Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 23
Innsend bréf og erindi: 1. Bréf frá Menntaskólanum að Laugarvatni, dags. 14. desember 2005. í bréfinu óskar Halldór Páll Halldórsson, skóla- meistari, eftir því við sveitarstjóm Bláskógabyggðar að sveitarfélagið láti lagfæra útrásir á vatni úr hitaveitu ríkisins neðan við aðalbygginu Menntaskólans að Laugarvatni. Sveitarstjóm tekur vel í erindið að því tilskyldu að samkomulag náist milli Bláskógabyggðar og ríkisins um rekstur og framtíðarsýn hitaveitunnar á Laugarvatni. 2. Bréf frá Vinnumálastofnun, dags. 28. desember 2005. I bréfínu kemur fram að samningur Vinnumálástofnunar við Bláskógabyggð um skráningu atvinnuleysis rennur út 31. desember 2005. Jafnframt kemur fram að verulegar breytingar muni verða gerðar á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir og atvinnu- leysistryggingar, sem taka muni gildi 1. júlí 2006. I ljósi þessara aðstæðna óskar Vinnumálastofnun eftir framlengingu á samningi til 1. júlí 2006. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að framlengja samning við Vinnumálastofnun til 1. júlí 2006 á þeim forsendum sem fram kemur í bréfinu. 3. Bréf frá KHÍ, dags. 15. desember 2005, sem fram- sent var frá Skólaskrifstofu Suðurlands. í bréfínu kemur fram ósk um leyfi til að starfa að rannsóknum um náttúrufræði- og tæknimenntun í sam- starfi við skólastjóra og kennara í Grunnskóla Blá- skógabyggðar. Samþykkt samhljóða að vísa þessu er- indi til fræðslunefndar og skólastjómenda til umsagnar. 4. Reiðvegur um Laugardal, bréf frá Hmf. Trausta, dags. 9. desember 2005. Fyrir liggur ósk frá Hestamannafélaginu Trausta, um fjárstuðning vegna viðhalds reiðvegar um Laugardal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar muni kosta kr. 1,5 millj. Farið er fram á fjárstyrk frá sveitarfélaginu að upphæð kr. 500 þús. en gert er ráð fyrir fjárframlagi úr reiðvegasjóði LH að upphæð kr. 1 millj. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umræddan styrk til verkefnisins, með fyrirvara um að umræddur fjárstyrkur komi frá reiðvegasjóði LH. Fjárhæðin verði tekin af liðnum „Viðhald gangbrauta og stíga (10411); viðhald ósundurliðað (4960)”. 52. fundur byggðaráðs 31. janúar 2006. Mætt: Margeir Ingólfsson, formaður byggðaráðs, Sigurlaug Angantýsdóttir, Kjartan Lámsson og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Framkvæmdaáætlun Bláskógabyggðar 2007 til 2009. Margeir gerði grein fyrir forsendum framkvæmdaáætl- unar fyrir árin 2006 - 2009. Um er að ræða framkvæmdir við gatnagerð, frágang opinna svæða, holræsi og nýframkvæmdir við byggingar. Byggðaráð leggur til að nettó framkvæmdakostnaður við nýframkvæmdir verði kr. 6 millj. árið 2007, kr. 12 millj. árið 2008 og kr. 15 millj. árið 2009. Bréf frá Konráði Ásgrímssyni, dags. 24. jan. 2006, þar sem óskað er umsagnar Bláskógabyggðar vegna fyrirhugaðra kaupa á ríkisjörðinni Rima, Bláskógabyggð. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri veiti umbeðna umsögn, þar sem fram komi að sveitar- stjórn mæli með því að Konráð fái jörðina keypta. Bréf frá Skipaskoðun íslands og Hönnun hf., dags. 11. jan. 2006, varðandi aðalskoðun og eftirliti með leiksvæðum og leiktækjum. Byggðaráð bendir á að þegar hefur verið gert samkomulag við Línuhönnun um að sjá um þessi mál fyrir sveitarfélagið. Bréf frá Sambandi Sunnlenskra kvenna, dags. 12. jan. 2006, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna námskeiðahalds. Byggðaráð leggur til að veittur verði styrkur til verkefnisins að upphæð kr. 10.000 og færist á bókhaldslykil 0589-9991. Bréf frá KSÍ, dags. 10. jan. 2006, varðandi spark- velli. Byggðaráð leggur til að sótt verði um tvo spark- velli sem verða byggðir á árinu 2007 og staðsettir við grunnskólana í Reykholti og á Laugarvatni. Byggðaráð leggur áherslu á að samstarf takist um verkefnið með fyrirtækjum, foreldrafélögum skólanna og ungmenna- félögum. Erindi frá Jóni Inga Gíslasyni fyrir hönd einka- hlutafélagsins Aðstoðar ehf., dags. 8. nóv. 2005, þar sem hann óskar eftir samþykki sveitarstjórnar Blá- skógabyggðar fyrir því að eignahluti hans í Kjam- holtum 2 verður gerður að lögbýli. Þar sem fram hafa komið athugasemdir frá landeiganda Kjarnholta 1 þess efnis að landamerki jarðanna séu ekki rétt skráð á meðfylgjandi uppdráttum þá frestar byggðaráð afgreiðslu málsins. 53. fundur sveitarstjórnar 7. febrúar 2006. Mættir voru allir sveitarstjórnarmenn nema Snæbjörn Sigurðsson en fyrir hann Gunnar Þórisson. Einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Aðalskipulagsmál; meðferð athugasemda og afgreiðsla: 1. Iða í Biskupstungum; innan þéttbýlisuppdráttar Laugaráss. Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000 — 2012 á svæði innan þéttbýlisuppdráttar Laugaráss. Tillagan gerir ráð fyrir að 55 ha lands breytist úr svæði undir landbúnað í svæði undir frístundabyggð. Þau svæði eru vestan þjóðvegar en einnig á spildu sunnan núverandi frí- stundabyggðar. Einnig breytist lóðin númer 4 við Hamarsveg (Hálsakot) úr svæði undir frístundabyggð í svæði undir landbúnað. Tillagan var í kynningu frá 16. nóvember - 14. desember 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 28. desember 2005. Athugasemdir Skipulagsstofnunar, sem komu fram áður en tillagan var auglýst, voru kynntar með tillögunni á auglýsingartíma. Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar, sem snertir liði L, 2. og 3. vísast til sérstakrar bókunar sveitarstjórnar undir lið 3. Ein athugasemd barst frá Bimi Gunnlaugssyni þar sem óskað er eftir því að skipulagstillögunni verði breytt þannig, að reitimir á norðanverðum Austur- og Suðurás verði felldir út og verði áfram merktir sem landbúnaðarsvæði en fari ekki undir frístundabyggð. Sveitarstjórn samþykkir að leggja til við landeig- endur að Iðu II að tekið verði tillit til framkominna athugasemda og óskar eftir því að þeir breyti skipu- lagstillögunni í samræmi við það, þannig að Austurás verði áfram merktur sem landbúnaðarsvæði. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða ___________________________________ 23 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.