Litli Bergþór - 01.06.2006, Page 16

Litli Bergþór - 01.06.2006, Page 16
Handritið af kvæðinu sem Þórður Kárason orti til skáldsins og var sungið á samkomunni við Geysi hefur varðveist. Það mun ekki hafa birst áður. Þórður var fæddur í Kakkarhjáleigu á Stokkseyrarhreppi árið 1889. Foreldarar hans voru Kári Guðmundsson frá Króki hér í sveit og Guðrún Jóhannes- dóttir frá Landkoti á Álftanesi. Þau voru fátæk og voru ýmist í vinnumennsku eða húsmennsku hér og hvar, en áttu síðast heima í litlum bæ, Efribæ, í Miklaholti. Þórður fór tveggja ára til hjónanna í Auðsholti, Tómasar Guðbrandssonar og Guðrúnar Einars- dóttur, en hún var ömmusystir hans. Hjá þeim var hann fram á fullorðinsár. Guðrún var bókelsk en hafði lítinn tíma til að lesa. Hún komst á að láta strákinn, frænda sinn, lesa fyrir sig, og var hann látinn lesa upphátt meðan aðrir voru við tóvinnu. Þegar hann hafði aldur til fór hann til sjós á vetrarvertíðum og var lengst í Grindavík. Til eru svonefndar formannavísur, sem hann orti um formenn- ina á bátunum þar. Þorfinnur á Spóastöðum dó árið 1914 og gerðist Þórður þá ráðsmaður hjá ekkju hans, Steinunni Egilsdóttur. Árið 1920 fór hann að búa í Vatnsholti í Grímsnesi ásamt konu sinni, Þorbjörgu Halldórsdóttur frá Hrosshaga. Þar bjuggu þau í tvö ár, síðan sex ár á Miðhúsum hér í sveit, níu ár á Stóra-Fljóti en fóru að Litla-Fljóti 1939 og bjuggu þar til endadægra sinna 1966 og 1967. Þóður safnaði töluverðu af bókum, sem hann gaf Skálholtsstað, og munu þær geymdar í turninum í Skálholtskirkju, merktar Bókagjöf Þórðar Kárasonar. Þórður mun snemma hafa farið að yrkja, og er til töluvert eftir hann. Mest eru það tækifærisvísur og gamansöm ljóð. A. K. Þórður Kárason, sextugur. Stefán G Stefánsson. Sungið við Geysi 1917. Velkominn heim! Velkominn vinur og bróðir. Vin þig og son kveður móðir. Velkomin heim! Ómamir þeir. Hlýlega berast með blænum björtum frá jöklum og sænum Hvarvetna. Heir! Vestmanna var, gjöfin þín gefin oss besta, Geymda því þökk áttu mesta bróðir sem bar. Anda vors sýn efldir og útsjónir veittir andvöku nætur er þreyttir því minnumst þín. Heill sje þér skáld, stærstu sem stefndir að myndum. Stiklar nú sigurs á tindum, djarfhuga skáld. Geysir í dag, gjós nú því gesti skal fagna. Gleði í hugum að magna, dvel ei í dag. Gullfoss í dag. Ljósgeisla litina þína láttu í regnboga skína, dýrðlega í dag. Syngdu í dag. Vesturheims gestinum góða, gnægð þinna töfrandi ljóða. List þrungið lag. Hrífandi lag! Hljómanna dýpri og hærri hvenær mun gestur oss kærri, dvelja en í dag! Þórður Kárason. Hótel Gullfoss við Brattholt býður ylílíur velkomin Gisting - Veitingar Gott aðgengi fyrir fatlaða Heitir pottar Sími: 486 8979 - Netfang: info@hotelgullfoss.is - Veffang: vwwv.hotelgullfoss.is Litli Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.