Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 22
Bláskógabyggðar fyrir árið 2005 með 5 atkvæðum (SAS, MI, SS, SA og MB) 1 situr hjá (DK) og 1 á móti (KL). Kjartan Lárusson gerði grein fyrir atkvæði sínu, og benti á að þar sem tölur í fjallskilasjóði Laugardals væru ekki réttar myndi hann greiða atkvæði á móti. Skipulagsmál. 1. Framvinda skipulagsmála á nýjum svæðum á Laugarvatni. Rætt um hvernig skuli standa að skipulagi á þessum þremur nýju íbúðasvæðum á Laugarvatni, skv. tillögu að breyttu aðalskipulagi. Samþykkt samhljóða að vinna verði hafin við deiliskipu- lag nýrra íbúðasvæða þannig að heildstæð sýn fáist á framtíðarþróun íbúabyggðar á Laugarvatni. Jafnframt samþykkt að fela oddvita að ræða við Odd Hermannsson, skipulagsfræðing, um vinnu að gerð frumdraga að skipulagi svæðanna, að teknu tilliti til ókláraðs hættumats vegna svæðisins ofan Laugarvatnsvegar. 2. Smávægileg breyting á deiliskipulagi íbúðabyggðar í Reykholti; Miðholt. Lögð fram tillaga að smávægilegri breytingu á deiliskipu- lagi íbúðabyggðar í Reykholti, þ.e. Miðholt, sem samþykkt var í skipulagsnefnd þann 24. febrúar 2005 og staðfest í sveitarstjórn þann 9. mars 2005. Tillagan er unnin af Pétri H. Jónssyni, skipulagsfræðingi, í mars 2006. Tillagan gerir ráð fyrir að breyta lóðunum Miðholt nr. 2 til 14 þannig að lóðimar nr. 2 til 12 verði skipulagðar fyrir 6 íbúða raðhús og lóð 14 og 16 fyrir parhús. Lóð nr. 16 á fyrra skipulagi verði nr. 18 í breyttu skipulagi. Sveitarstjóm samþykkir tillöguna samhljóða og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Endurskoðun fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlunar Bláskógabyggðar 2006. Lögð fram, til annarrar umræðu, breytingartillaga á fjárhagsáætlun 2006. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verði kr. 616.395.000. Rekstrargjöld sam- stæðu ásamt afskriftum kr. 553.207.000. Fjármagnsgjöld áætluð kr. 38.598.000. Rekstrarniðurstaða samstæðu- reiknings samkvæmt áætlun verður jákvæð að upphæð kr. 24.489.000. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins við gatna- gerð, fráveitu og vegna kaupa á athafnalóðum verði nettó kr. 39.500.000 en innheimt gatnagerðargjöld vegna fram- kvæmda verði kr. 19.500.000. Nettófjárfesting verði því kr. 20.000.000. Gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga og skuldbreytinga kr. 20.000.000. Fulltrúar T-listans lögðu fram eftirfarandi bókun: Fasteignagjaldatekjur sveitarfélagsins hækka um tæp 40%, milli ára, samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun eða úr 82,7 milljónum árið 2005 í 115 milljónir. T-listinn gerði að tillögu sinni þann 20. des. 2005 að álagningarprósenta fasteignagjalda lækkaði milli ára. Sú tillaga var felld af meir- ihlutanum. T-listinn samþykkir ekki fjárhagsáætlun fyrir 2006. Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson Þ-listinn lagði fram eftirfarandi bókun: Þ-listinn vill benda á að, að hluta til er hækkun fasteignaskatts vegna reglugerðarbreytingar um áramótin, þar sem nú er lagt á opinberar byggingar, s.s. skóla og heil- sugæslustöðvar. Þ-listinn vill leggja áherslu á að nauðsynlegt er að jafnvægi komist á rekstur sveitarsjóðs. Taka verður tillit til rekstrarafkomu sveitarfélagsins við ákvörðun um álagningu skatttekna. Ákvörðun um lækkun álagningar- hlutfalls á ekki rétt á sér fyrr en rekstur sveitarsjóðs gefur tilefni til. Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Snæbjörn Sigurðsson. Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum (SAS, MI, SS, SA, MB) breytingartillögu á fjárhagsáætlun Bláskóga- byggðar árið 2006. 2 atkvæði á móti (DK, KL). Unglingalandsmót UMFÍ árið 2008. Lagt fram bréf frá HSK, dags. 22. mars 2006, vegna umsóknar um að halda unglingalandsmót UMFI árið 2008 á Laugarvatni. Stjóm HSK óskar eftir fundi með forráða- mönnum sveitarfélagsins þann 11. apríl n.k. kl. 16:00. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela byggðaráði að vinna tillögu um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu með forsvarsmönnum UMFL og koma fram sem fulltrúar sveitarstjórnar á fundi með stjórn HSK. Innsend bréf og erindi: 1. Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis, dags. 27. mars 2006, þar sem nefndin sendir til umsagnar þings- ályktunartillögu um uppbyggingu héraðsvega. Sveitarstjórn fagnar framkominni þingsályktunartillögu, enda hafa aukin fjárframlög til safn- og tengivega verið baráttumál sveitar- félaga á Suðurlandi til margra ára. Ástand tengi- og safnvega á Suðurlandi er slæmt þegar á heildina er litið og viðhald þeirra lítið. Þrátt fyrir þetta gegna þeir æ stærra hlutverki með sívaxandi umferð sem augljóslega mun aukast áfram á næstu árum. Miklar breytingar hafa orðið í atvinnulífi til sveita sem hafa leitt af sér mun meiri umferð en áður var og umferð ferðamanna bæði innlendra og erlendra hefur stóraukist enda eru margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins á Suður- landi. Mikilvægt er að gert verði átak í uppbyggingu tengi- og safnvega á Suðurlandi. 2. Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu, dags. 22. mars 2006, vegna dags umhverfisins þann 25. apríl n.k. Dagur umhverfisins verður tileinkaður endurnýtingu. Ráðuneytið vill með bréfi þessu hvetja sveitarfélögin til að halda upp á þennan dag og hvetja jafnframt íbúa sveitar- félagsins að huga að umhverfi sínu. 3. Lagt fram bréf frá Grímsnes og Grafningshreppi dags. 24. mars 2006, þar sem leitað er eftir samstarfi við Bláskógabyggð um að vegslóði frá Söðulhólum að Hlöðu- völlum verði lagfærður. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ganga til samstarfs um þetta verkefni, enda hafði byggðaráð samþykkt á fundi sínum þann 27. mars s.l. að huga að endurbótum á vegslóðanum frá Kerlingu að Hlöðuvöllum. 4. Lagt fram bréf frá HSK, dags. 23. mars 2006, þar sem komið var á framfæri tillögum, sem samþykktar voru á 84. héraðsþingi HSK. 5. Lagt fram bréf frá Menntaskólanum að Laugarvatni, dags 27. mars 2006, þar sem óskað er eftir viðræðum um nýjan samning um bókasafnsþjónustu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skólastjórnendum Bláskógabyggðar og sveitarstjóra að vinna að nýjum samn- ingi um bókasafnsþjónustu, sem lagður verði fyrir sveitarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu. 55. fundur byggðaráðs 25. aprfl 2006. Mættir voru fulltrúar í byggðaráði auk Valtýs Valtýssonar, sem ritaði fundargerð. Erindi frá aðalfundi eldriborgara í Biskupstungum, sem haldinn var 11. apríl 2006, þar sem óskað eftir að hafnar verði Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.