Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 19
bíllinn fór í gegnum nokkur snjógöng þegar kom upp á Hellisheiðina. Þótt autt væri í byggð voru göngin svo djúp sums staðar að þak bflsins var til muna lægra en hnausarruðningamir beggja vegna. Snjóruðnings- tæki voru þá engin önnur en skóflan í höndum hraustra karla. Mér sýndust hnausamir furðustórir og víst er að þurft hefur bæði lag og þrek til að kasta þeim svo hátt. Þegar til Reykjavíkur kom fór ég beint til Péturs og Kristínar Björnsdóttur (1889-1986) og dvaldi hjá þeim í þrjá daga meðan ég beið eftir skipsferð norður. Strandferðaskipið Esja átti að fara vestur- og norðurfyrir land. Með henni tók ég far. Fyrstu daga ferðarinnar var veður sem um vordag og sléttur sjór enda kom það sér vel, bæði fyrir áhöfn og farþega. Viðstaða var á hverri höfn og þó fleiri hafnleysum. Vörur þurftu að komast í land og farþegar komu og fóru. Óvíða komst Esja að bryggju. Stórir og smáir bátar fluttu fólk og vaming milli skips og lands. Ég fór hvergi í land þar sem ekki var lagst að bryggju, nema þegar Esja lagðist undan kvenna- skólanum á Staðarfelli. I fjöru var allstór hrúga af heyböggum sem áttu að fara til Isafjarðar. Skipið lagðist drjúgan spöl frá landi en heyið var flutt á milli í árabát. Við það unnu námsmeyjar, lyftu böggum og réru á milli. Þó má vera að einn karlmaður hafi verið í verki með þeim. Augljóst var að allmargar ferðir þyrfti með heyið og þarna yrði drjúgur stans. Þama var þá tækifæri að bregða sér í land og skreppa heim að Staðarfelli. Ég var málkunnugur kennslukonu þar, Margréti Guðmundsdóttur (1904-1932) frá Siglufirði. Ég spjallaði við hana um stund og þáði kaffi. í þessu góða veðri var ég laus við sjóveikina, hélt mig ofanþilja og naut þess útsýnis sem ég hafði farið á mis við um haustið. Ekkert markvert gerðist. Farþegar komu og fóm án þess ég kynntist þeim eða spyrði um nöfn. Skotsilfur mitt var í tæpasta lagi svo ég sparaði heldur við mig í mat og drykk. Að þessu komst Skagfirðingurinn Sigfús Dagsson (1852-1936) og bauð að lána mér peninga til matarkaupa. Ég þakkaði honum hugulsemina og sagðist leita til hans ef í nauðir ræki. Til þess kom þó ekki. Þetta var vinsam- legt boð frá Sigfúsi. Við vorum lítt kunnugir, höfðum þó aðeins sést áður. Á skipsfjöl liðu dagamir án ævintýra. Helsta dægrastytting farþeganna var að spila, enda ágætt tómstundagaman. Jafnvel fyrsti stýrimaður og skips- jómfrúin hlupu í skarðið ef einn vantaði. Sem fyrr greindi kynntist ég farþegunum lítt eða ekkert, stóðu enda margir stutt við, komu um borð á þessari höfn, fóru frá borði á þeirri næstu. Eftir á að hyggja minnist ég þó tveggja manna. Á fyrstu dögum ferðarinnar kom um borð unglingspiltur, allhár vexti, en grannur, greindarlegur og kátur og hafði mjög gaman af að spila. Hann var á leið til Akureyrar, ætlaði að taka þar inntökupróf í Menntaskólann. Nafni hans var ég búinn að gleyma og samverunni á skipinu. Allmörgum árum seinna sækir ungur prestur um Viðvíkurprestakall, en til þess töldust þá einnig Hofstaða-, Rípur- og Hólasókn. í fyrsta skipti sem við hittumst, heilsar hann mér kunnuglega og spyr hvort ég muni ekki eftir sér. Ég kom