Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 26
þess að tryggja umferðaröryggi eins og hægt er. Bréf frá Kára Jónssyni formanni UMFL, dags. 6. febrúar, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarféla- gið um að sækja um að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið að Laugarvatni um verslunarmannahelgina árið 2008. Byggðaráð tekur vel í erindið og leggur til að sveitarstjórn standi að umsókninni með UMFL. Lóðablöð vegna landspildna úr landi Brautarhóls. Lögð fram tvö landspildublöð frá Pétri H. Jónssyni, skipulagsfræðingi. Annars vegar 11,18 ha spilda sem liggur norðan lóðar Yleiningar. Hins vegar 7,88 ha spilda sem liggur norðaustan lóðar Yleininga, meðfram Biskupstungnabraut. Bæði þessi lóðarblöð eru dagsett í febrúar 2006. Beiðandi er Bjarni Kristinsson. Byggðaráð leggur til að samþykkt verði að skipta umræddum spildum úr jörðinni Brautarhóli, skv. 30. gr. Skipulags- og byggingarlaga. Uthlutun byggingalóða í Bláskógabyggð. 1. Umsókn frá Rut Guðmundsdóttur, kt. 160666- 4719, þar sem sótt er um lóðina Miðholt 37, Reykholti. Samþykkt samhljóða. 2. Umsókn frá Jóhönnu Magnúsdóttur, kt. 060678- 3679, þar sem sótt er um lóðina Miðholt 16, Reykholti. Samþykkt samhljóða. 3. Umsókn frá Hafsteini Helgasyni, kt. 090860- 2169, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 14, Laugarási. Samþykkt samhljóða. 4. Umsókn frá Jóni Skúla Indriðasyni, kt. 060763- 5939, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 10, Laugarási. Samþykkt samhljóða 5. Umsókn frá Hrafnildi Markúsdóttur, kt. 191062- 4269, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 14. Annar umsækjandi hafði þá áður verið búinn að sækja um og festa lóðina skriflega, þannig að ekki er unnt að úthluta þeirri lóð til umsækjanda. Samþykkt að bjóða umsækj- anda lóð nr. 8 við Bæjarholt. Umsækjanda veittur tveggja vikna frestur til að svara því tilboði. Ef því boði hefur ekki verið tekið innan tilskilins tíma verður lóðin laus til umsóknar. 6. Umsókn frá Kristni Arnari Jóhannessyni, kt. 081246-2709, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 4, Laugarási. Samþykkt samhljóða. A fundi sveitarstjórnar 8. nóv. 2005 var sveitarstjóra falið að leita tilboða í flutninga á vegum sveitar- félagsins. Tilboða var leitað hjá Landflutningum — Samskip og Flytjanda. I ljósi þeirra tilboða leggur sveitarstjóri til að gengið verði til samninga við Flytjanda. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri gangi frá samningnum við Flytjanda. 54. fundur sveitarstjórnar 14. mars 2006 Mættir voru allir sveitarstjórnarmenn og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Skipulagsmál; meðferð athugasemda og afgreiðsla: I. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardals- hrepps 2000 - 2012, Laugarvatn, Bláskógabyggð. Skipulagsstofnun hefur gert athugasemdir við umrædda tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Stofnunin telur að áður en tillagan verði auglýst verði að liggja fyrir bráðabirgðahættumat Veðurstofunnar ' vegna skriðufalla úr Laugarvatnsfjalli. Einnig telur Skipulagsstofnun að gera þurfi grein fyrir aðalskipu- lagsbreytingum ef íbúðarþörf er orðin önnur en sú sem aðalskipulagið byggir á. Skipulagsstofnun telur Litli Bergþór 26 ____________________________________ nauðsynlegt að fyrirvari um mat á umhverfisáhrifum vegna Gjábakkavegar verði settur í greinargerð með tillögu að breytingu á aðalskipulaginu. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða að fela sveitar- stjóra / skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athuga- semdum og breyta tillögunni í samræmi við framan- greindar athugasemdir áður en tillagan verði auglýst. Einnig samþykkir sveitarstjórn að kosta vinnu við bráðabirgðahættumat Veðurstofunnar. 2. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístunda- byggðar, Hólatún, í landi Kjarnholta III. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimila auglýsingu tillögunnar skv. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga og felur sveitarstjóra / skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 3. Deiliskipulag; Uthlíð í Biskupstungum. Um er að ræða tillögu að breytingu heildarskipulags Uthlíðar. Gert er ráð fyrir því að lóð númer 1 við Mosaskyggni verði 11.655 m2 í stað 10.000 m2. Norðan lóðarinnar kemur nú 2.996 m2 lóð með byggingarreit fyrir tækjahús Símans vegna gsm-fjarskiptasendis sem tillagan gerir ráð fyrir að verði komið fyrir á áðurgerðu mastri sem er inni á byggingarreit. Tillagan var í kynningu frá 11. janúar til 8. febrúar 2006. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 22. febrúar 2006. Engar athugasemdir hafa borist. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða umrætt deiliskipu- lag og felur sveitarstjóra / skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Riftun lóðaleigusamninga vegna lóða 4, 6 og 8 við Háholt á Laugarvatni. Lagt fram minnisblað frá Lögmönnum Suðurlandi, dags. 2. mars 2006, þar sem sveitarstjóm hafði falið Lögmönnum Suðurlandi að kanna þau úrræði sem Bláskógabyggð hefði vegna riftunar á lóðaleigu- samningum fyrir lóðirnar nr. 4, 6 og 8 við Háholt á Laugarvatni. Lögð var fram eftirfarandi bókun og tillaga um framgang málsins: Með bréfu dagsettu 1. febrúar 2006 var E.S.K, ehf. leigutaka á lóuðm nr. 4, 6 og 8 við Háholt á Laugarvatni tilkynnt að sveitarfélagið hefði í hyggju að rifta leigusamningum um framangreindar lóðir vegna vanefnda leigutaka. Var leigutaka veittur frestur til 15. febrúar sl til að koma að andmælum sínum. I ljósi þessa og í samræmi við samhljóða heimild í 5. gr. leigusamninga, dagsettum 12. júní 2003 um lóðimar Háholt 4, 6 og 8 á Laugarvatni riftir Bláskógabyggð framangreindum leigusamningum. Þeir leigusamningar sem rift er em þrír talsins, allir dagsettir 12. júní 2003 milli Bláskógabyggðar og E.S.K ehf. I umræddri 5. gr. segir: „Leigutaki skal hafa byrjað byggingu íbúðarhúss á lóðinni eigi síðar en 18 mánuðum eftir dagsetningu samningsins ella er hann uppsegjanlegur af leigusal og getur leigusali þá leigt öðrum aðila hafi leigutaki ekki hafið bygginga- framkvæmdir“ Bláskógabyggð mun endurgreiða þau gjöld sem innt hafa verið af hendi til sveitarfélagsins vegna framan- greindra lóða. Þá er tekin ákvörðun um að skuldjafna ógreiddum gjöldum til sveitarfélagsins vegna lóðanna Miðholt 13 - 15 og Miðholt 17-19 uppí þá endur- greiðslu. Af gefni tilefni bendir sveitarstjóm á 3. ml. framan- greindrar 5. gr. leigusamninganna en þar segir: „ Ekki

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.