Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 24
apríl 2006, þar sem óskað er eftir úrbótum á leiksvæði leik- skólans svo og umgjörð og gangstígum að leikskólanum. Samþykkt samhljóða að fela umsjónarmanni fasteigna ásamt sveitarstjóra og leikskólastjóra að vinna að lausn þeirra verkefna sem fram koma í bréfinu. 58. fundur sveitarstjórnar 23. maí 2006. Mættir voru allir sveitarstjórnarmenn og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga þann 27. maí 2006. Lögð var fram kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga þann 27. maí n.k. Á kjörskrá eru 625 einstaklingar, 324 karl- ar og 301 kona. Kjörskrá yfirfarin og ekki gerðar neinar athugasemdir. Sveitarstjóra falið að staðfesta kjörskrána. Drög að reglugerð um verndun lífrikis og vatnasviðs Þing- vallavatns. Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um drög að reglugerð um vemdun lífnkis og vatnasviðs Þingvallavatns. Drög að reglugerð, sem var meðfylgjandi bréfi Umhverfisráðuneytisins, lá einnig fyrir fundinum. Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar af sveitarstjórn Bláskógabyggðar: 14. gr. Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til þess að hafa fyrstu málsgrein inni eins og hún stendur í drögunum. Að öðram kosti þyrfti að skilgreina merkingu hugtaksins „þunga- flutningar" og mismunandi verndarstig svæða innan vatna- sviðs Þingvallavatns s.s. innan og utan þjóðgarðs. 16. gr. Eðlilegt er að sveitarstjóm sé umsagnaraðili sbr. 2. mgr. 20. gr. Ekki kemur fram hver eigi að hafa frumkvæði við gerð aðgerðaráætlunar, en það eru fleiri en einn aðili sem falla undir þennan hatt. Einnig er rétt að hafa í huga að um fjárhagslega íþyngjandi ákvæði er að ræða fyrir sveitar- félögin, sem ekki er séð að neinir tekjustofnar komi á móti. Jafnframt vill sveitarstjórn benda á, að ekki er ljóst hvernig framkvæmd eftirlits skuli háttað, s.s. skv. greinum 11 og 17. Samþykkt LN vegna stéttarfélaga; nýting heimildar um hámarkslaunaflokk. Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra, dags. 19. maí 2006 vegna tímabundinna launaviðbóta við gildandi kjarasamninga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga. Þar kemur fram að stór hluti sveitarfélaga landsins hafa farið þá leið að greiða laun samkvæmt nýjum hámarkslaunaflokki, sbr. dálk B á fylgiskjali með samþykkt LN. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða að bætt verði við launaflokkum á tiltekin störf skv. dálki B í fylgiskjali með samþykkt LN, frá 1. janúar 2006. Kostnaðaráætlun vegna samkomulags við hestamanna- félögin Loga og Trausta. Oddviti greindi frá kostnaðaráætlun vegna samkomulags við hestamannafélögin Loga og Trausta, sbr. bókun sveitarstjómar 2. maí 2006, liður 4.2. Áætlunin felur í sér eftirfarandi verkþætti á Laugarvatni: • Útmæling og hnitsetning svæðisins. • Vegur að og um hesthúsasvæði verði undirbyggður, 270 metrar að lengd. • 1000 m2 plan verði undirbyggt. • Svæði undir reiðvöll útjafnað. I Reykholti er gert ráð fyrir: • Svæði undir reiðvöll útjafnað. Heildar kostnaðaráætlun þessara verkefna á Laugarvatni og í Reykholti verði kr. 2,5 - 2,7 milljónir. Gert er ráð fyrir að kostnaður sem falli til á þessu ári verði kr. kr. 1,3 - 1,4 milljónir. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006 breytist í samræmi við þessa kostnaðaráætlun. Samþykkt samhljóða. Lántaka sveitarsjóðs og endurfjármögnun hjá Hitaveitu Laugarvatns: 1. Ákvörðun um lántöku sveitarsjóðs Bláskógabyggðar. Lögð var fram eftirfarandi tillaga um ákvörðun um lán- töku hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 20.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Lánið verður verðtryggt með 4,4% breytilegum vöxtum. Að öðru leyti vísast til skilmála lánsveitingar frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 22. maí 2006. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjómarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjár- magna framkvæmdir við gatnagerð í Reykholti og Laugarási sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004. Lántakan er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2006. Jafnframt er Valtý Valtýssyni, kt. 221060-2379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f. h. Bláskógabyggðar að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitar- félaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynn- ingar, sem tengjast lántöku þessari. Samþykkt samhljóða. 2. Ákvörðun um sjálfskuldarábyrgð vegna lántöku við endurfjármögnun hjá Hitaveitu Laugarvatns. Lögð var fram eftirfarandi tillaga um ákvörðun sveitarstjórnar um að veita Hitaveitu Laugarvatns, sem er að öllu leyti í eigu sveitarfélagsins, sjálfskuldarábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins: Sveitarstjómin samþykkir hér með að veita sjálfskuldar- ábyrgð vegna lántöku Hitaveitu Laugarvatns hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 34.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Lánið verður verðtryggt með 4,4% breytilegum vöxtum. Er sjálfskuldar- ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, og standa tekjur sveitar- félagsins til tryggingar henni, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til endurfjármögnunar lána hjá Hitaveitu Laugarvatns, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004. Fari svo að Bláskógabyggð selji eignarhlut í Hitaveitu Laugarvatns til annarra opinberra aðila, skuldbindur Bláskógabyggð sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Valtý Valtýssyni, kt. 221060-2379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f. h. Bláskógabyggðar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu trygg- ingar þessarar. Samþykkt samhljóða. Skipulagsmál Litli Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.