honum ekki fyrir mig, enda aldrei mannglöggur verið. Hann minnti mig þá á spilamennskuna á Esjunni. Þetta var Björn Björnsson (1912-1981), lengi prestur í fyrrtöldum sóknum og prófastur um árabil, öndvegismaður og einstakt ljúf- menni. Annar farþegi varð mér minnisstæður. Hann skar sig nokkuð úr, roskinn maður en þreklegur, gekk um með hvítt brjóst og harðan hatt, kom um borð í Reykjavík. Hann gaf sig gjaman að yfirmönnunum og var drjúgur í tali. Sennilega hef ég ekki hirt um að vita nafn hans eða heimili, en hafi svo verið er hvort tveggja gleymt. Einhvern veginn fékk ég þá flugu í höfuðið að hann væri bóndi við Breiðafjörð og allvel efnum búinn, hefur líklega búið á hlunnindajörð því hann talaði mikið um æðardún og selskinn. Góða veðrið hélst langleiðina til ísafjarðar en þá dró til norðanáttar með éljagangi og ygldum sjó. Fór þá sem fyrr að vænlegasti kosturinn var að halda sig við bólið. Fyrir Vestfirði og austur með landi til Sauðárkróks fór lítið fyrir mér og varð ég allfeginn þegar ég hafði fast land undir fótum á Sauðárkróki. Ferðakistu minni kom ég í hús en hana átti að senda með fyrstu ferð póstbátsins til Haganesvíkur. Ekki leitaði ég í hús á Króknum, var þó svangur og langaði í hressingu en auraráð engin. Ég hálfhljóp austur Borgarsand og skokkaði austur yfir Hegranes og Eylendi. Færi var gott svo að mér skilaði vel áfram. Að Vatnsleysu kom ég síðla dags og baðst gistingar hjá Jóni bónda Kristvinssyni (1877-1970) og Önnu Jónsdóttur (1886-1972) konu hans. Ég þekkti nokkuð til þeirra hjóna og átti ágæta nótt. Farareyririnn var þá 50 aurar. Næturgreiðinn kostaði ekkert, enda ekki venja á þeim bæ að selja ferðamanni greiða. 25 aurum eyddi ég fyrir símtal við Njál (1906- 1994) bróður sem dvaldi í Hólaskóla þennan vetur. Hann vildi fá mig heim til Hóla en ég nennti ekki að taka krókinn. Að morgni hélt ég ferð minni áfram og gisti næstu nótt í Felli í Sléttuhlíð hjá Sveini Árnasyni (1864-1936) hreppstjóra og Hólmfríði Sigtryggsdóttur (1881-1971) frænku minni. Færi var þá allgott og daginn eftir fékk ég lánuð skíði á Ysta-Mói enda drjúgum meiri snjór þegar kom í Fljótin. Var allt í góðu gengi í Lundi og ánægjulegt að koma heim. Lokaorð I upphafi máls míns gat ég að nokkru þeirra þátta sem ég taldi að hefðu átt drjúgan þátt í ákvörðun Sigurðar Greipssonar að reisa og reka íþróttaskóla í Haukadal. Hann hófst handa með tvær hendur tómar, eins og stundum er sagt, og allt efni í fyrstu bygging- una tekið út í skuld. Enda hlaut svo að vera. Nám í mörgum skólum hérlendis og erlendis kostar mikið fé og bú hans ekki mjög stórt, um 250 fjár, 5-6 kýr og svipuð tala hrossa. Einnig læðist að mér sá grunur að nokkur metnaður hafi fylgt. Liðin saga er Sigurði mjög hugstæð, sérstaklega ef þar kemur til nokkur manndáð, en ekki undansláttur. Haukadalur er fomt höfuðból og skólasetur. Þar bjó sama ættin um langa hríð og voru sumir hinna fomu Haukdæla engir aukvisar eða miðlungsmenn. Ekki veit ég hvort Sigurður rekur ættir sínar til hinna fornu Haukdæla en kæmi það ekki á óvart. Haukadalur kom einnig við sögu þegar Sunnlendingar tókust á um hvar 19 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.