Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 22
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að umbeðin undanþága verði veitt. 52. fundur sveitarstjórnar 17. janúar 2006. Mættir voru allir sveitarstjórnarmenn Einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Fundargerðir til staðfestingar: Fundur oddvita og sveitarstjóra uppsveita Arnessýslu, dags. 5. janúar 2006. Drífa Kristjánsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun vegna 2. liðar fundargerðar: Finnst ekki ástæða til að samþykkja slíka ferð enda aðeins ár síðan að sveitarstjóri og oddviti fóru í sams- konar ferð til Norðurlanda. Drífa Kristjánsdóttir og Kjartan Lárusson. Fundargerð staðfest samhljóða utan 2. liðar sem staðfestur var með 2 mótatkvæðum (DK, KL). Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals, dags. 26. ágúst 2005. Kjartan Lárusson vill láta bóka eftirfarandi: Eg tek undir það sem fram kemur í fundargerðinni, að ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Laugardals hefur ekki verið gerður frá árinu 2002. Einnig vantar ársreikning fyrir fjallskilasjóð Þingvallasveitar frá sama tíma. Oskað er eftir því að ársreikningar fyrir þessa fjallskilasjóði liggi fyrir við afgreiðslu ársreiknings sveitarsjóðs fyrir árið 2005. Oddviti, Sveinn Sæland, vill láta bóka eftirfarandi: Samhliða gerð ársreiknings Bláskógabyggðar 2005 er verið að vinna ársreikninga fyrir þessa fjallskilasjóði fyrir umrætt tímabil. Fundargerðin staðfest samhljóða. Skipulagsmál. Tillaga að lagfæringu aðalskipulagsuppdráttar vegna Hrauntúns, Biskupstungum. Tekin fyrir tillaga skipulagsfulltrúa Uppsveita Arnessýslu um að sveitarstjórn heimili auglýsingu tillögu að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000 - 2012 í landi Hrauntúns. Tillagan gerir ráð fyrir að 13 hektarar lands vestan Andalækjar og Dimmu verði skilgreind sem svæði fyrir frístundabyggð í stað svæðis fyrir landbúnað. Deiliskipulag að frístundabyggð á þessum stað hefur verið í gildi frá 1998 en við gerð aðalskipulags urðu þau mistök að svæðið fór ekki inn á aðaluppdrátt sem frístundasvæði. Sveitarstjórn samþykkir heimild til auglýsingar tillögu til breytingar á aðalskipulagi í landi Hrauntúns skv. 18. grein Skipulags- og bygginarlaga. Samþykkt samhljóða. Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps, vegna Laugarvatns. Lögð var fram tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000 — 2012, dags. 13. janúar 2006 og unnin af Landform. Um er að ræða þrjá skipulags- reiti sem falla undir íbúðarsvæði, tveir innan þéttbýlis- marka Laugarvatns, en einn utan þeirra. Við breyting- una stækka þéttbýlismörk sem nemur þriðja reitnum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að auglýsa breytingatillöguna skv. 18. gr. Skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskups- tungnahrepps, vegna Miðhúsa. Lögð var fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000 - 2012, sem við kemur Miðhúsum, unnin af Pétri H. Jónssyni. Um er að ræða breytingu á 36 ha svæði úr landi Miðhúsa, sem skil- greint er skv. núgildandi aðalskipulagi sem land- búnaðarsvæði, en verður eftir breytinguna skilgreint sem frístundabyggð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að auglýsa breytingatillöguna skv. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Landskiptagjörð, Gufuhlíð, Biskupstungum. Lögð fram undirrituð landskiptagjörð, dags. 11. janúar 2006, þar sem tveimur íbúðalóðum er skipt út úr jörðinni Gufuhlíð, landnr. 167096. Umræddar lóðireru 1.250 fm (landnr. 201040) og 1.840 fm (landnr. 205131). Landskiptagjörðin er undirrituð af Jakobi Helgasyni kt. 010330-4919, Bimu Guðmundsdóttur kt. 190234-3719 og Helga Jakobssyni kt. 091265-3549. Einnig er hún undirrituð fyrir hönd Gufuhlíðar ehf. kt. 420594-2249 af Jakobi Helgasyni og Helga Jakobssyni. Einnig eru lögð fram stofnskjöl fyrir umræddar íbúðalóðir. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi landskiptagjörð og samþykkir hana fyrir sitt leyti. Yfirlýsing vegna umsjár jarðarinnar Laugar. Fyrir liggur tillaga að yfirlýsingu frá hendi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, þar sem sveitarstjórn mælir með því fyrir sitt leyti að Hótel-Geysi ehf /Má Sigurðssyni verði falin umsjá jarðarinnar Laugar í Biskupstungum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og ferðamálafulltrúa Uppsveita Amessýslu að undirrita umrædda yfirlýsingu. Tillaga að auglýsingu um greiðslu húsaleigubóta 2006. Lögð fram tillaga að auglýsingu um greiðslu húsaleigubóta hjá Bláskógabyggð fyrir árið 2006. í auglýsingunni er gerð tillaga um að fjárhæðir húsaleigubóta verði þær sömu og grunnfjárhæðir sem ákveðnar eru í reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu. Samþykkt samhljóða. Umsókn um byggingarlóð. Fyrir liggur umsókn frá Bisk-verk ehf. um iðnaðarlóðina Vegholt 6, Reykholti, sem móttekin var 30. desember 2005. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða að úthluta Bisk-verk ehf. umræddri lóð. Félagsmálaráðuneytið 27. desember 2005, ný reglugerð um fasteignaskatt. í ljósi nýrrar reglugerðar er ljóst að þörf er á setn- ingu reglna um beitingu heimilda um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipaður verði vinnuhópur til að móta reglur um beitingu umræddra heimilda. Eftirtaldir voru skipaðir: Valtýr Valtýsson, Margeir Ingólfsson og Drífa Kristjánsdóttir. Launaráðstefna launanefndar sveitarfélaga, 20. janúar 2006. Dagskrá launaráðstefnu, - ákvörðun um fulltrúa Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarstjómar Bláskógabyggðar á ráðstefnunni. Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.