Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.06.2006, Blaðsíða 25
1. Fundargerð skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 17. maí 2006. Sveitarstjóm vill benda á að undir 15. lið fundargerðar er götuheiti rangnefnt. Miðholt er ekki til á Laugarvatni, en um götuna Háholt er að ræða. Fundargerð samþykkt samhljóða. 2. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 - 2012; Miðhús. Lögð var fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000 - 2012. Tillagan gerir ráð fyrir því að 36 ha lands breytist úr landbúnaðarsvæði í fnstundabyggð. Tillagan var í auglýsingu frá 31. mars 2006 og lauk fresti til að skila inn athugasemdum þann 12. maí 2006. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða umrædda breytingartillögu á aðalskipulagi Biskupstungna skv. 3. mgr. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 56. fundur byggðaráðs 30. maí 2006. Mættir: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sveinn A. Sæland, Kjartan Lámsson og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Verksamningur Vegholt / Bæjarholt. 1. Lagður fram verksamningur vegna vegagerðar í Vegholti, Reykholti, og í Bæjarholti, Laugarási. Verkið var boðið út skv. útboðs- og verklýsingu sem unnin var af Verkfræðistofu Guðjóns Þ. Sigfússonar ehf. Þrjú tilboð bámst í verkið. Lægstbjóðandi var Þjótandi ehf. með heildartilboð að upphæð kr. 35.655.900. Umrætt verk var á samþykktri fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar. Byggðaráð staðfestir samhljóða fyrirliggjandi verksamning. 2. Einnig lagt fram samkomulag við Þórarinn Kristinsson vegna vegagerðar í Vegholti, verkheiti III skv. tilboðsskrá sem unnin var af Verkfræðistofu Guðjóns Þ. Sigfússonar ehf. Byggðaráð staðfestir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag. Kaup á landspildu úr landi Brautarhóls. Lagt fram afsal fyrir 7,88 ha landspildu úr landi Brautarhóls, dags. 10. maí 2006. Um er að ræða landspildu sem tekur til nýrra athafnalóða við Vegholt í Reykholti. Gert var ráð fyrir kaupum á þessari landspildu í samþykktri fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar. Byggðaráð samþykkti stofnskjal þessarar landspildu á fundi sínum þann 7. mars 2006, og sveitarstjórn þann 14. mars 2006. Byggðaráð staðfestir framlagt afsal samhljóða. Hreinlætisaðstaða hjólhýsasvæði. Fram er lagt tilboð Hafnarbakka varðandi salemisaðstöðu með sturtum sem fyrirhugað er að setja niður á hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Ljóst er að undanfarin ár hefur hjólhýsum fjölgað til muna og afar brýnt er að slíkxi aðstöðu verði komið upp samhliða stækkun svæðisins. Samkvæmt samningi milli Bláskógabyggðar og Valdimars Gíslasonar skal sveitarsjóður standa straum af stofnkostnaði sem þessum en Valdimar sjá um vinnuþáttinn að koma aðstöðunni fyrir. Kaupverð er 1.793.000 + vsk. Byggðaráð staðfestir samhljóða kaup á umræddu þjónustuhúsi. Bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur varðandi girðingu kringum vatnsból í Bjarnafelli. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við framkvæmdir við vatnsbólið en leggur áherslu á að framkvæmdir verði unnar í góðri sátt við land- eigendur. Úthlutun byggingalóða. 1. Umsækjandi um byggingarlóðina Miðholt 37, Reykholti, sem fékk lóðina úthlutaða á fundi byggðaráðs þann 7. mars 2006, hefur fallið frá umsókn sinni. Samkvæmt úthlutunarreglum lóða í Bláskógabyggð skal auglýsa lóð aftur lausa til umsóknar ef hún fellur aftur til sveitarfélagsins eftir úthlutun. Byggðaráð samþykkir samhljóða að auglýsa aftur umrædda lóð með hefðbundnum hætti. 2. Umsókn frá Ómari E. Sævarssyni, kt. 170258-5259, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 3, Laugarási. Samþykkt samhljóða. Verksamningur um slátt og hirðingu í Bláskógabyggð. Lagður fram verksamningur um slátt og hirðingu í Bláskógabyggð. Bláskógabyggð, Menntaskólinn að Laugarvatni og Kennaraháskóli Islands fóru í sameiginlegt útboð á slætti og hirðingu í Bláskógabyggð. Lægstbjóðandi var Tungusláttur ehf. með heildartilboð að upphæð kr. 6.266.266. Byggðaráð staðfestir framlagðan verksamning samhljóða. Samningur um land undir tjaldsvæði á Laugarvatni milli Bláskógabyggðar og Glóðarsels ehf. lagður fram til kynn- ingar og staðfestur. Samningur um land undir tjaldsvæði í Reykholti milli Bláskógabyggðar og Þóris Sigurðssonar lagður fram til kynn- ingar og staðfestur. Niðurfelling krafna. Lagt fram yfirlit yfir kröfur eldri en 2002, sem ekki hefur tekist að innheimta. Kröfurnar eru að upphæð kr. 58.023. Byggðaráð samþykkir samhljóða að fella niður umræddar kröfur. 59. fundur sveitarstjórnar 6. júní 2006. Mættir voru allir sveitarstjórnarmenn og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Veðurstofa íslands; Bráðabirgðahættumat á Laugarvatni. Lagt fram bráðabirgðahættumat fyrir nýjan íbúðareit á Laugarvatni, sem liggur ofan þjóðvegar og nær upp fyrir Birkihlíðartún og örlítið upp í skóginn í hlíðum Laugarvatnsfjalls. Það er mat Veðurstofu íslands að staðaráhætta á svæðinu sem breytt aðalskipulag nær til sé undir þeim viðmiðunarmörkum, 0,3 af 10.000 á ári, sem gilda um íbúðabyggð skv. reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða. Veðurstofan gerir þar af leiðandi ekki athugasemd við fyrirhugaða íbúðabyggð á Laugarvatni. Matskýrslan lögð fram til kynningar og jafnframt vísað til fyrri samþykkta sveitarstjórnar, sbr. lið 3.1. í fundargerð 54. fundar, dags. 14. mars 2006 og liðar 3.1. í fundargerð 56. fundar, dags. 4. apnl 2006. Skipulagsstofnun; Úrskurður vegna lagningar Gjábakkavegar (365). Lagður fram til kynningar úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Gjábakkavegar (365), Laugarvatn - Þingvellir, Bláskógabyggða, dags. 24. maí 2006. Fyrstu drög að samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð. Lögð fram drög að samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð. Samþykktin tekur á forsendum fyrir búfjárhaldi í sveitarfélaginu svo og lausagöngu búfjár innan þéttbýlissvæða í sveitarfélaginu. Efni draganna rædd og samþykkt. 25 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.