Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 4
Formannspistill Aðalfundur Ungmennafélagsins var haldinn í Aratungu 21. maí síðastliðinn, og auk hefðbundinna aðalfundastarfa var ársskýrslan skoðuð, en þar gefur að líta það helsta úr starfi deilda Ungmennafélagsins. Ekki urðu breytingar í aðalstjóm, en hjá íþróttadeild gaf Loftur S. Magnússon ekki kost á sér lengur en í hans stað kom Helga María Jónsdóttir, eru Lofti þökkuð störfin með Iþróttadeild. Þann 4. apríl var undirritaður samstarfssamningur milli sveitarfélagsins annars vegar og ungmenna- félaganna og björgunarsveitanna hins vegar. Eins og flestum er kunnugt eru tvö ungmennafélög og tvær björgunarsveitir innan sveitarfélagsins. Hvað Ungmennafélagið varðar lítur samningur þessi einkum að því að efla samstarf milli sveitarfélagsins og UMF Bisk. og tryggja öflugt íþrótta-, tómstunda-, og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Samningnum er ætlað að tryggja enn frekar starfsemi UMF Bisk., enda er það viðurkennt af sveitar- félaginu að UMF Bisk. sinni öflugu og viðurkenndu forvamastarfi. Samstarfssamningurinn felur í sér fjárstyrk sem greiðist út tvisvar á ári og er það til bóta að það liggi fyrir hver fjárstyrkur sveitar- félagsins er. Hin hliðin er sú sem mest lýtur að skipulagningu æfinga í íþróttamiðstöð sem nú verða verðlagðar og þannig gerður sýnilegri kostnaður við hvem tíma þar. Þegar kemur að því að íþróttadeild skipuleggi æfingar næsta haust verður reiknaður kostnaður á hvern tíma til afnota í íþróttamiðstöðinni. Já, breytingin með samningnum felst meðal annars í þessu að áður fólst styrkur sveitafélagsins að stórum hluta í aðgangi að íþróttamiðstöðinni, sem ekki voru með beinum hætti reiknaðir í verði hvers æfinga- tíma. I samningnum eru lagðar auknar skyldur á félagið og er ekkert nema gott um það að segja, því vissulega felst mikil ábyrgð í því að standa vel að öllu sem lýtur að æskulýðs- og íþróttamálum æskunni til handa. Eitt af því sem kemur fram í samningnum er að börn á vegum UMF Bisk., búsett í Bláskógabyggð eru tryggð af sveitarfélaginu í íþróttastarfi á vegum félagsins. Um er að ræða sambærilega tryggingu og á börnum í grunnskóla. Nú að afstöðnum sveitarstjómarkosningum vil ég þakka fráfarandi sveitarstjóm fyrir samstarfið og vænti góðs samstarfs af hinni nýju. Með ósk um gjöfult og gott sumar. Kveðja, Guttormur Bjarnason, formaður Umf Bisk. Frá vinstri: Oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, formaður Umf. Bisk., sveitarstjóri Bláskógabyggðar, formaður Björgunarsveitar Biskupstungna, formaður Umf. Laugdœla. Kosningar á aðalfundi Umf. Bisk. 2006: Aðalstjórn: Guttormur Bjarnason, formaður Sveinn Kristinsson, ritari Ingibjörg Sigurjónsdóttir, gjaldkeri Dagný Rut Grétarsdóttir, varamaður Asborg Arnþórsdóttir, varamaður Skógræktardeild: Sigurjón Sæland, formaður Ingimar Einarsson, ritari Jens Pétur Jóhannsson, gjaldkeri Hólmfríður Geirsdóttir Rekstrarnefnd: Guttormur Bjamason, formaður Sveinn Kristinsson, varamaður íþróttarvallanefnd: Helgi Guðmundsson, formaður Þórarinn Þorfinnsson Rúnar Bjarnason Fulltrúi í þjóðhátíðarnefnd: Skipaður af stjórn. Skoðunarmenn: Gylfi Haraldsson, aðalskoðunarmaður Amór Karlsson, varamaður Útgáfunefnd: Arnór Karlsson Skúli Sæland Pétur Skarphéðinsson Svava Theodórsdóttir Skemmtinefnd unglinga: Eyrún ída Guðjónsdóttir Guðfinnur Davíð Óskarsson Arndís Anna Jakobsdóttir Guðrún Linda Sveinsdóttir Þröstur Geirsson Guðrún Gýgja Jónsdóttir Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.