Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 15
Hér verður leitað til annarrar heimildar um heim- sókn Stephans G. í Biskupstungur, en frásögn af henni eftir Sigurlaugu Erlendsdóttur á Torfastöðum (f. 1878) er í Inn til fjalla, riti Félags Biskupstungnamanna í Reykjavík, III. bindi. Eftir inngang um félagslíf og náttúruperlur í Biskupstungum skrifar Sigurlaug: „Það var sumarið 1917 að ungmennafélögin buðu heim vesturíslenska skáldinu Stepháni G. Stepháns- syni. Ríkti mikill samhugur um það aðfagna sem best skáldinu, sem nú heilsaði ættlandi sínu eftir 44 ára útlegð. I Biskupstungur átti skáldið að koma og taldi fólkið í sveitinni til þess aðfá að sjá þann, er ort hafði: Þótt þú langförull legðir sérhvert land undirfót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. Það kunni vel skil á Ijóðum hans. Oft hafði verið á þau minnst, þau lesin upp og í þau vitnað, og sett á bekk með djúpvitrustu Ijóðum, sem ort hafa verið á íslenzka tungu. Það var því bœði metnaður og til- hlökkun að getafagnað sem bezt þessum ágæta gesti, sem átti þá hugsjón, að „hvað sem þú föðurland frétt- ir um mig, séfrægð þinni hugnan, því ég elska þig. “ Með stuttum fyrirvara var Ungmennafélagi Biskupstungna tilkynnt hvenær það œtti að taka á móti gesti sínum. Varð því að hafa hraðann á. Búið var að ákveða að ungmennafélagar og aðrir í sveitinni kæmu saman að Geysi og sætu kajfiborð með gestum. Boðum þurfti því að koma um alla sveit, aflafanga ogfá konur til að annast framreiðslu. Enginn sími og engir bílar voru þáfyrir hendi. Nóttina varð því að nota og auka þannig degi við œviþátt - og ekki eftir talið þar sem hinn minnisstæði dagurfór í hönd. Fimmtudaginn 12. september 1917 kom svo Klettafjallaskáldið austur í Biskupstungur, Með honum úr Reykjavík var dr. Guðmundur Finnbogason, hinn ágœti menntafrömuður og mikill aðdáandi skáldsins. Úr Laugardal fylgdi þeim Páll Guðmunds- son, Hjálmsstöðum. Til móts við gestina að Geysi fóru prestshjónin á Torfastöðum, Þorsteinn Þórarins- son, Drumboddsstöum og Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu. Vatnsleysufoss - Faxi. Farið var að Gullfossi með gestina. En ekki glóðu hinir gullnu regnbogalitir yfir fossinum, og því varð skáldinu að orði: Þess ég geld þú gleymir því gulls þíns veldi að sýna, faldir kvöldsins fölskva í flœðielda þína. Aftur var snúið að Geysi. Þar átti að gista um nótt- ina í gamla konungshúsinu. A öðru var ekki völ í þá daga. Þangað voru þá komnar húsfreyjurnar Guðbjörg Oddsdóttir í Múla og GuðrúnHjartardóttir í Austurhlíð. Tóku þær að sér að sjá um gistiherbergi og matreiðslu. Báðar þaulvanar að taka á móti ferðamannahópum, innlendum og erlendum, og það með mikilli prýði. Daginn eftir og upp úr hádeginu tókfólkið í sveitinni að streyma að. Mun það hafa orðið milli 60 og 70 manns. Þegar allir voru komnir var gengið upp á Laugaifjall að ósk skáldsins. Og þar voru sungin meðal annars lög við Ijóð skáldsins. Og það var eins og allir kymm allt. Þannig getur skemmtilegur, samstilltur hugblœr gripið um sig. Þegar komið var heim í húsið varfyrst dansað affjöri um stund, síðan sezt að kaffldrykkju. Aðalræðuna fyrir minni skáldsins hélt Þorsteinn Þórarinsson. Naut sín þar vel aðdáun hans á skáld- inu og orðsins list. Skáldið þakkaði með stuttri ræðu og las því næst kvæði sitt: „Aleiðis til Geysis“ er hann hafði ort kvöldið áður: „Hugur báls í höllu marmar- anna “. Þá talaði dr. Guðmundur Finnbogason og las kvæði skáldsins, og hafði hann verið hinn ágætasti samstarfsmaður okkar í þessum fagnaði. Eftir rœðu hans var sungið kvæði er Þórður Kárson hafði ort til skáldsins. Að öllu þessu var gerður góður rómur. Gleði og fögnuður ríkti yfir samkomunni. En allir dagar eiga kvöld og ekki sízt þeir skemmtilegu. Fólk fór að búast til brottferðar og taka hesta sína. Það þótti hlýða að gestirnir fengju kaffi áframeftirleið. Var þá komið að Vatnsleysu, í austurbæinn, til þeirra ágætu hjóna, Sigríðar Þorsteinsdóttur og Sigurðar Erlendssonai; sem tóku gestunum afmikilli alúð. Allir samkomugestir fylgdust aðfram að Vatnsleysufossi, sem skáldið gafnafnið: Faxi. Að skilnaði voru sungin nokkur lög og þakkaði hver öðrum ógleymanlega samverustund. Næstu nótt áttu skáldið og dr. Guðmundur Finnbogason að gista á Torfastöðum. Það var hátíða- kvöld, sem allir tóku þátt í. Og vera má að skáldið hafifundið að sér anda þeim yl og þeim fögnuði, sem koma hans í sveitina vakti, og að því mætti lúta þessi vísa er hann skrifaði í vísnabók á Torfastöðum: Vikinn burt í vesturátt við það skal ég una, þegar mér verður fylgdarfátt, ferðina þessa muna. Stephán G. Stephánsson kom ekki sem gestur, held- ur sem gamall vinur, sem alltafminnir á sig í hugans fylgsnum meðan Ijóðið lifir og íslenzk tunga er töluð. ” S. E. 15 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.