Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 17
Minningar frá Haukadal Framhald úr þremur síðustu blöðum Páll Sigurðsson. Jól í Laugardal Það styttist óðum til jóla. Þeim fylgir venjulega eftirvænting og tilhlökkun. Að sjálfsögðu óska flestir að halda heilög jól með sínum nánustu en sé slfkt útilokað er að reyna aðra kosti, séu þeir fyrir hendi. Eg hugsaði mitt ráð og velti vöngum yfir hvar og hvernig ég ætti að eyða jólaleyfinu. Eitt lá ljóst fyrir, heim gat ég ekki farið. Þó að ég teldi mig sæmilegan göngumann og allvel skíðfæran treysti ég mér ekki norður Kjöl. Allir sem vildu gátu verið í skólanum um jólin. Átti ég þess einnig kost en bjóst ekki við að þar yrði marg- brotin jólagleði og hugði því til annarra átta. Tveir skólabræður mínir frá Bændaskólanum á Hólum voru búsettir í næstu sveitum: Jóhann Sigurðsson (1904-) frá Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi og Páll Diðriksson (1901-1972) frá Búrfelli í Grímsnesi. Ekkert samband hafði ég haft við þá og vissi hvorugur um dvöl mína í Haukadal. Eg leiddi þó hugann að því hvort gerlegt væri að heimsækja annan hvorn eða jafnvel báða í jólaleyfinu. Ur þessari hugdettu varð þó ekkert. Meðal skólafélaga minna voru tveir Laugdælir, Valtýr Guðmundsson (1908-) frá Miðdal og Eyjólfur Sveinbjömsson (1905-1966) frá Snorrastöðum. Borist hafði í tal milli okkar Eyjólfs að Páll Tómasson (1797-1881) langafi minn hefði um skeið verið prestur í Miðdal (1835-1843) og að ég hefði áhuga á að sjá Laugardalinn og prestsetrið áður en ég færi heim, nefndi þó aldrei jólaleyfið í þá veru. Eyjólfur var önd- vegispiltur, gamansamur og léttur í máli og urðum við fljótt góðir kunningjar. Hann bauð mér til dvalar hjá sér um jólin og tók ég því með þökkum. Eg varð Laugdælum samferða. Tókum við daginn snemma og fórum greitt. Gangfæri var hið besta og skilaði okkar drjúgum. Það var næstum aldimmt þegar við komum að Brúará. Hún var auð en engin brú sjáanleg. Bærinn Böðmóðsstaðir stendur hinum megin árinnar. Þar bjuggu hjónin Guðmundur Njálsson (1894-1971) og Karólína Árnadóttir (1897-1981). Guðmundur var ferjumaður við ána og kom hann von bráðar og sótti okkur yfir. Farkosturinn var ekki stór en vel gekk að flytja okkur yfir. Ekki var um annað að tala en að ganga í bæinn. Fengum við kaffi með góðu brauði og gerðum því góð skil enda svangir orðnir. Guðmundur var frekar smár vexti en mér sýndist snerpan og lífs- gleðin neista frá honum, léttur í tali og spurði um lífið í Haukadal og hverjir væru þar mestir afreksmenn. Ég lét félögum mínum eftir að spjalla við húsbóndann, enda nágrannar og meira en málkunnugir. Það eitt man ég um húsfreyju að hún var lagleg og með hvíta svuntu. Það vakti athygli mína hversu mörg smábörn voru á bænum. Hann var bókstaflega fullur af bömum. Öll voru þau lagleg og hreinlega klædd. Þau húsakynni sem ég sá báru vitni um þrifnað og snyrtimennsku. Veraldarauður gat þó tæplega verið hér í búi en nægjusemi og lífsgleði án alls efa í öndvegi. Niðdimmt var orðið þegar við fórum frá Böðmóðs- stöðum en það kom ekki að sök. Félagar mínir rötuðu til síns heima. Vel var mér tekið á Snorrastöðum, vissi þó enginn á því heimili að ég yrði jólagestur. Þar bjuggu þá hjónin Sveinbjörn Eyjólfsson (1880-1933) og Guðrún Eyjólfsdóttir (1886-1943) með fjórum eða fimm börn- um sínum. Nokkuð fór ég um Laugardalinn, sótti m.a. messu að Miðdal. Prestur var séra Guðmundur Einarsson (1877-1948) frá Mosfelli, stór og kempulegur karl og talinn skörungur. Eflaust hefur hann flutt góða predikun en ég tók víst lítið eftir henni. Hugurinn reikaði til baka til langafa rníns sem stóð trúlega í þessum sama predikunarstól tæpum hundrað árum áður og „sullaði blaðalaust.” Séra Páli og konu hans, Maríu Jóakimsdóttur (1804-1884), varð dvölin í Miðdal á flestan hátt mjög andstæð, sár fátækt, barna- missir og framhjáhald Páls með Þóreyju Guðmunds- dóttur (1810-1903) vinnukonu á Brekku í Uthlíðarsókn sem kostaði hann hempumissi í tvö ár. Að sjálfsögðu kom ég að Laugarvatni. Þar var þá risinn héraðsskóli. Það tók Sunnlendinga um tvo áratugi að ná samkomulagi, ekki um hvort ætti að byggja skóla, heldur hvar ætti að byggja hann. Fullyrða má að Jónas frá Hriflu (1885-1968) hafi átt drjúgan þátt í að skólanum var valinn staður á Laugarvatni, svo og Böðvar Magnússon (1877-1966) bóndi. Heyrðist mér á Laugdælum að vel hefði til tek- ist með staðarval. Á Laugarvatni hlýtur að vera stórkostleg sumarfe- gurð, skógurinn, vatnið og vellandi hverir. Ég fór með Eyjólfi og eldri systur hans að Laugarvatni. Alllöng bæjarleið er á milli þótt Snorrastaðir séu næsti bær við Laugarvatn. Hann fregnaði að heimafólk og nemend- ur, sem héldu þar til um jólin, ætluðu að dansa kvöld- stund og máttu nágrannar koma ef þeir vildu. Skólastjóri var Bjarni Bjarnason (1889-1970), maður á besta aldri, stór vexti, myndarlegur, að öllu hinn kem- pulegasti. Heldur fannst mér dauft yfir dansinum. Það vantaði neista í fólkið. Var mér tjáð sú orsök að einn nemandinn hefði orðið úti á heimleið í jólaleyfið. Þetta hafði verið mjög efnilegur og vinsæll nemandi og var hans saknað úr hópnum. Bjarni bað þó fólkið að skemmta sér og nota stundina. Skólinn þótt mér glæsileg og stílhrein burstabygg- ing, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni (1887-1950) en 17 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.