóléttum sveitum. Hestaeign er allnokkur, enda langt til aðdrátta, göngur langar og mann- og hestfrekar; kýr aðeins til heimilisnota. Mjög er treyst á vetrarbeit, enda jafnan snjólétt. Þama sá ég gerð fjárhúsa sem ég hafði ekki kynnst áður, ein kró og jata með báðum veggjum og fyrir stafni. Þessi gerð fjárhúsa er þó ekki allsráðandi. Fólkið býr vafalaust mest að sínu, enda langt í kaupstað, t.d. munu vera um 60-70 km frá efstu bæjum niður á Eyrarbakka og drjúgum lengra til Reykjavíkur. Þess ber þó að geta að nú er kominn bílvegur að Vatnsleysu og með þeim framförum að falla niður hinar löngu lestarferðir haust og vor sem tóku marga daga. Eitthvað mun um það að menn fari til sjóróðra eftir áramót til Vestmannaeyja og Suðumesja. Ég kom aðeins á fjóra bæi í nágrenni skólans. Þrír eru þegar nefndir, Brattholt, Gýgjarhóll og Laug en þangað kom ég oftar en einu sinni, enda örstutt á milli og Jón Grænlandsfari Jónsson (1889- 1959), sem þar átti heima, kom nokkrum sinnum í skólann og varð okkur vel málkunnugur. Ég kom reyndar tvisvar í Brattholt, hjálpaði Einari bónda að baða fé sitt ásamt tveim strákum öðrum. Áður er því lýst hversu hlýlegt mér þótti að sjá af Laugarfellinu heim til Helludals. Þangað fór ég einu sinni, sendur eftir fötum sem áttu að vera við hæfi þeirra feðga Bárðar og Guðmundar á Búrfelli í leikþættinum um bónorðsför Guðmundar. Gestagangur var ekki mikill, enda skólinn engin miðstöð mannfunda. Sigurður Sigurðsson (1871- 1940) búnaðarmálastjóri kom þó í skólann og hélt erindi um gróðureyðingu og varnir gegn þeim vágesti. Allmargir bændur komu og hlýddu á Sigurð enda mun gróðureyðing og uppblástur á Haukadalsheiði og víðar á afréttum Tungnamanna ærin og færast í aukana. Þótt samkomur okkar í Haukadal yrðu helst til fámennar, má ekki alveg strika yfir þau samskipti sem þar áttu sér stað, né heldur skemmtanirnar sem við sóttum að Vatnsleysu en þangað komu hópar fólks úr sveitinni, ungir sem aldnir. En þetta voru stutt kynni og gáfu lítil tilefni til eftirþanka, en góðar á ég þó minningar um þau. Fólkið er blátt áfram og elskulegt, hressilegt og gestrisið, málfar þess nokkuð frábrugðið því sem ég hafði vanist; vantaði norðlensku áhersluna. Nokkuð bar á hljóðvillu eða flámæli - e fyrir i - og linmælisfram- burðurinn afar algengur. Þeir segja líka „hann ætlar framúr”, þ.e. til Eyrarbakka og „innúr”, ef farið er norður á afréttir. Ekki mun ég gera frekari skil því fólki sem ég kynntist svo stuttlega, utan einni persónu sem skar sig nokkuð úr fjöldanum. Búnaður þeirrar mann- eskju, fyrsta skipti sem ég sá hana, vakti athygli mína og löngun til frekari eftirgrennslana um uppruna hennar og lífshlaup. Um það fjallar næsta frásögn. Lauga í Tortu Það var á rigningarmorgni, stuttu eftir að ég kom til Haukadals, að mér varð gengið til smiðanna sem áður er frá sagt. Þeir voru málhressir og stundum gátum við veitt þeim nokkra aðstoð. Ég sá mann á tali við þá. I fyrstu taldi ég þar karlmann vera, enda benti allur búningur til þess, buxur, hnéhá gúmmí- stígvél, síð regnkápa, hnýtt um mittið með snæri, sjóhattur á höfði og stafprik í hendi. En þegar betur var að gáð sáust tvær hárfléttur sem bentu til hins rétta kynferðis. Smáfríð var konan ekki þar sem hún stóð þama í hrókasamræðum við smiðina. Umræðuefnið greindi ég ekki, var enda í nokkurri fjarlægð til að byrja með en heyrði að orðaval og áherslur voru í besta lagi. Ekki lagði ég neitt til mála í þessum orðræðum en forvitnin var vakin og spurði ég smiðina, eftir að gesturinn var farinn, hver hún væri. „Þetta er Lauga í Tortu”, var svarið. Síðar reyndi ég að grennslast nánar um uppruna hennar og lífshlaup og varð þá nokkurs vísari. Stuttu fyrir aldamótin 1900 fluttist fjölskylda austan úr Landbroti að Úthlíð í Biskupstungum, Guðmundur Runólfsson, kona hans, móðir og tvær systur, Elín og Guðlaug (Lauga). Frá Úthlíð fluttist Guðmundur að Bryggju, hjáleigu frá Haukadal. Þar 17 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.