Litli Bergþór - 01.06.2006, Qupperneq 9

Litli Bergþór - 01.06.2006, Qupperneq 9
hérlendis, hlaut Indira Gandhi sína menntun þar, svo og fleiri nafntogaðir einstaklingar. En hvað með verkefnin? Næsta dag var komið að því að kynna okkur þau störf sem biðu okkar. Við fórum í svonefnt „mud- house“ (hús úr leir) og vorum þar kynnt fyrir ýmsum einstaklingum frá þorpunum, sem áður er getið og þarna fengum við tækifæri til að hitta þá, sem þar eru hamingjusöm, þrátt fyrir fátækleg kjör, en vissulega sá ég líka mörg, sem báru þess merki að hafa upplifað dýpri og stærri sorgir en margur fullorðinn. Sum augun voru barmafull af trega og mig langaði ítrekað til að taka þessi böm í fangið og mega annast þau. En það er auðveldara um að tala en í að komast og slík hugsun algerlega óraunhæf, þegar litið er á heildar- myndina af lífinu þarna. í forsvari fyrir verkefnunum. Allt var þetta hið elsku- legasta fólk, sem tók okkur af virðingu og hlýju. Þessu næst var okkur sjálfboðaliðunum skipt niður í hópa til að fara í þorpin. Alls staðar var starfið fólgið í umönnun og kennslu barna frá tveggja ára og upp í unglingsaldur. Það var algengt að eldri systkini hefðu þau yngri á handleggnum og bæru algera ábyrgð á þeim. Þessi börn áttu við margvíslegan vanda að stríða s.s. félagslega vanhæfni foreldra, munaðarleysi, ofur- fátækt, drykkjuskap eða vinnu foreldra á slóðum fjarri heimilinu. Þó ýmsum þyki það e.t.v. einkennilegt þurftum við að kenna bömunum að leika ýmsa leiki, föndra, lita og teikna, því þau áttu ekkert til slíkra hluta. Einnig reyndum við að kenna þeim svolitla ensku eftir föngum. Hvað með viðurgerning við börnin? Mér er sérlega minnisstætt að í múslimaþorpunum gáfu þorpsbúar börnunum ætíð eina máltíð á dag, mest hrísgrjón, en mér virtust múslimar hugsa vel um sína og ekki skorast undan ábyrgð á meðbræðmm sínum. Og vissulega fengum við líka hrísgrjón þama - stund- um uppá hvern einasta dag! Islendingar eru nú fremur vanir blessuðum grjónunum sem meðlæti með ein- hverju kjammeira, en öllu má venjast. - Annars staðar en í nefndum þorpum var matarvenjum þannig háttað að í skólunum ( þetta voru skólar ættbálkanna) fengu börnin eina máltíð daglega og mörg þeirra fengu ekkert annað, fyrr en að sólarhing liðnum. Mér virtust börnin mörg hver vera glöð og Rismál ykkar? Þegar við fórum í þorp múslimanna, þurf- tum við að vakna klukkan sex á morgnana, hjóla nokkra kílómetra í talsverðum hita og taka því næst strætó, en ferðin tók hálftíma með því frumstæða farartæki! í þessu þorpi kenndi ég börnunum svolítið um Island, setti upp plastvarin póstkort héðan og íslenskan fána. Þau vir- tust hafa heilmikinn áhuga og hafa gaman af. En ég rak mig líka á að krossinn á íslens- ka fánanum vakti blendnar tilfinningar hjá íbúum þorpsins. Kross! Og krossinn getur táknað ýmislegt meðal múslimskra þjóða. Sérstaklega þegar þjóð með kross í fána sínum hefur skopast að spámanni þeirra. Þama var einnig íslenskur maður að störfum og við lentum í svolitlum umræðum og útskýringum á að við værum ekki Danir og létum meira að segja þau orð falla að við værum nú ekkert sérlega hrifin af Dönum á íslandi! Það var e.t.v. orðum aukið, en spillti ekki fyrir slökun andrúms- loftsins, sem hafði risið í ögn óþægilega bylgjutoppa. Unglingar með ungbarn. En fullorðna fólkið? í múslimska þorpinu varð ég þess vör að ekki var til siðs að sýna hlýju - aðeins rækja skyldur sínar og sjá til þess að hlutir gengju sinn rétta gang. En að taka utan um fólk, faðma eða láta sig í ljósi á annan hátt, var ekki hluti viðurkenndra viðbragða. Þó hitti ég þarna gamla konu, sem hafði þau áhrif á mig að mig langaði svo að faðma hana... og lét það eftir mér. Þið hefðuð átt að sjá viðbrögð fólksins og undrunina. 9 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.