Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 21
Lögð fram tillaga um ráðningu oddvita sveitar- stjómar til loka kjörtímabilsins. Ráðningin byggist á sömu forsendum og ákvörðun sveitarstjómar frá 5. okt. 2004. Samþykkt með fjórum atkvæðum (SS, MI, MB og SA) en tveir sátu hjá (DK og KK). Samkomulag við Halldór Gústafsson vegna lóðar í landi Norðurbrúnar. Oddviti kynnti forsögu málsins. Lagt fram sam- komulag, dags. 7. desember 2005, milli Bláskóga- byggðar og Halldórs Gústafssonar, vegna lóðar í landi Norðurbrúnar. Samkomulagið felur í sér greiðslu til Halldórs kr. 1,3 millj. Greiðsla þessi felur í sér fulln- aðarendurgreiðslu frá hendi sveitarfélagsins vegna umræddrar lóðar í landi Norðurbrúnar. Greiðslan bókist út af liðnum „gatnagerðargjöld“ og breytist fjárhags- áætlun 2005 sem því nemur. Samþykkt samhljóða. Bréf frá FOSS, dags. 23. nóvember 2005. I bréfinu kemur fram ósk stjórnar FOSS um fund með sveitarstjóm Bláskógabyggðar, til að ræða þá stöðu sem upp er komin í kjaramálum starfsmanna sveitarfélaga. Sveitarstjórn vill árétta, að hún hefur veitt Launanefnd sveitarfélaga samningsumboð fyrir hönd sveitarfélagsins og beinir því til FOSS að leita til launa- nefndarinnar varðandi erindið. 51. fundur sveitarstjórnar 20. desember 2005 Mættir vom allir sveitarstjórnarmenn nema Margeir Ingólfsson en fyrir hann Aðalheiður Helgadóttir. Einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Deiliskipulag Skálabrekku í Þingvallasveit. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi, mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu deiliskipulags Skálabrekku. Lögð fram tillaga frá Pétri H. Jónssyni að deiliskipu- lagi 16.000 fm lóðar undir íbúðarhús í landi Skálabrekku en innan marka hennar var gamla bæjarstæði Skálabrekku. Beiðandi er Einar Öm Jónsson. Skipulagið og byggingamefndarteikningar vom í kynningu frá 1. september til 29. september 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 13. október. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjóm samþykkti deiliskipulagið 8. nóvember og var þá gert ráð fyrir því að byggingarreitur yrði 70 metra frá vatnsbakka. Fornleifavemd ríkisins hafði þá með umsögn sinni mótmælt því að byggingin væri nær bæjarhólnum en umhverfisstofnun hafði mótmælt því að farið yrði nær bakkanum en 80 metrar. Þegar leitað var til Skipulagsstofnunar um heimild til þess að auglýsa skipulagið í B-deild stjórnartíðinda var heim- ildin veitt með þeim skilyrðum að ný umsögn Fomleifavemdar lægi fyrir. Sú umsögn hefur nú fengist og þar leggst Fomleifavernd mjög ákveðið gegn því að byggingarreitur verði nær bæjarhólnum en sem nemur 50 metra fjarlægð hans frá vatnsbakka. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið með bygg- ingarreit 50 metra frá vatnsbakka Þingvallasvatns þar sem að aðstæður leyfa ekki annað á þessum stað en leggur um leið áherslu á að aðgengi gangandi vegfar- enda um vatnsbakkann verði ekki hindrað á neinn hátt. Bflastæði skulu vera innan byggingareits. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi, vék af fundi. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006. Onnur umræða. Sveitarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar ásamt greinargerð. Aætlunin hefur tekið breytingum frá fyrri umræðu, sem orsakast af breyttum forsendum rekstrarársins 2005. Um er að ræða auknar skatttekjur ársins 2005, annars vegar vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði sem tekin var ákvörðun um núna í desember og hins vegar hækkunar á útsvarstekjum. Fjárhagsáætlun 2006 gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verði kr. 565.703.000. Rekstrargjöld samstæðu ásamt afskriftum kr. 524.255.000. Fjármagnsgjöld áætluð kr. 26.052.000. Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður jákvæð að upphæð kr. 15.397.000. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins við gatnagerð, fráveitu og vegna kaupa á athafnalóðum verði kr. 34.000.000 en innheimt gatnagerðargjöld vegna framkvæmda verði kr. 19.000.000. Nettófjárfesting verði því kr. 15.000.000. Gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga og skuldbreytinga kr. 20.000.000. Fulltrúar T-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu: T-listinn leggur til að sveitarstjórn breyti samþykkt sinni á A-lið álagningarprósentu fasteignagjalda í 0,55% vegna íbúða, jarða og sumarhúsa í sveitarfélag- inu. Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson. Tillagan borin upp og felld með 5 atkvæðum á móti (SAS, SA, MB, AH, SS) og 2 atkvæðum með (DK, KL) Oddviti lagði l'ram bókun fulltrúa Þ-listans vegna fram kominnar tillögu T-listans: Þ-listinn getur ekki samþykkt tillögu T-listans í ljósi þess að álagningarskrá FMR liggur ekki fyrir. Þá gefur rekstrarstaða sveitarfélagsins ekki tilefni til lækkunar álagningarstofns, að svo stöddu. Þ-listinn vill þó leggja áherslu á að tekjustofnar sveitarfélagsins eru í sífelldri endurskoðun með hliðsjón af rekstrarafkomu þess. Sveinn A. Sæland, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Aðalheiður Helgadóttir og Snæbjörn Sigurðsson. Fulltrúar T-listans lögðu fram eftirfarandi bókun: Það er mat T-listans að tekjur vegna fasteignagjalda séu vanmetnar í fjárhagsáætlun. Sumarhúsaeigendur eru mjög óánægðir með aukna skattheimtu Bláskógabyggðar af sumarhúsum sem hefur orðið vegna mikillar hækkunar á fasteignamati sumarhúsa í sveitarfélaginu. Allir fasteignaeigendur hafa fengið á sig auknar fjárhagsbirgðar vegna hækkunar á fasteigna- mati í sveitarfélaginu. Það þarf að leiðrétta með lækkun á álagningarprósentu. Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson. Oddviti bar upp tillögu að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006 til samþykktar. Samþykkt með 5 atkvæðum (SAS, SA, MB, AH, SS) en 2 sátu hjá (DK, KL). Erindi frá Umhverfisráðuneytinu. Lagt var fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 7. desember 2005, þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um undanþágubeiðni skipulagsfull- trúa uppsveita Arnessýslu. Skipulagsfulltrúi óskar eftir undanþágu frá 7. mgr. 4.16.2 í skipulagsreglugerð um fjarlægð frá þjóðvegi, vegna breytingar á deiliskipulagi frístundalóða í landi Snorrastaða. 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.