Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 21
Hreppsnefndarfréttir Úr fundargerðum sveitarstjórnar og byggðaráðs Bláskógabyggðar 54. fundur byggðaráðs 27. mars 2006. Mættir voru fulltrúar í byggðaráði auk Valtýs Valtýssonar sem ritaði fundargerð. Minnisblað frá ferðamálafulltrúa varðandi merkingar á Laugarvatni. Byggðaráð leggur til að skiltin verði tekin niður og leiðrétt fyrir sumarið. Jafnframt leggur byggðaráð til að lagfærð verði öll upplýsingaskilti í þéttbýliskjörnum innan sveitarfélagsins. Lóðablað, dagsett febrúar 2006, vegna spildu úr landi Brautarhóls. Um er að ræða 27.000 fm spildu. Byggðaráð leggur til að samþykkt verði að umræddri spildu verði skipt út úr jörðinni skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga. Jafnframt vill byggðaráð benda á gildandi deiliskipulag á þessu svæði, en gert er ráð fyrir vegi í gegnum umrædda spildu. Vegslóði frá Kerlingu að Hlöðuvöllum. Byggðaráð leggur til að hugað verði að endurbótum á vegslóðanum frá Kerlingu að Hlöðuvöllum og verði sótt um styrk í Styrkvegasjóð Vegagerðarinnar vegna framkvæmdarinnar. Erindi frá Vegagerðinni varðandi merkingu sveitarbæja, dags. 21,mars 2006. Byggðaráð tekur vel í erindið en þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til merkinga á þessu ári þá er lagt til að þetta verði haft í huga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007. Kaldavatnsmál. Fulltrúar Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps ásamt starfsmanni Orkuveitu Reykjavíkur og Guðjóni Sigfússyni, verkfræðingi, hafa verið að skoða kosti þess að fara út í sameiginlega kaldavatnsveitu fyrir Biskupstungur og Grímsnes. Lögð fram kostnaðaráætlun fyrir tvo mismunandi meginvalkosti við framkvæmdir. Byggðaráð leggur til að skoðun á þessum málum verði haldið áfram í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp. Jafnframt verði farið að huga að rekstrarfyrirkomulagi og eignarhaldi umræddrar vatnsveitu. 55. fundur sveitarstjórnar 27. mars 2006 Mættir voru allir sveitarstjórnarmenn, Einar Sveinbjörns- son, endurskoðandi, og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2005, fyrri umræða. Einar Sveinbjömsson, endurskoðandi frá KPMG, gerði grein fyrir vinnu endurskoðenda. Lagður fram ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2005 ásamt sundurliðunum. Einar Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson gerðu grein fyrir ársreikningnum og skýrðu ýmsa liði. Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi sam- stæðu sveitarfélagsins eru: Rekstrarreikningur: Rekstrartekjur: Rekstrargjöld: Fjármagnsgjöld: Rekstramiðurstaða: Efnahagsreikningur: Eignir: Fastafjármunir: 554.422.840 - 540.623.981 - 37.124.953 - 23.326.094 576.289.199 Veltufjármunir: 90.547.830 Eignir samtals: 666.837.029 Skuldir og eigið fé: Eiginfjárreikningur: 146.663.605 Langtímaskuldir: 392.324.208 Skammtímaskuldir: 127.849.216 Eigið fé og skuldir samtals: 666.837.029 Ársreikningi vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn, sem verður á næsta reglubundna fundi hennar þann 4. apríl n.k. Endurskoðun fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlunar Bláskógabyggðar 2006. Lögð fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006, þar sem búið er að færa inn rauntölur ársins 2005 til samanburðar. Einnig lögð fram framkvæm- daáætlun ársins 2006. Áætluninni vísað til annarrar umræðu á næsta fundi sveitarstjómar þann 4. aprfl 2006. 56. fundur sveitarstjórnar 4. aprfl 2006. Mættir voru allir sveitarstjórnarmenn og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Fundargerðir til staðfestingar: 23. fundur skipulagsnefndar, dags. 30. mars 2006. Varðandi 7. dagskrárlið fundargerðarinnar, tillaga að deiliskipulagi í landi Torfastaða, þá hefur sveitarstjórn borist nýr uppdráttur sem kemur til móts við athugasemdir skipu- lagsnefndar, þ.e. að lóðir skulu að jafnaði vera 0,5 ha og að götunafnið Heiðarbraut hefur verið breytt í Brynjólfsbraut. Jafnframt er meðfylgjandi umsögn frá Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimila auglýsingu tillögunnar skv. 25. gr. skipulags- og byggingar- laga, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Bent er á að umsögn frá Fornleifavernd ríkisins þarf að hafa borist að nýju eftir skráningu fornleifa á svæðinu áður en tillagan verður tekin fyrir að nýju að loknum auglýsingartíma. Drífa Kristjánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar fundar- gerðarinnar. Að öðru leyti er fundargerðin staðfest samhljóða. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2005 (seinni umræða); Lagður fram ársreikningur Bláskógabyggar árið 2005 til seinni umræðu, ásamt sundurliðunum. Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi samstæðu sveitarfélagsins era: Rekstrarreikningur: [Tölur em óbreyttar frá fyrri umfjöllun, sem greint er frá í fundargerðinni hér á undan.] I yfirliti um sjóðstreymi kemur fram umtalsverður bati í veltufé frá rekstri, eða sem svarar kr. 30 milljónum. Tekin vom ný langtímalán sem nýtt voru til fjárfestingar í skólahús- næði og til skuldbreytinga, þ.e. lækkunar skammtímaskulda. Náðst hefur ákveðinn árangur í rekstri sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að viðhalda aðhaldi og huga að hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins í takt við fjárhagsáætlanir sveitarsjóðs til næstu ára. Kjartan Lárusson ræddi uppgjör fjallskilasjóðs Laugardals fyrir árin 2002 til 2005. Benti hann á villur í uppgjöri reikninganna sem þarf að yfirfara og leiðrétta. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar samþykkir ársreikning 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.