Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 20
Bréf frá Halldóri Kristjánssyni fh. Afþreyingar- félagsins, dags. 7. nóv. 2005, þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn Bláskógabyggðar beiti sér fyrir breytin- gu á aðalskipulagi fyrir Skálpanes. Oddvita falið að senda Samvinnunefnd um svæðisskipulag Miðhálendis Islands erindi þar sem óskað er eftir breytingu á svæðisskipulaginu til samræmis við óskir Afþreyingar- félagsins. Bréf frá Kára Jónssyni fh. Umf. Laugdælings, dags. 25. okt. 2005, þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við Bláskógabyggð. Byggðaráð leggur til að gerður verði samstarfssamningur við Umf. Laugdæla og Umf. Biskupstungna, með það að markmiði að efla íþrótta- og æskulýðsstarf innan sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að framlag til ungmennafélaganna verði 2,6 milljónir króna árið 2006, sem skiptist jafnt á félögin. Bréf frá Gunnari Haraldssyni, dags. 24. okt. 2005, þar sem óskað er eftir íbúð til leigu. Þar sem Gunnar var eini umsækjandinn um íbúðina Kistuholt 5B, sem auglýst var laus til útleigu nýlega, þá hefur verið gerður leigusamningur við hann um þá íbúð. Bréf frá Gunnari Sverrissyni, dags. 26. okt. 2005, þar sem óskað er eftir því að veitt verði fjármagn til að byggja upp tækjasal (þreksal) í íþróttahúsinu í Reykholti. Byggðaráð tekur vel í erindið. Ekki verður gert ráð fyrir framlagi til tækjakaupa á árinu 2006, en hafinn verði undirbúningur að því að gera þreksal í því rými sem nú er notað undir gufubað og handmennta- kennslu. Gert verði ráð fyrir fjármagni til þeirra framkvæmda af rekstrarfé Eignasjóðs á næsta ári. Bréf frá Ola Fjalari Böðvarssyni, dags.l. nóv. 2005, fh. Hestamannafélagsins Trausta þar sem óskað er eftir fjárstyrk til lagfæringar á reiðvegi frá Apavatni, inn Laugardal allt að Brúará. A þessum tíma getur byggðaráð ekki samþykkt ákveðna upphæð til þessa verkefnis. Byggðaráð kallar eftir ítarlegri upplýsingum um fyrirliggjandi verkefni innan sveitarfélagsins, bæði til lagfæringa á núverandi reiðvegum og nýbyggingu reiðvega, svo og tjármögnun þeirra. Einnig óskar byggðaráð eftir upplýsingum um, að hvað miklu leyti LH [Landssamband hestamannafélaga] kemur að verkefnum sem lúta að viðhaldi reiðvega. Bréf frá Svæðisvinnumiðlun Suðurlands, dags. 2. nóv. 2005, varðandi aðgang fólks á atvinnuleysisskrá að sundstöðum. Byggðaráð sér ekki ástæðu til að fjölga frekar undanþágum frá núgildandi gjaldskrá. Viðaukasamningur, dags. 15. nóv. 2005, milli Landgræðslu ríkisins og Landgræðslufélags Biskupstungna annars vegar og eigenda Hóla og Tunguheiðar í Biskupstungum hins vegar. Byggðaráð leggur til að samningurinn verði staðfestur. Bréf frá Björgunarsveitum Báskógabyggðar, dags. 4. október 2005, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitar- félaginu til rekstrar sveitanna. Byggðaráð leggur til að veittur verður styrkur að upphæð kr. 1.000.000 árið 2006, sem skiptist jafnt á milli björgunarsveitanna, enda verði gerður samstarfssamningur milli Bláskógabyggðar og björgunarsveitanna 51. fundur byggðaráðs 6. desember 2005. Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggða- ráðs, Snæbjörn Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir auk Valtýs Valtýssonar sem ritaði fundargerð. Bréf frá Kolbeini Sveinbjörnssyni og Borghildi Litli Bergþór 20 ___________________________________ Guðmundsdóttur, dags. 4. des. 2005, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis á 14.500 fm lands sem þau hafa fest kaup á í landi Skálabrekku í Þingvallasveit. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við stofnun þessa lögbýlis. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2006. Valtýr kynnti drög að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Bláskógabyggðar fyrir árið 2006 og yfirfór forsendur hennar. 50. fundur sveitarstjórnar 13. desember 2005. Mættir voru allir sveitarstjórnarmenn nema Kjartan Lárusson en fyrir hann Kristján Kristjánsson. Einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Málefni veitna: Tengigjöld kaldavatnsveitu. Margeir Ingólfsson lagði fram eftirfarandi tillögu: Lágmarksheimæðagjald kaldavatnsveitu Bláskógabyggðar verði kr. 180.000 fyrir sumarhús og íbúðarhús í skipulögðu þéttbýli m. v. allt að 32 mm þvermál og allt að 25 metra lengd heimæðar. Heimæðargjald hækkar í samræmi við aukinn sverleika og /eða lengd heimæðar. Gjaldið breytist um sama hlut- fall og byggingarvísitala miðað við 1. jan. 2006. Lágmarksheimæðagjald fyrir býli að meðtöldu íbúðarhúsnæði verði kr. 295.000 miðað við allt að 63 mm þvermál heimæðar. Gjaldið breytist um sama hlut- fall og byggingarvísitala miðað við 1. jan. 2006. Gjaldskráin taki gildi frá og með 1. janúar 2006. Tillagan samþykkt samhljóða. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006. Sveitarstjóri lagði fram yfirlit yfir áætlaðan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sjóðstreymi ársins 2006. Ekki var búið að færa inn áætlun um framkvæmdir á árinu. Fjárhagsáætlun 2006 er vísað til síðari umræðu, en haldinn verður fundur í sveitarstjórn þriðjudaginn 20. desember n.k. þar sem gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun verði afgreidd. Laun nefnda og stjórna árið 2005. Lögð fram tillaga um að laun fyrir nefndarstörf hjá sveitarfélaginu verði þau sömu og á árinu 2004. Samþykkt samhljóða. Skólatúnið á Laugarvatni. Bréf Menntaskólans að Laugarvatni, dags 31. ágúst 2005. I bréfi skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni er vakin athygli á lélegu ástandi slitlags á götunum Skólatúni og Garðstíg á Laugarvatni, en ríkið hefur séð um uppbyggingu og viðhald gatnanna til þessa. Við þessar götur stendur starfsmannahúsnæði skólans. Óskað er eftir því við sveitarfélagið að það sjái um viðhald og endurbætur á slitlagi umræddra gatna. Sveitarstjóm tekur vel í erindið og lýsir sig reiðubúna að taka þessar götur inn í það gatnakerfi á Laugarvatni sem er í umsjá sveitarfélagsins. Forsenda þess er þó sú, að greidd verði gatnagerðargjöld að sama marki og aðrir eigendur íbúðarhúsnæðis í þéttbýli innan marka sveitarfélagsins, þar sem götur eru í umsjá þess. Astand gatna, undirbygging, ástand holræsa m.m. þarf að skoða til þess að hægt verði að meta forsendur álagningar gatnagerðargjalds. Einnig þarf að skoða stöðu óbyggðra lóða við umræddar götur gagnvart álagningu gatnagerðargjalda. Ráðning oddvita í hlutastarf. Sveinn Sæland vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.