Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Helstu tíðindi úr Biskupstungum frá apríl til júní í flestu tilliti hefur veðurfar þessa mánuði verið gott. Snjór hefur varla sést nema á fjallatoppum og vegir því verið greiðfærir. I apríl var hiti oft nærri frostmarki, stundum dálítið frost og kom svolítill klakabörkur í jörð en hlýindi ekki það mikil að gróður lifnaði verulega. Fyrri hluti maí var hlýr og suma daga fór hiti yfir 20°C og náði 23°C 9. maí og var það mesti hiti á landinu öllu í maímánuði. Þetta stóð þó ekki lengi og síðari hluta maí var fremur kalt og oft nokkuð hvass norðaustan vindur. Gróður sem var farinn að lifna missti víða skærasta vorlitinn, en virtist ekki verða fyrir varanlegum skaða. Næturfrost mun hafa verið fram í byrjun júní. Urkoma var mjög lítil, og suma daga var moldrok ofan af hálendisbrúninni og einnig úr flögum, sem farið var að búa undir sáningu. Síðustu daga maí og fyrri hluta júní var hlýtt og rigndi dálítið. Þá dafnaði gróður vel. Helgihald um páska var með hefðbundnum hætti, messað var í Haukadalskirkju á skírdag, Torfa- staðakirkju á föstudaginn langa og fjórum sinnum í Skálholtskirkju frá skírdegi til páskadags og auk þess var þar tónlistarstund með trúarlegri tónlist að kvöldi föstudagsins langa. I Bræðratungukirkju var messað annan sunnudag eftir páska. Ferming fór fram í Skálholtskirkju 14. maí, en þá voru fermd frændsystkinin Jóhann Kjartansson á Brautarhóli og Auður Hanna Grímsdóttir í Asatúni í Hrunamannahreppi. Þau eru systkinabörn frá Felli og föðurforeldrar hennar búa á Lindarbrekku hér í sveit. Laugardaginn fyrir hvítasunnu var Rakel Rún Ragnarsdóttir Tröðum, Bisk. fermd í Skálholtskirkju, og á hvítasunnudag voru fermd þar Amar Freyr Jósepsson Brúarási í Grímsnesi, Amdís Anna Jakobsdóttir Lyngbrekku, Bisk., Eyrún ída Guðjóns- dóttir Miðholti 3, Bisk., Guðfinnur Davíð Óskarsson Kistuholti 2, Bisk., Hugrún Ásta Kristjánsdóttir Bjarkarbraut 12, Bisk., Jóhann Atli Arason Háukinn 8, Hafnarfirði, Lovísa Tómasdóttir Auðsholti 2, Hrun., og Ægir Freyr Hallgrímsson Miðhúsum, Bisk. Stjórn Foreldrafélags leikskólans Álfaborgar og starfsfólk hans buðu til vorhátíðar í húsi hans í Reykholti síðast í apríl. Þar var að sjá sýnishom af því sem bömin hafa verið að búa til í vetur, veitingar skemmtun og tombóla. Um 30 böm hafa verið í leik- skólanum í vetur. Skólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar, Arndís Jónsdóttir, sleit honum 8. júní á þremur stöðum, á Laugarvatni, í Ljósuborg í Grímsnesi og í Aratungu. Alls voru um 200 nemendur á þessum þremur starfs- stöðvum í vetur og um 2/3 af þeim úr Biskupstungum. Nítján voru útskrifaðir með grunnskólapróf úr 10. bekk í Reykholti, og luku flestir öllum 6 prófunum. Auk þess lauk einn níundibekkingur, Jón Hjalti Eiríksson í Gýgjarhólskoti, lokaprófi úr grunnskóla í stærðfræði. Hann hlaut einkunina 10 í því. Eldri bróðir hans, Ögmundur, var í vetur í 1. bekk í Menntaskólanum að Laugarvatni, og fékk hann þar hæstu einkunn yfir skólann við útskrift í vor. Nokkrar breytingar eru um þessar mundir hjá Skálholtsskóla. Hólmfríður Ingólfsdóttir, sem séð hefur um bókhald og fjármál þar undanfarin ár verður nú framkvæmdastjóri og sérstök stjórn hefur yfirum- sjón með starfinu á staðnum. Bernharður Guðmunds- son, rektor, lætur af störfum í lok júlí, og við því starfi tekur Kristinn Ólafsson, sem er doktor í gamlatesta- mentisfræðum. I vor hafa götur verið undirbyggðar á nýju bygg- ingarlandi í Reykholti vestan Biskupstungnabrautar norðan Yleiningar. Komið var á svonefndri ADSL tengingu síma í Laugarási og nágrenni í vor. Gefur það möguleika á greiðu netsambandi. I vor var Listasmiðjan Gerði ehf. opnuð í Vestur- byggð í Laugarási. Þar selja þau Ellisif Malmo Bjamadóttir, garðyrkjufræðingur, og Loftur Snæfells Magnússon, húsasmíðameistari, sumarblóm og fleira. Egill Ámi Pálsson frá Kvistholti í Laugarási hlaut í vor styrk, að upphæð kr. 1 milljón, úr styrktarsjóði Baugs til að fara til Bandaríkjanna í framhaldsnám í söng, en hann hefur lokið 8. stigi í Söngskólanum í Reykjavík með góðum árangri. Byrjað var á fjómm íbúðarhúsum í Reykholti í maí með samtals 10 íbúðum, og að auki aðstöðu fyrir skiltagerð í einu þeirra. Starfsmannahús hefur verið byggt við Gullfosskaffi. Þjóðhátíð hófst með guðsþjónustu í Torfastaða- kirkju 17. Júní, skrúðganga var frá Bjarnabúð að Iþróttamiðstöð og var þar hefðbundin dagskrá með ávarpi fjallkonu og hátíðarræðu. Um kvöldið var „sundlaugardiskótek“ í Reykholtslaug. Ingólfur Jóhannsson (f. 1919), bóndi á Iðu, lést í júní 2005. títför hans fór fram frá Skálholtskirkju og hann var jarðsettur í kirkjugarðinum þar. (Farist hafði fyrir að greina frá láti hans í þessum þætti í 2. tbl. 26. árg.) títfarir tveggja Laugdælinga fóru fram frá Skálholtskirkju, Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur á Hjálmsstöðum (f. 1916) í apríl og Þorkels Bjarnasonar (f. 1929) á Laugarvatni í byrjun júní. Bæði voru þau jarðsett á Laugarvatni. títför Þórdísar Pétursdóttur á Seli í Grímsnesi (f. 1963) fór einnig þar fram undir lok maí. Lára Jakobsdóttir (f. 1938), húsmóðir á Syðri- Reykjum, lést um miðjan apríl. títför hennar fór fram frá Skálholtskirkju, en eftir bálför í Reykjavík var hún jarðsett í Torfastaðakirkjugarði. A. K. 5 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.