Litli Bergþór - 01.03.2007, Page 4

Litli Bergþór - 01.03.2007, Page 4
Formannspistill Ég ætlaði mér að yrkja einhvern fallegan brag en þegar til á að taka ég tími því ekki í dag. Já, svo yrkir Jónas Hallgrímsson í ljóði sem hann nefnir „Ég ætlaði mér að yrkja“. Þessi vísa kom mér í hug þegar ég settist til þess að skrifa formannspistil. Penninn ekki viljugur og hugurinn ekki á flugi. Samvera foreldra og barna - skiptir hún máli? Mörg eru þau þroskatímabil í uppvexti bama til unglingsára og síðar til fullorðinsára sem eru vissulega mjög mikil nauðsyn að foreldrar séu til staðar, er ég t.d. að hugsa um tímabil sem mætti kalla spurningatímabil þegar barnið fylgir foreldri sífellt eftir og spyr um alla heimsins hluti jafn mögulega sem ómögulega og leitast þannig við að bæta í sinn viskubrunn. Þá ríður á að foreldrið sýni skilning og hafi þolinmæði til þess að leysa úr spurningum dagsins eftir bestu getu. Vörumst eftir fremsta megni að forgangsraða á kostn- að samvista við börnin okkar. Það er dýrmætur tími sem glatast ef börnin verða alltaf að bíða þar til tími gefst, hann verður ekki alltaf settur á bið. Uppvaxtarár barnsins líða mjög hratt. Þau nánu tengsl sem þannig skapast með góðum samverustundum frá unga aldri bamsins er sá þáttur sem mjög miklu máli skiptir í lífi hvers einstaklings. Það eru jú svo margir áhrifavaldar í lífi bama og ungmenna í dag, þau lifa í miklum hraða. Þau þurfa að höndla margt sem foreldrar þeirra hafa jafnvel enga hugmynd um og em að takast á við hluti sem vora ekki til þegar foreldramir voru ungir. Þess vegna er áríðandi að byggja upp sterka einstaklinga með góða sjálfsmynd svo þau hafi forsendur til að taka skynsamlegar ákvarðanir, hafna vondum hlutum, en næra þá góðu og uppbyggilegu. Ég verð að bera á báru það besta sem mér er veitt og seinast sofna ég frá því og svo fær enginn neitt. Kveðja, Guttormur Bjarnason, formaður JJmf. Bisk. Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir - Smurþjónusta Olíusíur í bíla og dráttarvélar Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.