Litli Bergþór - 01.06.2006, Page 11

Litli Bergþór - 01.06.2006, Page 11
Frá íþróttadeild Umf. Bisk. Vetrarstarf íþróttadeildar Umf. Bisk. hófst 19.september og lauk nú um miðjan maí. Badminton: í haust var byrjað með einn hóp (5. - 10. bekk) sem æfði badminton, en fljótlega fjölgaði iðkendum það mikið að nauðsynlegt reyndist að skipta hópnum í tvennt, svo að æfingatíminn nýttist sem skyldi. Krakkarnir stóðu sig með miklum ágætum og stunduðu æfingar af kappi. Þegar fór að vora fór þó að draga úr mætingu og var hópurinn þá sameinaður á ný. Þjálfari í vetur var Karl Pálsson. Glíma: Boðið var upp á glímu fyrir yngri og eldri hóp og æfðu þau einu sinni í viku. Glímu- krakkarnir okkar hafa staðið sig glæsilega á þeim mótum sem þeir hafa tekið þátt í, nú í vetur. Má nefna að við eigum m.a. einn fjórðungsmeistara, Pálma Eirik Gíslason, en hann vann sinn flokk, 14-15 ára, á Fjórðungsglímu Suðurlands sem fram fór 3. nóvember 2005. Vonandi halda okkar krakkar áfram á þessari braut. Glímu og fimleika- sýning var haldin 22. maí og þar sýndu krakkarnir færni sína. Þjálfari í vetur var Helgi Kjartansson. Yngri glímuhópurinn sýnir nokkur brögð. Fimleikar: Þessi grein var ein sú vinsælasta hjá okkur í vetur eins og síðastliðin ár, og voru iðkendur um 50 talsins. Eldri hóparnir æfðu tvis- var í viku en þeir yngri einu sinni í viku. Fimleikamaraþon var haldið þann 4. mars til fjáröflunar fyrir kaup á keppnis-trambólíni. Krakkarnir söfnuðu áheitum og æfðu síðan fim- leika frá kl.10 til 18þennandag. Söfnunin gekk ágætlega og var trambólínið komið í hús nú á vordögum. Við fengum einnig styrk til kaupanna úr íþróttasjóði Menntamálaráðuneytisins. Fimleika- og glímusýning var síðan haldin 22. maí og sýndu iðkendur afrakstur æfinga vetrarins. Nokkrar af elstu stelpunum hafa verið duglegar að hjálpa til á æfingum yngri iðkendanna. Þjálf- ari í vetur var Freydís Örlygsdóttir. Knattspyrna: Aukning varð á iðkendafjölda nú í vetur en u.þ.b. 44 krakkar mættu reglulega á æfingar. Fjölgunin var mest í miðhópnum og eru stelpur orðnar um þriðjungur iðkenda þar, og er það vel. Eins og áður var skipt í þrjá hópa eftir aldri og æfði hver hópur einu sinni í viku. Eftir áramót tóku þau þátt í HSK mótinu sem fram fór í febrúar og mars, og stóð okkar knattspyrnufólk sig vel. Þjálfari í vetur var Karl Hallgrímsson. Stelputímar: Stelputímar fóru vel af stað í haust. Farið var í hinar ýmsu greinar, svo sem handbolta, blak, badminton o.fl. Vel var mætt í flesta tíma eða um 12 - 14 stelpur, samheldinn hópur, frísklegur og skemmtilegur. Hittust stelpurnar eina kvöldstund á önninni og elduðu saman og höfðu það huggulegt. Tímarnir voru á einu sinni í viku. Áslaug Rut Kristinsdóttir hefur séð um þessar æfingar í vetur. 11 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.