Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 20
reisa skyldi héraðsskólann. Biskupstungnahreppur bauðst til að gefa Haukadal með hjáleigum til væntan- legs skólaseturs og flytja allt efni sem til þurfti, a.m.k. frá Vatnsleysu, fyrir ekki neitt. Vafalaust hefur Sigurður verið þess mjög fýsandi að láta jörð sína af hendi, enda líklegt að þar hefði beðið hans framtíðarstarf sem íþróttakennari. Þessu boði var sem kunnugt er hafnað og héraðsskólinn reistur á Laugarvatni enda öllu betur þar í sveit settur. Og þá stofnaði Sigurður sinn eigin íþróttaskóla. Frá veru minni í Haukadal á ég einungis hinar bestu minningar. Þegar ég nú á gamalsaldri lít yfir farinn veg tel ég mig tvímælalaust eiga það dvöl minni í Haukadal að þakka að ég gerðist leikfimikennari við Bændaskólann á Hólum haustið 1934 og hélt því starfi nær þrjá áratugi. Þó fór ég tveim árum seinna, eða haustið 1936, í íþróttaskólann á Laugarvatni og lauk þar íþróttakennaraprófi sem gaf réttindi til kennslu í leikfimi og öðrum íþróttum. En þótt Haukadalsvistin hefði aldrei leitt mig að Hólaskóla hefði hún að öðru leyti áreiðanlega orðið mér gott veganesti út í lífið. Nú er skólinn í Haukadal allur og stofnandi hans kominn að fótum fram. Um 800 nemendur sóttu skólann þau 42 ár sem hann starfaði, eða til 1969. Þess er áður getið að við stofnuðum vísi að bókasafni Nemendafélags Haukadalsskóla og blaðið Hauk. Ekki veit ég hversu stórt bókasafnið hefur orðið, trúlega nokkuð. Nemendafélagið mun hafa starfað vel á hverjum vetri og blaðið gefið út í áratugi. Lagði Sigurður áherslu á að nemendur æfðu sig í að koma fyrir sig orði í ræðu og riti. Rétt fyrir skólaslit var svo stofnað Nemendasamband Haukadalsskóla. Þótt víst sé að þessi félagsskapur starfaði aldrei neitt, fæddist and- vana, læt ég fylgja lög þess: Frumvarp til laga fyrir Nemendasamband Haukadalsskóla 1. grein a) Sambandið heitir Nemendasamband Haukadals- skóla. b) Félagar geta þeir einir orðið, sem hafa verið kenn- arar eða nemendur við Haukadalsskóla. 2. grein Sambandið er stofnað með það fyrir augum að þeir sem notið hafa kennslu í Haukadal geti allir sem einn maður stutt skólann með ráðum og dáð og hver og einn félagi á þá að hugsa til skólans sem sinnar eigin eigu. 3. grein a) Fimmta hvert ár koma félagar saman í Haukadal og er tilgangur þeirra funda að rifja upp kynningu félag- anna og ræða framtíðarmál sambandsins. b) Einnig skal sá fundur verða til almennrar skemmt- unar þar sem fram fara: íþróttir, söngur, ræður og fl. 4. grein Á milli móta skal kynningu félaganna og skólans haldið við með bréfaviðskiftum. 5. grein a) í stjórn sambandsins sitja, auk skólastjóra, 4 menn sem kosnir eru á hverjum sambandsfundi til 6 ára í senn. b) Stjórnin skiptir svo með sér verkum að einn er formaður, annar ritari, þriðji féhirðir og hinir tveir meðstjórnendur. c) Einnig skal á þeim sama fundi kosin 5 manna varastjórn sem lýtur sömu ummælum og aðalstjórnin. 6. grein Þeir einir geta setið í stjórn eða varastjórn sem búsettir eru í Árnes- og Rangárvallasýslu. 7. grein Stjórnin annast undirbúning mótanna og ákveður hvenær þau skuli haldin. 8. grein a) Þriðja hvert ár vill sambandið gefa út skýrslu um starfsemi skólans. b) Ritið skal sent í póstkröfu til allra félagsmanna sambandsins og við móttöku ritsins greiði hver félagi 10 krónur sem iðgjald til sambandsins yfir þriggja ára tímabil. c) Félögum er sent ritið ókeypis. 9. grein Iðgjöld félaga og aðrir fjármunir sem sambandið kann að eignast, renna til útgáfu skólaskýrslnanna en það sem afgangs er skal ávaxta á öruggum stað. 10. grein a) Á sambandsmótum skal gerð grein fyrir fjármálum sambandsins og allri starfsemi þess og skulu reikningar allir endurskoðaðir af tveimur þar til kjörn- um mönnum. b) Þá skal ákveðið hvað gera skal við inneign, ef ein- hver er. c) Einnig skal gerð grein fyrir ásigkomulagi Haukadalsskóla. 11. grein Leggist skólinn niður og verði ekki endurreistur aftur innan 5 ára skal þó eigi að síður haldið eitt nemenda- mót og þá tekin ákvörðum um framtíðina. Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI HEIMASÍMI486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.